Thursday, November 17, 2005

Frí - ákvarðanir - drama

Fórum til Cape town á sunnudaginn. Hittum alla íslensku lögfræðingana. Fórum í dinner með þeim á Cafe Africa em er SA túrista staður. Var mjög gaman og áhugaverður matur sem var sambland af Afrískum mat. Okkur fannst þetta æði, soldið eins og að koma á venjulegum ráðstefnu dinner, þar sem maður þekkir engann. Þekktum reyndar suma mög vel og hafa verið örlagavaldar í okkar lífi, sbr. Kristján Andri. Fórum með litlum hluta af hópnum á diskó á eftir “gay”stað . Var mjög gaman, en svolítið hávaðasamt. Erum kannski að verða of gamlir!......

Þetta varð seint kvöld. Held við höfum tekið taxa heim um þrjúleitið. Sváfum og sváfum lang fram eftir. Enduðum á GAY gistiheimili sem er einungis fyrir karlmenn. Það var allt fullt í CT og engin herbergi að fá þar sem við erum vanir að gista. Daginn eftir hittum við þau aftur, ekki öll, bara 7 manns og fórum á Soho sem er geðbilaður veitingastaður. Thai matur, umhhhh.... Var geggjað kvöld, og enduðum svo á litlum bar þar sem við hittum eina af “Three tons of fun” (lesið eldra blogg). Var svo gaman! Kvöldið varð ekki eins seint og fyrra kvöldið en samt alveg nógu seint fyrir okkur. Við kisstum þau öll bless og fórum beint heim og sváfum og sváfum. Yndislegt..og ákkúrat það sem við þurftum. Skemmtilegt fólk og islenskt.

Daginn eftir var fundur með sölumanni sem vildi selja okkur fullkomið tölvukerfi og allt fyrir ressann. Nei takk, erum ekki alveg tilbúnir, rafmagnið er að fara af lon o don í Greyton og við höfum ekkert við fullkomið tölvukerfi að gera. Bara notaðar sjóðsvélar sem geta dugað okkur í 1-2 ár bara til að ná control. Jú eitthvað hafði hann en vissi ekki alveg verðin og hann hamaðist við að reyna að selja okkur þennan fullkomna búnað. Nei, nei og aftur nei. Hann endaði á því að koma með tilboð sem leit vel út.

Ég hringdi í alla aðra sem voru á gulu síðunum en þetta var allt það sama, alls staðar einhverjir sölumenn sem vorum með farsíma og ekkert til sýnis. Einkennlegt kerfi, en SA er það líka. Nokkrir hafa hringt og boðið okkur einhverjar vélar, en ég veit ekki hvaða vélar þetta eru. Sjáum til hvernig þetta fer, en við þurfum að ná yfirliti á fjármálin okkar ekki seinna en strax, skv endurskoðandanum okkar sem við hittum um daginn. Hér eru peningarnir að flæða út og eftirlitið er allt of lítið.

Nóg um það.. þetta var eitthvað það besta frí sem ég hef farið í í langan tíma. Svo lítið vinnutengt eins og þau hafa oftast verið.

Komum tilbaka á þriðjudagseftirmiðdegi, þurftum að greiða út þjórfé. Við lokuðum bókasafninu og lágum þar yfir TV og höfðum það notarlegt. Dagurinn á eftir fór í að endurskipuleggja. Við tókum ákvarðanir í fríinu. Núna fer ég í herbergin að gera þau upp og Bói tekur yfir skrifstofuna og ressan allan, tímabundið reyndar. Ég er strax búinn að einfalda verðskrána okkar sem var alltof flókin. Núna er bara 3 verð Double, de-luxe (með “ four poster” rúmum og svítur. Rúm voru færð á milli herbergja og allt er í gangi með breytingar. Mér finnnst þetta geggjað!

Mér hefur liðið mjög vel seinustu daga, fórum samt til læknis í dag. Bói til að athuga blóðþrýsting og kólesterol og ég með andlegu heilsuna mína. Bói er í svakalega góðum málum með blóðþrýsting (115-75) Kólesterolið verður athugað á morgun. Ég opnaði mig bara hvernig mér líður. Uppstökkur, kvíðinn, angist, hræddur, fælinn og ég veit ekki hvað. Hef reyndar ekkert fundið fyrir þessu seinustu daga. Fékk gleðipillur sem eiga að ná mér útúr þessu. Vitum ekki fyrr en eftir alla vegna 10 daga hvort þetta virkar, en é g er til í að reyna næstum hvað sem er til að líða betur.

Fórum svo til Volga (eftir að ég hafði eytt meira en 2 tímum með Gulltönn að fara yfir birgðarstöðu á búsinu) Hún gaf okkur mat sem hún var búin að eyða dögum í að matreiða fyrir okkur.

