Monday, October 09, 2006

Bóa blogg

Kæru landsmenn og vinir, ef þið haldið að Ísalandið góða sé eitt versta veðursvæði á plánetunni. Hugsið ykkur 2svar um. Hér gerði þvílíkan storm í gær (35°ógeðslegar gráður) og Lodgið leit út eins og hamfarasvæði í morgun. Brotin tré, greinar og blöð út um allt. Verst af öllu var að eitt af þessum aldargömlu eikartrjám brotnaði , (sjá myndir). Frá 35° gráðum í gær og í 14° og rigningu í dag. Arnarnir aftur á fullu eins og í vetur.....

Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér í gær og í dag hjá Volga (og Villi í smá fýlu (stuttri)). Fór til hennar í gær eftirmiðdag á hjólinu hennar (bleiku) sem viðgerðarmaðurinn okkar gerði við. Hafði með mér 10 nýja kveikjara++++ eftir að hún hafði ásakað mig um að hafa stolið sínum. Hafði meðferðis bréf sem ég vildi að hún undirritaði til að lýsa sakleysi mínu (náði að stela 7 tilbaka aftur áður en ég fór heim án þess að hún tæki eftir því) Eins og áður greint frá á bloggi er heilsa hennar ekki góð og því sendum við henni mat daglega. Hún meira að segja dó ( í bókstaflegri merkingu) í höndunum á mér í nokkrar sekúndur á meðan Villi var heima. Nú jæja, á meðan við vorum að karpa um kvekjarana kom svaka vindhviða sem feykti framhurðinni hennar á húsinu hennar af hjörum. Mér tókst með erfiðsmunum að setja hurðina aftur í rammann og tryggja að Kári gæti ekki endurtekið þetta aftur. Í dag, Sunndudag ásakaði hún mig um bæði þjófnað, reyna að drepa sig og í hvert skipt sem hún hitti mig “gerðist” eitthvað dramatískt.

Sendi Jocko (viðgerðarmanninn) okkar til hennar um 4 leitið til að gera við hurðina hennar. Hann kom tilbaka með svartan ruslapoka innsiglaðann með villtri gladíólu sem punt. Ég kallaði náttúrulega út sprgjusveit lögreglunnar og eftir að öryggi starfsfólksins og mitt hafði verið tryggt var pokinn opnaður. Hann innihélt 1 tóma klósettrúllu, 1 tóma vodka flösku ( Smirnoff að sjálfsögðu) og svínakjöt..... sem nú er í rannsókn (örugglega eitrað). Meira fjörið hjá okkur. Á eftir að sakna hennar SVAKALEGA, því hún flytur næstu helgi til De Rust, sem er 4 tíma akstur héðan.

Allt gott af staffinu. Búnir að segja þeim að við séum að hugsa um að selja. Finnum væntumhyggju þeirra og áhyggjum af framtíðinni, en liðsheildin er MJÖG góð. Sit hérna t.d. rétt fyrir rökkur og nýt fuglalífsins í garðinum. Villi er að hvíla sig. Þetta er rólegasta helgin lengi (sem betur fer því það var rafmagnslaust í allan gærdag út af rokinu). Sakna ykkar allra. Sérstaklega systra minna, Lovísu og Gabríels. Kannski hringið þið við tækifæri (sem og öll þið hin.....) Púnktur, búið, bless - Bói

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hó kallarnir mínir, smá kveðja úr rokinu,hvínandi rok og rigning í gærkveldi en engin tré féllu þó í garðinum mínum, ég ösla bara um í laufi upp að hnjám, ég er ekki mjög leggjalöng...og á eftir ætla ég og Sigrún Hauka að fjúka aðeins um elliðaádalinn í haustlitunum. Ísland í dag, venjulegur dagur, Ísland á morgun, þá verða allir í IKEA, stefnumót hjá þjóðinni þar, ný búð að opna þar, stærsta búð á landinu, eflaust verður umferðarteppa, einhverjir ráðherrar að fá sér sænskar kjötbollur,og fólk að versla eitthvað agalega flott sem það vissi ekki að það vantaði....fyrr en það sá það..Annars er ég búin að vera dugleg í þessari búð síðustu vikur,svo ég ætti nú ekki að vera að blaðra þetta....
Huxa til ykkar alla daga krúttin mín, farið vel með ykkur,óver&át,8villt

5:39 pm  
Anonymous Anonymous said...

Eruð þið að safna efni í krimma? Eitrað svínakjöt í poka og villt gladíóla sem innsigli? Þið hafið væntanlega fengið fréttirnar um Róbert. Var að tala við Árna því ég fékk sjokk þegar ég opnaði Moggann í morgun. Hef reynt að senda ykkur SMS, er aldrei kveikt á símanum hjá ykkur??! Hér er hið unaðslegasta haustveður, eða þannig. Hringi fljótlega, knús, anna kr. fyrrum ástsælasta o.s.frv. sem fór yfirum

10:58 am  
Anonymous Anonymous said...

Er allt í eðlilegu lagi þarna? Maður heyrir bara ekki orð frá ykkur!Ekkert blogg og ekkert ríspons! Bráðum nennir maður ekki lengur að tékka á blogginu, þetta er svoddan fréttaleysi elskurnar. Endilega segið okkur hvað er að gerast. Kannski eruð þið búnir að selja og liggið nú í hvítum sandi og sötrið kokteila. knús, anna kr

4:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

bara að kvarta líka. það er ekki gaman að lesa sama bloggið aftur og aftur. Þess vegna langar mig að stinga uppá því að anna fari að blogga svo það verði eitthvað krassandi að lesa þess á milli sem strákarnir blogga. maggi

5:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir strákar mínir,
Að vera eða ekki vera, það er spurningin. Nú eru komnar svo margar spurningar um bloggleysið,eruð þið búnir að selja, er svona mikið að gera, er svo lítið að gera að þið hafið bara skellt í lás og farið í frí, eða er kannski bara rafmagnslaust ? Hér á Ísalandinu er fallegt og kalt þessa dagana, trén að fella laufin unnvörpum, himinninn er bleikur og blár bæði kvölds og morgna og nóttin lengist meir og meir. Það er allt í fastari skorðum hjá ykkur hvað það snertir, sólarupprás á sama tíma nánast allt árið. Nú verður Róbert blessaður jarðsunginn í dag, maður er ekki búinn að átta sig á þessu ennþá. En þetta er lífið, að heilsast og kveðjast. Ég fyrir mitt leyti sendi ykkur kveðju Guðs og mína, hafið það sem allra best, Inga

9:31 am  

Post a Comment

<< Home