Saturday, August 05, 2006

Ég er fullur af auðmýkt og þakklæti

Hér er búið að vera mjög mikið að gera og því miður enginn tími til að blogga. Það er ekki auðvelt að vera einn hérna. Vorum fullbókaðir seinasta miðvikudag með afmælispartý sem gekk ofboðslega vel.. Ég var allstaðar, í eldhúsinu, á barnum talandi við gesti og gera allt sem ég geri bara helst ekki, en allt gekk vel og þau voru í skýjunum þegar þau fóru. Því miður varð Anne veik og gat ekki unnið finntudag eða föstudag. Noelle kom og það reddaði öllu. Ég er þreyttur en allt er að ganga vel. Erum fullbókaðir þessa helgi og erum með Steve Newman tónleika á morgun klukkan 12. Áttu að vera í kvöld en vegna allra flóðanna sem hafa verið hérna komst hann ekki.

Ég er að koma til Íslands fljótlega en veit ekki hvenær. Pabbi hans Bóa er mjög lasin og óvíst hvernig það það fer. Er á spítala og lítur ekki vel út. Staffið stendur með mér og er mikil liðsheild og ég er bara stoltur af þeim. Þau eru öll að gera sitt besta og það er meira en ég hef séð lengi. Vinir mínir hérna koma til með að hjálpa mér og GUÐ, vinkona mín, verður með mér og sér til þess að allt gangi vel hérn. Sé ykkur á Jommunni!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kæri Villi minn.
Þrátt fyrir alla erfiðleikana er þó virkilega ljós punktur að þú skulir koma aðeins heim. Bara verð að sjá þig ! Farðu vel með þig, gæskur, kær kveðja
Inga

9:12 am  
Anonymous Anonymous said...

Sæll og heill elsku Villi.
Innilegar samúðarkveðjur tilþín vega Varða,ég veit þetta er afar erfitt fyrir þig líka eins og Guðmund og fjölskyldu, en ég var ansi fegin að heyra að þú ætlar að koma aðeins heim..þér veitir ekki af því..sé þig á jommunni kallinn minn góða ferð heim
Hafdís

3:43 pm  

Post a Comment

<< Home