Óh já og dramað í gær. Veit ekki alveg hvernig það endar. Einhver annar en við skrifaði handritið af GL sápunni í gær. Það var smá fundur hérna í gær þar sem einhver bankinn var að kynna fyrir eftirlaunþegum hvernig þeir gætu ávaxtað peningana sína. Höfðu pantað ráðstefnusalinn, og Scones og Muffins fyrir ca 50 manns. Karen var á morgunvaktinninn daginn áður og hún bakað rúmlega 50 muffins og 2 brauð. Diana kom svo inn seinni partinn og bakaði 50 Scones og 3 brauð. Ég hafði spurt Karen hvað hún ætlaði að baka mikið og hún sagði mér að hún ætlaði að baka ca 30 muffins.. Bói fór inn í eldhús seinni partinn og þá var búið að baka 58 muffins og Diana var búin að baka rúmlega 50 Scones og 3 brauð til viðbótar. Djísus, hvað er þetta fólk að hugsa? Og ekkert að gera.....

Þegar Bói kom út til mín og sagði mér “reyndar bara helminginn af þessu” sagði ég við hann klukkan hálf sjö, LOKUM NÚNA. Og það gerðum við. Létum staffið okkar vita að svona vitleysu fíluðum við ekki og þetta væri orðið nóg. Hefðum ekki efni á því að henda hráefninu okkar útum gluggann eins og hefði verið gert þetta kvöld. Lokuðum hálf sjö og ég keyrði staffið heim. Þetta var allt Diana að kenna og við vorum reyndar búnir að eiga fund með Gulltönn og Gleði fyrr um daginn þar sem við höföum ákveðið að þetta væri orðið gott, hún þyrfti að fara. Hún væri búin sð vera með okkur í 7 mánuði og kynni ekki ennþá einfalda rétti og það væri verið að henda hráefni aftur og aftur vegna þess að hún væri ekki allveg í sambandi.

Það var erfitt að keyra þau heim. Hilca-Ann og Anne fóru saman heim til Hilca-Ann til að ræða málin, Diana var keyrð heim til sín og svo Margret. Átti mjög gott spjall við hana þar sem hún bauð fram alla sína aðstoð sem hún hefur reyndar alltaf gert, þessi elska. Ég grét á leiðinni heim........ Hryggur yfir því að þetta skyldi þurfa að ganga svona yfir starfsfólkið okkar sem hefur verið að standa sig og átti engan þátt í þessari vitleysu sem hefur verið í eldhúsinu hjá okkur. Við vorum staðráðnir í því að láta Diana fara, ekki að segja henni upp, bara setja hana á færri og færri vaktir þangað til við gætum losnað við hana alveg.

I morgun vaknaði ég á undan Bóa og mætti hérna rétt á eftir staffinu. Gleði tilkynnti mér að maðurinn hennar Diana hefði látist um nóttina. (hann var rúmlega 75 og hún er yngri en við)...(taktu eftir því AK)

Fann til með henni og mér hefur reyndar alltaf fundist vænt um hana. Hef mikla samúð með henni og veit ekki alveg hvernig við komum til með að höndla þetta núna. Bói er aðeins búinn að ræða við Karen um þennan bakstur allan, en það eru engar útskýringar. Hvað á maður að gera? Ekki getum við rekið ekkjuna?........eða hvað?

Við erum alla vegna búnir að ákveða að loka þessum ressa í hádeginu alla vegna í miðri viku og eigum eftir að taka ákvörðun með helgarnar hvort við lokum ekki bara líka í hádeginu. Það er hvort eð er svo lítið að gera að trúlega getum við sparar mikið í starfsmanna kostnaði og eins í hráefniskostnaði með því að loka. Endanleg ákvörðun verður tekin á þriðjudaginn.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég get svarið það, það var ekki svona mikið drama í Dallas einu sinni í gamla daga ! Sei nó mor. Þið hljótið að vera afskaplega hraustir að fá ekki hjartaáfall nema sjaldan, MAÐUR væri með tærnar upp í loftið alla daga. Guðmundur, þú ert nú algert skrauteintak, að vera svona hress. Fara samt gætilega, ekki gleyma að hvíla sig líka. Villi minn, vonandi tekst þér að fara að smæla framan í heiminn aftur, en það er ekki fyrir hvern sem er að gera það þegar ekkert frí er tekið í meira en ár, og álagið er stöðugt. Mér líst vel á þessar aðhaldsaðgerðir, er örugglega nauðsynlegt, bæði fyrir reksturinn og ekki síður ykkur sjálfa, svo þið gangið ekki fram af ykkur. Nú er farið að verða svolítið jólalegt um að litast í Reykjavík, jólaljós komin í miðbæinn, það er gott að fá aðeins meiri birtu inn í tilveruna í skammdeginu. Hafið það sem allra best, kær kveðja Inga

