Thursday, September 21, 2006

Skemmdir eftir flóðin

Það eru enn að koma í ljós skemmdir eftir flóðin sem voru hérna og það er slatti. Það er búið að skipta um teppi í nokkrum herbergjum. Sundlaugin klofnaði í tvennt vegna þess hve mikið vatn var í jarðveginum og hún var tóm. Það verður vonandi gert við hana í vikunni og svo er heilmikið sem þarf að mála. Þar sem húsin eru byggð með mjúkum múrsteinum, þá tekur það langan tíma fyrir vatnið sem hefur komist í gegn. Þær skemmdir þurfum við að gera bara við jafnóðum.

Ráðstefnusalurinn sem var ný málaður skemmdist líka og það á eftir að koma almennilega í ljós hversu mikið það. Eins var með eitt herbergið, þar er einn veggur rennblautur og það á eftir að taka tíma að þurka hann og gera við þakið. Þetta er slatti, en sem betur fer erum við vel tryggðir. Ég er þessa dagana að fókusera á að Guðmundur nái að hvíla sig sem allra mest. Hann sefur oftast til hádegis og jafnvel lengur. Þetta er mjög ólíkt honum en svona þreyttur er hann nú og heilsan hans er ekki nógu góð heldur.

Ég hef það annars bara ágætt og hvíldin heima gerði mér gott. Er samt að reyna að varðveita orkuna sem ég fékk heima, en finn samt hvernig álagið hérna er mikið og eiginlega of mikið. Erum núna alveg staðráðnir í að setja pleisið á sölu. Er þessa dagana að hreinsa til á skrifstofunni og það kemur til með að taka viku eða tvær og svo verður orkan sett í sölumálin.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæliri vinir og gamann að heyra frá ykkur aftur, verst með alla þessa bleytu á ég bara ekki að send Gulla með hárblásara til ykar :)
Kveðja
Stjáni

4:16 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Hæ hæ jibbý jey og jibbý jó það er komin glæta í strákana !!!

Æ elskurnar þessi setning " Erum núna alveg staðráðnir í að setja pleisið á sölu" gladdi mig óskaplega.

Heilsan kemst þá vonandi í forgang. Elska ykkur.

Ástarkveðja Ása Hildur

4:17 pm  

Post a Comment

<< Home