Saturday, April 22, 2006

Róleg helgi

Hér er búið að vera rólegt sem er bara ágæt tilbreyting eftir þessar seinustu annasömu vikur. Þetta er rólegasta helgi í langan tíma. Eitt borð í mat í gær, tónleikarnir fámennir og enginn gestur. Eitt herbergi að koma inn í dag. Seinasta helgi var löng fríhelgi þannig að það var brjálað að gera og næsta helgi er líka löng fríhelgi, þannig að trúlega eru bara allir að safna orku núna fyrir næstu helgi. Bærinn er næstum hálfyfirgefinn og hefur ekki verið svona tómt lengi.

Bói er búinn að vera á fullu að ræða við alla og fara yfir málin, sem skilar sér vonandi. Þurfum að fara að stokka upp aðeins í þjónamálunum, getum ekki haft Knoll og Tott hérna eina á vakt. Liggur við að þau séu verri en engin. Þurfum að finna leiðir til þess, vegna þess að það er ekki auðvelt að losna við fólk hérna. Sbr. Gulltönn, sem við höfum ekkert heyrt frá ennþá. Sjáum til hvernig það fer. Vonandi ekki sem “Fried staff filled with stolen things” Fannst þetta brjálaðislega fyndið AK.

Það eru fluttir inn nýjir nágrannar í næsta hús og þau eru eiginlega nágrannar from Hell. Þau hafa gist hjá okkur oft áður og eru yfirleitt drukkin allan tímann. Það voru þau sem voru hérna þegar Gulltönn hringdi á lögguna vegna þess að það stefndi allt í slagsmál. Þau eru nú samt bestu skinn, en ofsalega krefjandi. Þau eru búin að sitja meira og minna hjá okkur alla helgina, og það er ekki auðvelt þegar maður fær ekki einu sinni mínútu frið. Svo var hann mættur eldsnemma í morgun þegar ég var að fá fyrsta kaffibollann minn og var að dásama hvað það væri nú gott að fá frið loksins og ekki einu sinni neinir gestir að gista hjá okkur. Oh Boy, vonandi er þetta bara nýjabrum og þau gefa okkur smá frið. Hann kom með 5 mini bar ísskápa með sér sem við sömdum um að var greiðsla fyrir gistingu þegar þau voru hérna seinast. Þau voru nefnilega að selja gistiheimilið sitt sem íbúðarhúsnæði og þurftu að losna við fullt af dóti. Ég er mjög ánægður með þennan díl. Lyftir upp standardinum á herbergjunum.

Það verður brjálað að gera hjá okkur frá og með fimmtudefinum í næstu viku, vegna þess að það eru að koma hingað u.þ.b. 3000 manns sem eru að taka þátt í Cape Epic, sem er víst lengsta hjólreiðarkeppni í heimi. Er frá George til Cape Town, sem er hátt í 500km. Það er fullbókað allt hjá okkur eins og öllum öðrum í Greyton. Restin gistir í tjöldum. Það má búast við því að það verði allt brjálað á ressanum. Þessa helgi ætlum við nú bara að reyna að taka það rólega og hlaða batteríin. Love and Leave

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til lukku með 47 árin og samtaka nú :)lifi hann lengi og vel, legni og vel,
hann á afmæli hann Villi hann á afmæli í dag. Húrra Húrra Húrra !!! M í norge

9:53 am  
Anonymous Anonymous said...

Já, líst vel á það, slaka bara af öllum kröftum ! Til hamingju með afmælið í dag, elsku Villi minn, það er ekki að spyrja að því, þú náttúrlega bara yngist með árunum eins og ég og fleiri... Verst hvað árin styttast með tímanum. Kær kveðja
Inga

11:51 am  
Anonymous Anonymous said...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Villi, hann á afmæli í dag! Til hamingju með daginn elsku hjartans vinur! Love you,Anna Kristine. PS Og það á ALLTAF að dekra afmælisbarn á afmælisdegi, minntu Guðmund á það.
Knús

1:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar, það var gott að heyra í ykkur í fyrradag og ég vona að afmælisdagurinn hans Villa hafi verið ánægjulegur. Allt gott hér, smá snjóföl !!!! ætlar þessu aldrei að linna, maður bara spyr. Er að fara í smáfrí til Boston í dag og kem aftur á laugardag, fæ aldrei nóg af flugvélum. Var að kíkja á myndavélina mína og fann þar þennan fína fréttapistil frá 2 Hólmurum á leið frá Greyton til Cape Town, sendi ykkur hann á spólu. Hringi þegar ég kem heim aftur, ástar og saknaðarkveðjur til allra. Hofy

10:26 am  

Post a Comment

<< Home