1:00 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn, Skúli hérna.
Mig langaði bara að segja þér að ég kíki nú annars lagði á bloggið þitt, "ó mæ god" því líka munnræpu sem einn maður getur fengi (ekki illa meint)í hver skipti og hann sest við skriftir. Þú varst nú ekki svona málglaður í gamladaga (var ég kanski lélegur áheyrandi).
Blessaður hættu nú að taka þessar gleiðipillur áður en þú verður of háður þeim. Stilltu bara huga og sál á rétta bylgjulengd, ég hef meiri trú á því.
Mikið fannst mér leiðinlegt að heyra um veikindi Gumma, mér finnst líka jafn skemmtilegt að heyra hvað hann er að ná sér vel eftir þetta. Bið innilega að heilsa honum um von um enn meiri bata.
Villi minn hættu svo þessu kellinga væli það fer þér ekki (það gerði það allavega ekki í gamladaga.)
Halla biður að heilsa.
Bæ bæ þinn æskuvinur Skúli Hersteinn.

1:58 am  
Anonymous Anonymous said...

Ég tók sko eftir því að einhver AK átti að lesa um miklu eldri manninn sem andaðist...!!!!!!!!Það hefði kannski verið betra í mínu tilviki ef einhver hefði nú bara gefið upp öndina, hm hm, og þá er ég að meina yngri aðilann en ekki þann eldri...! Oj, hvað maður er vondur, enda fer ég beint til helvítis með öðrum nastí húmors vinum mínum. Vil helst halda mig með þeim hvort eð er hinum megin!
Mikið var yndislegt að lesa um þetta frí og breytingarnar. En ég segi eins og Skúli æskuvinur þinn: Passaðu þig á pillunum elsku Villi. Ég þekki svo alltof marga sem hafa farið flatt á lyfjaáti. Það er hægar sagt en gert að lyfta sér upp sjálfur, það veit ég sem er núna í sama helv.. djúpa,dimma dalnum og þú og finnst lífið ömurlegt þessar vikurnar.Og elsku Guðmundur, gott að heyra hvað þú ert á réttri leið. Nú er bara að halda sig á rólega strikinu, eins langt frá stressi og hægt er. Sakna ykkar hræðilega, sérstaklega á þessum árstíma, nú vildi ég vera að grenja ofan í nýþvegin rúmfötin á Tower og strauja þau :) ! Knús og margir kossar frá Önnu Kristine, sem nú er sannarlega ,,fyrrverandi" útvarpskona

11:55 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskur,maður kemur heim frá úttlandinu og beint í tölvuna til að athuga hvort ekki séu komnar nýjar fréttir...frábært að þið skylduð geta tekið smá frí, var að koma frá Amsterdam bisness and pleasure eins og það heitir...jólaljós og fínt, og shoppað villt úlalal...
Gaman að þið hittuð lögfræðingana, ég ætlaði nefnilega að vera búin að senda til þeirra (Jóni Þór og Sjöfn) adressuna ykkar,en auðvitað gleymdi því, farið vel með ykkur elskur, frábært með blóðþrýstinginn hjá þér Guðmundur og vonandi er Kólesterólið á réttu róli,(þó mig gruni nú að það sé hátt hjá þér, eftir smjér og feitt kjet, sígó og alkahól, en...hverjum ferst..maður fær þá líka eina litla hvíta töflu á dag til að laga það + passa sig.Villi, nafnið gleðipillur er held ég fundið upp af fólki sem þekkir ekki rassgat til hvað er að fá alvarlegt kvíðakast, eða vakna á hverjum morgni með óútskýrðan hnút í maganum sem maður veit aldrei hvenær brýst út í hjartslætti, svita, magnleysi o.s.v....þetta er hjálpartæki sem er ekki hægt að misnota, maður setur sér kannski bara markmið að taka geðdeyfðarlyf í 1 ár, og taka svo stöðuna..en auðvitað þarf maður að vinna með þessu...aftur á móti getur maður auðvitað auðveldlega misnotað róandi pillur, öllu verra dæmi, allt fullt á Vogi af fólki að komast út úr þeim vítahring...
Hugsa alltaf til ykkar, alla daga, pakki á leiðinni til ykkar, ástarkveðja
Hafdís (veik heima með hálsbólgu og hósta....)

6:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

hi hi
vildi bara lata vita ad eg er komin a afangastad i Providence, Rhode Island, Eg er ad fara ad borda turkey nuna, thad er nefnilega thanksgiving i dag.
Svo er bara ad versla a morgun.
vonandi hafid tid thad gott.
Elska ykkur
ykkar dottir Lovisa

11:07 pm  

Post a Comment

<< Home