Saturday, September 30, 2006

Bóa blogg

Stutt í þetta sinn (eins og alltaf). Takk fyrir vináttuna ykkar sem er einstök og allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk í gær. Erum þrátt fyrir all sem á hefur gengið á, ákveðið að þeta Guðs yfirgefna land (blessað í öllu sem vex og blómstrar) verður heimalandið okkar í e-r ár í viðbót ef Guð lofar.

Tinfinningalífið er að skríða saman aftur (.....?) Hef ekki þurft að “bögga” Villa síðan á laugardaginn, en við erum svo mikið að sjá uppskeru erfiðins hérna með starfsfólkinu. Traust þeirra til okkar er svo augljóst og með öllum vinnu umsóknunum eru Víkingarnir þrátt fyrir allt að gera e-ð rétt. Erum sennilega að borga hæstu launin og þjórfé í Greyton. “Gamla” starfsfólkið sem yfirgaf okkur fyrir nýju veitingastaðina í Greyton er allt búið að sækja um vinnu HÉRNA aftur. Förum okkur rólega í því öllu og biðjum frekar þá sem eru núna að vinna hérna að vinna extra harðar.

Liðsheildin er góð, en það er eitt rotið epli (a.m.k.) því hlutir eru að hverfa, EN það nýja er að staffið er er farið að segja okkur hvað sé að gerast. Loana er núna að finna út úr því hver hafið stolið 15 skömmtum af fisk í síðustu viku. Það verður auðvitað okkar að taka á því, en þetta er mun auðveldara en í startinu.

Hef það gott (er þreyttur.........,en hver er það ekki á Ísalandinu bláa) Hafið það öll sem best. Sakna ykkar.
Bói

Ps. 33°C hiti í dag. ÖMURLEGT.........., kýs 14 gráðurnar heima frekar.
Búið - bless

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já þetta er agalegt með steliþjófana (eða þjófinn)! En 33 stiga hiti! skammist ykkar, það er oooof kalt hérna á klakanum, buuurrrrrr og ég er í OF leiðinlegum tíma í samningarétti:( það væri ekki amalegt að vera komin til ykkar í sossem eins og einn don pedro, ég gæti líka plokkað eitt lag fyrir ykkur á veröndinn þar sem ég er orðin svo klár á gítarinn minn:) gerum það við tækifæri í framtíðinni!
Love la Gúss (Gússý)

3:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Báru blogg, skrifa f.h. ömmu dreka sem situr hér við hliðina á mér, erum að skoða íslendingabók og leit uppi eitthvert gamalemenni handa henni sem á ættaróðal,með fjósi? ef þið vitið um einhvern....
Eivör hljómar í tv syngjandi íslenska söngva, rólegheitahelgi framundan, mamma er að fara í sherrrí á Jommuna á morgun með vinkonum sínum og eflaust ætlar hún eitthvað að þukla á einhverjum druslum í leiðinni, svona til að fá smá sigg á puttana, við hin köllum þetta að shoppa....það var sett bréf í póst til þín Guðmundur minn í dag, til Langtbortistanlandsins, þú færð það kannski fyrir jól, sendi jólakortið í næstu viku........
Ástarkveðjur og passa molotov kokteilinn, ekki hræra of miklu saman í mallakút...luv...mæðgurnar í haustlaufaregninu í Árbænum á góðu kveldi.....8villt og amma dreki

8:50 pm  

Post a Comment

<< Home