Saturday, January 14, 2006

Óvæntar uppákomur

Hæ – komið soldið síðan ég bloggaði seinast, enda búið að vera mikið að gera (enn og aftur). Haf ekki verið mikil drama og þó. Wany fór til Cape Town að heimsækja afa sinn sem er lasinn. Lofaði að koma daginn eftir, en ekkert bólaði á honum og svo komu skilaboð um að hann kæmist ekki fyrr en daginn eftir, sem varð svo að öðrum degi til viðbótar. Hann vissi fyrirfram að hann kæmist ekki heim aftur daginn eftir vegna þess að það er engin rúta hingað á þeim degi (og það vita allir). Bói gaf honum yfirhalningu og er alveg að truflast þessa dagana þá honum. Traustið fór fyrir lítið út um gluggann og honum var skítsama hvaða áhrif þetta hefði á okkur eða liðsheildina hérna. Vonum að við getum sett þetta aftur fyrir bak og haldið áfram.

Við fórum á Eikina og Vínið um daginn, Diana (unga ekkjan) er komina aftur til vinnu eftir að hafa verið í burtu í rúman mánuð. Gekk ágætlega fyrstu 2-3 dagana en svo í fyrradag þegar við fórum á Eikina og Vínið í hádegismat, fékk hún einhverskonar hjartaáfall í eldhúsinu. Djísus kræst. Við alla vegna drifum okkur að borga og röltum heim. Þá var Ami búin að keyra hana til læknisins, þannig að Bói varð eftir með þeim og ég fór heim, enda matargestir og það meira að segja mjög áríðandi gestir.

Jagúar hefur nefnilega ákveðið að nota Greyton Lodge til að kynna nýja Jaguar XK bílinn sinn og hingað munu koma ca 650 alþjóðlegir blaðamenn í hádegismata og kaffi í ca 30 manna hópum næsta einn og hálfa mánuðinn. Fulltrúar frá Jagúar voru hérna að gera úttekt á staðnum og að prófa matinn, þannig að það voru 650 diskar sem héngu á línunni. Ég náttúrulega rúllaði þessu upp með góðri aðstoð Hófýar. Já, gestir fá að taka þátt í þessari aksjón með okkur. Þetta var nú sem betur fer ekki eins alvarlegt og á horfði með hana Diana. Hún var með alltof háan blóðþrýsting og fékk einhver lyf og skipun um hvíld. Heilsan er orðin mun betri hjá okkur og orkan er smá saman að koma tilbaka eftir þessa vertíð sem er búin að vera hérna. Bói er enn með smá flensu en ég er eiginlega bara orðinn góður. Hófý kom á þriðjudaginn og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Því miður eru báðir bílarnir okkar í frekar döpru ástandi og ekki miklar líkur á að við komumst mikið í burtu. BMW er á verkstæði og núna á að taka hann alvarlega í gegn. Svo verður það Land Roverinn þegar Bimminn er til.

Það voru vel sóttir tónleikar hérna í gær og eiginlega alveg frábærir tónleikar. Það tróð upp bresk Sópran söngkona og rúllaði þessu upp með því að dansa um garðinn meðan hún söng og Ferdi spilaði. Svo tók hún nokkra dúetta með David Alder. Þetta var Margaret Preece sem hefur víst sungið í þessum stóru hlutverkum í Andrew Loyed Webber, sem sagt heimsfræg þó ég hafi aldrei heyrt talað um hana. Never mind. Má
Ekki vera að þessu, það er kominn hvítvínstími og Hófý bíður.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

frábært að Hófý er komin til ykkar, bið kærlega að heilsa henni, manni líður betur að vita af góðri manneskju með ykkur í þessum darraðadansi ykkar...Hér er allt á kafi í snjó, bætir í jafnt og þétt...allt alveg yndislega hreint og fínt, núna er logn,og þessi bláa birta sem er svo frábær...
heyrumst seinna verða að hætta
luv hafdís

5:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ aftur,
núna er virkilega allt á kafi í snjó, sjaldan séð svona mikið, það tók Hafnfirðinga 1 1/2 tíma að komast til vinnu í Reykjavíkinni í morgun...þolinmæðin þraut.....o.s.f.
Það er mikil gay umræða í gangi núna, biskupinn er á móti kirkjuvígslu og líkti því við að kasta hinu heilaga hjónabandi á sorphaugana ef leyfa ætti hommum og lesbíum að giftast í kirkju, Dómkirkjupresturinn er búin að lýsa því yfir að hann er tilbúin að gifta alla, og það á að bera upp þingsályktunartillögu upp á þingi i vikunni um að leyfa giftingu.... alveg er þetta með ólíkindum hvað fólk er að velta sér upp úr, hvernig í ósköpunum nennir fólk yfirhöfuð að vera á móti þessu, hvað kemur fólki þetta við, ég nenni ekki einu sinni að fara með jafnrétti fyrir alla ræðuna.Annars er heitasta umræðan á ísalandinu DV þar sem það birti mynd af manni full size á forsíðu, með nafni og sagt að 2 strákar væru búnir að kæra hann fyrir gróf kynferðisbrot og fleiri með kæru í undirbúningi, manngreyjið fyrirfór sér sama dag, sem er auðvitað hörmulegt, en einnig fyrir þessa ungu menn sem kærðu, af mörgum ástæðum,t.d.nú fellur málið niður,
en það má segja að það hafi verið gerður landsaðsúgur að blaðinu,ritsjtórarnir sögðu upp og eitthvað á þetta að verða minni sori hjá blaðinu,,, en er þetta ekki það sem fólkið hefur viljað sjá, allaveganna selst blaðið vel þegar forsíðan er nógu krassandi, ég held að fólk ætti kannski að líta í eigin barm..
Nú fer að styttast í flutning, byrjuð að pakka hér heima, ætli maður fari bara ekki með búslóðina á snjósleða með þessu áframhaldi,bara eftir að parketleggja og fínisera, og þá er orðið partýhæft....gaman gaman...
Jæja elskur..sakna ykkar og hugsa til ykkar...ástarkveðja
Hafdís

9:13 pm  

Post a Comment

<< Home