Monday, September 11, 2006

Ég er mættur aftur...... loksins

Ég er mættur aftur eftir mikið og gott húsmæðraorlof á klakanum. Það voru nú ekki skemmtilegar ástæður fyrir því að ég fór heim, enda dóu bæði tengdamamma og tengdapabbi með 3 vikna millibili. Bói fór strax heim þegar Lillian dó og var með pabba sínum í dauðastríðinu hans sem var mjög erfitt. Því miður hafði hann engan tíma til þess að hitta neina, sá ekki einu sinni barnabarnið. Það fór allur tími hans í að undirbúa jarðafarir og að sinna pabba sínum og fjölskyldu sinni. Ég var mjög stoltur að sjá hvað þau voru samrýnd systkynin, fyrir utan Björgvin bróður hans sem er dópisti og býr á götunni. Hann reyndist systkyninum mjög erfiður og ætla ég ekkert að fara út í þá sálma.

Ég hafði þeim mun meiri tíma eftir að Bói fór út og náði að hitta flesta. Þetta var yndislegt og náði ég að hvílast mjög vel. Náði meira að segja að keyra austur á Egilsstaði aað hitta Öbbu og fjölskyldu hennar. Það var mjög gott að fara þangað og skoða landið í leiðinni.

Hér hefur nú ýmislegt gengið á meðan ég var heima, enda er Bói orðinn mjög þreyttur og reyndar allt staffið, vegna þess hve mikið hefur verið að gera hérna. Hann náði að reka Amie (viðgerðarmanninn), Jacko (garðyrkjumanninn) og Ferdi (Píanóspilarinn). Svo réð hann þrjá nýja starfsmenn, Virgina (þjónn, sem hefur unnið áður hjá okkur), manninn hennar í viðhald og garðinn, Jocko og svo Petro í eldhúsið, hún hefur líka unnið áður hjá okkur.

Hér var flóð meðan ég var í burtu. Það hafði verið met rigning í 3 daga samfellt og Bói vaknaði um fjögur leitið um nóttina og fann á sér að eitthvað væri að. Labbaði yfir á hótelið og óð þá vatn upp á hnjám. Það hafði myndast á á götunni við hliðina á hótelinu sem breytti um farveg og fór inn í garðinn hjá okkur og inn á veitingastaðinn. Bói náði að ræsa út fólk og það var farið strax í að breyta farvegi árinnar sem tókst tiltölulega fljótt. Skemmdir urðu ekki miklar fyrir utan leðju og drullu útum allt. Það þurfti að loka hótelinu í 5 daga vegna þess að vatnskerfið í þorpinu sprakk og það var svo erfitt að gera við það vegna þess hve mikið vatn var allstaðar. Þetta var mjög mikið flóð í Greyton og komst þorpið á forsíðu allra helstu blaðanna í SA. Margir voru með miklu meiri skemmdir en við.

Já það hefur ýmislegt gerst hérna meðan ég var í burtu. Við vorum með Harley Davidson mótorhjóla klúbbinn hérna í hádegismat í gær. Ekkert smá flott 30 hjól sem voru hérna fyrir utan. Set inn myndir seinna.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló essgurnar gott að heyra frá ykkur þó það sé drama, drama, drama. Það er allt við það sama hér í raunveruleikanum á klakanum. Var í Hólminum í síðustu viku, det var dejligt.... Svo var brunað beint úr Hólminum til New York það var crazyyyyyy, grilljón manns út um allt, hávaði og læti eftir því.
Er svo að fara til Kríta í lok mánaðar í vikustopp, það á að hlaða batterýið,fá smá sól í kroppinn og vænaogdæna.
Jæja elskurnar, ástar og saknaðarkveðjur til flestra....
Hófý ps hringi í dag eða á miðvikudag. Luvja

10:11 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ og takk fyrir síðast.
Það er gamann að sjá þig á blogginu aftur og fá fréttir af gangi mála hjá ykkur, en bót í máli meðan allt var stopp hér þá sást sólargeysla bregða fyrir á Jomunni einstaka sinnum

6:52 am  
Anonymous Anonymous said...

Já svo sannarlega heimilislegt að sjá að farið er að blogga allt það heitasta, maður var eins og ansi og vissi ekkert hvað var að gerast í S Afríku! En Villi minn, það var nú algjör óþarfi að taka sólina með þér. Þessi geisli á Jommunni kom sér vel segja menn og ég trúi því vel. Vonandi lentuð þið ekki í miklu fjárhagslegu tjóni út af flóðinu? Ég er enn í svokölluðu "veikindaleyfi" en hef samt verið að vinna eins og brjálæðingur heima. Var að skila af mér opnuviðtali, er langt komin með annað sem birtist eftir viku og ætla að bóka tvö í dag. Einhver segir að ég sé ofvirk, en það er ekki rétt. Alls ekki rétt. Nema síður sé. Reyklaus ennþá, hélt ekki mér myndi takast það í þetta sinn en auðvitað getur maður allt sem maður vill (og vill ekki allt sem maður getur). Fer til Prag með hóp eftir 3 vikur þannig að ég er að bóka og afbóka rútur og restauranta milli þess sem ég skrifa viðtöl. Næst þegar ég fer sem fararstjóri verður það sko á fullum (og það FULLUM) launum, þetta er bara tóm tjara að taka svona að sér fyrir flugmiða og hótelkostnað. Aldrei aftur. En það er nú allt önnur saga og maður á ekki að velta sér upp úr fyrri ákvörðunum. knús og kossar frá Önnu Kristine.

1:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ elsku strákar.. ég reyndi að hringja í ykkur þegar þið voruð hér en það var slökkt á símanum ykkar .. en ég sendi ykkur sms og vona að þið fenguð það... ég votta ykkur mína dýpstu samuð eins og stóð í smsinu ég er er búin að hugsa mikið og fallega til ykkar undanfarnar vikur.. vona að þið náið inná milli að hafa það gott þarna í afríku stríðinu.. þið eigið skilið fálka orðu af stæðstu gerð ;) Gunni biður innilega að heilsa og þruma líka.
xxxxx Jóhanna Maggý
p.s gott að sjá aftur blogg, saknaði þess mikið!!

7:51 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir, Afríkumenn !
Velkominn aftur í bardagann, Villi minn. Mikið var nú gaman að sjá þig loksins um daginn, þó stutt væri. Er nýkomin aftur frá Danmörku, þar sem ég hef sleikt sólina og etið og drukkið eins og mér væri borgað fyrir það, reyndar var það algerlega öfugt. Svo nú reynir maður bara að bíta á jaxlinn og smæla framan í vindinn og vatnið á Íslandi, ennþá með svolitlar birgðir af bjartsýni eftir fríið. Vonandi hefur tiltekt Guðmundar í starfsmannamálunum bara verið til góðs, þetta er endalaus barningur greinilega. Bestu kveðjur til ykkar í baráttunni, Inga

9:33 am  

Post a Comment

<< Home