Friday, September 22, 2006

Bóa blogg

Elsku öll

Þið sem þekkið mig vitið að ég nenni ekki löngum símtölum eða tölvum, þess vegna handskrifa ég þetta blogg og bið Villa að “skutla “ því á netið...

Sit hérna einn á einum fegursta síðdegi lengi. Vorið er hér og allt í blóma, orkideurnar okkar, rósirnar, köllurnar, wisterían, epplatrén, plómutrén og í raun allt það fallega sem Almættið skapaði. Er að drekka í mig orku frá allri þessari fegurð.

Ýmislegt hefur gengið á eins og venjulega..., en við Villi erum að ná in í öll hornin á þessari gríðarlega stóru eign.

Er sjálfur búinn að reka 3 starfsmenn + eiginmaður eins kokksins (sá sem hótaði mér lífsláti fyrir ári síðan) hefur fengið skilaboð frá mér um að lát ekki sjá sig aftur nálægt hótelinu.

Heilsan er skítsæmileg, skánaði eftir að Villi kom tilbaka. Lenti reyndar í “blackouti” þegar ég sótti Villa á flugvöllinn og endaði niðrí Höfðaborg og þurtfti 2 klukkutíma til að jafna mig áður en ég gat farið á flugvöllinn að sækja Villa sem hafði beðið í 3 tíma eftir mér.

Sorgin eftir andlát mömmu og pabba hefur inn á milli verið óbærileg. Sakna systra minna og ykkar allra fóðu vina á Íslandi. Tíminn heima var svo óraunverulegur (hitti ekki einu sinni barnabarn okkar, hann Gabríel) og núna smá saman (eins og lífið er gott), fæ ég sorgina í skömmtum sem ég vona að hjartað mitt ráði við. Kveðju stund okkar systkinanna, þegar ég fór mun aldrei hverfa mér úr minni. Ekki heldur fegurð og reisn þeirra við útför mömmu og pabba.

En lífið heldur áfram. Það er “gott” að hugsa til þess að tími þeirra hérna í jarðnesku lífi og ást þeirra hvert á öðru náði yfir móðuna miklu. Ástar þakkir til ykkar allra fyrir virðingu fyrir minningu mömmu og pabba og vináttuna ykkar.

Mér finnst sjálfum gott að vera kominn heim til Greyton og byrja svo kallað “normal” líf. Villi þessi elska hefur séð vel um mig, ég er búinn að taka nokkur alvarleg reiðiköst á honum, plús grenjað heilmikið.

Hótelið er að verða eins og Ráðhúsblóm, BRJÁLAÐ að gera allar helgar og komin tilfinning fyrir öfugum eignahlutum. Hótelið á okkur, en ekki við eigum hótelið. Starfsfólkið er búið að vera ÆÐISLEGT (allt of fátt miðað hvað það er mikið að gera.....)

Nenni ekki meiru. Búið bless

Ps. Stjáni, endilega sendu Gulla til okkar með blásarann!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já já, á nú bara að fara að blása sig og dúlla í sér þegar mest er að gera?! Ef Gulli kemur með blásarann, þá mæti ég með sprayið og glamúr spennur. Gjöra svo vel bara að passa sig, þegar þú segir að heilsan sé skítsæmileg þá er hún ekki góð, svo mikið er víst. Passa sig Guðmundur, Hvíla sig nokkrum sinnum á dag, þótt það sé bara í litla stund í einu. Nota jógaöndun etc. Hér er kvöldsólin farin að kveðja alltof snemma, nú sé ég til dæmis bara ljósin á Kjalarnesi blakta en ekki á Akranesi Þar af leiðandi mun ég ekki sjá aftur fyrr en í vor þegar fuglarnir koma einn á fætur öðrum, velja sér báru til að láta bera sig og sofna í tugatali á öldunum. Það er hrikalega sætt og róandi, besta svefnlyf sem ég hef fengið. Nú er ég að raða í mig lakkrískonfekti, ekki beint hollusta á þessum bæ í þessu augnabliki. Í hádeginu á morgun kemum vinkona mömmu sem býr í Kandada í hádegismat til mín með mömmu og 2 öðrum vinkonum. Þetta verður svona léttmeti og kósiheit. Hafið það gott elsku strákar, njótið lífsins og ekki hugsa of mikið um sorgina, en þegar hún kemur, sem hún gerir alltaf, aftur og aftur, þá á að leyfa tárunum að streyma og tala um mömmu og pabba, minnast alls hins fallega og góða. guð gefi þér styrk Guðmundur minn í sorginni og ykkur systkinunum. Knús og margir kossar frá hressilegu haustkvöldi í hringiðu hamingjunnar, Boðagranda í Reykjavík. Anna

9:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég, yfirgrenjuskjóðan náði nú auðveldlega að grenja vel yfir þessu bloggi, mikið óskaplega vildi ég að ég gæti á einhvern hátt létt þér sorgartímann með því að vera hjá þér elsku Guðmundur minn,en þú mátt vita að ég hugsa til þín mörgum sinnum á dag, var síðast í gærkveldi á spjalli méð múttu um þig, hún sagði mér að hún hefði hringt í þig.Ekki leist mér nú of vel á Molotv kokteilinn sem þú ert að fá þér, þú veist eflaust hvað ég á við, þú VERÐUR að fara þér hægt og hugsa vel um þig, við ætlum að verða gamlir vinir og þá meina ég alvöru gamlir vinir...seljið nú slottið og kaupið röndótta sólstóla, þykkar bækur og sólarvörn, og slakið á, komið ykkur fyrir á bjútífúl stað, og sjáið svo til eftir ekki minna en 6 mánuði hvað og hvar þið viljið vera á jarðarkringlunni.
Kyrjið þangað til Christaníu sönginn, I kan ikke slá os ihjel, I kan ikke slå os ihjel,...
Farðu vel með þig krúsin mín,ástarkveðjur Hafdís

7:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

æ hvað þetta var hugljúft bréf minn fagri Bói (þú ert líka fagur samt Villi minn), og eg samhryggist þér innilega með mömmu þína og pabba! ég hef bara ekki kíkt á ykkur svo lengi, alltaf brjálað að gera hjá mér, og mikið er gaman að heyra hvað er brjálað að gera í Greyton líka:) Þið standið ykkur eins og ævinlega, vildi að það væri bara hægt að hoppa til ykkar í heimsókn þá kæmi ég við annað kvöld og við fengjum okkur Don Pedro og spiluðum svosem eins og eina gúrku með sigti á hausnum;)...og jóhanna og þrumsa kæmu líka:)
en já ég bið að heilsa öllum, jafnt reknum sem óreknum;) og knúsið hvorn annan í bak og fyrir frá mér
knúsar og kossar ykkar Gússý (fröken bxxxxxxgóð)

11:37 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Elsku Guðmundur takk fyrir að blogga, það er svo mikilvægt fyrir okkur heima að halda þessarri línu á milli okkar.

En annars bara ætlaði að óska þér til hamingju með daginn besti mágur í heimi

Kveðja Ása Hildur

10:15 am  
Anonymous Anonymous said...

Bara að senda hamingjuóskir þótt mér sýnist þið æ sjaldnar vera við tölvuna!Til hamingju með afmælið Guðmundur minn, nú getur maður fengið sér tertu og kennt þér um kaloríurnar! Knús og kossar, njóttu dagsins og kysstu Villa!
Anna Kr.

10:42 am  
Anonymous Anonymous said...

heja ég ætla rétt að vona að afmælisfaxið hafi komist til skila og sms í gær...annars er hér ein síðbúin kveðja ti afmælisbarnsins,
yndislegur haustmorgun með smá braki í loftinu, stillt og kyrrt, er þurrka af skúra og bóna eins og sannri húsmóðir sæmir á laugardagsmorgni..., reyndar er ég að koma húsinu í lag eftir allt á hvolfi vikur, eftir að baðherbergið var tekið burt, ásamt veggjum og tilheyrandi, og nýtt sett í staðinn, svo nú er það jólahreingerningin,dadaradddadadda...,grenjaði yfir myndum í Mogganum í morgun,Jökla Austfjarðardóttir hennar líf var að fjara út,og Lóna Kárahnjúkadóttir er að drekkja landinu, fánann í hálfa stöng...
Smá morgunhugleiðingar með rykinu og drullunni heima hjá mér...sem er víst ekki mikið í samanburði við það sem barst inn til ykkar á dögunum...Ástarkveðjur til ykkar,litla afmælisbarn og Villi minn. Hafdís tudefjæs

11:18 am  

Post a Comment

<< Home