Monday, December 25, 2006

Gleðileg jól

Og farsælt komandi ár óskum við ykkur úr hitanum hérna í SA. Það verða ekki mikil jól hjá okkur enda brjálað að gera. Hér fara allir út að borða á jólunum og það er partý stemming. Sem þýðir að verðum hlaupandi. Vorum með 140 manna brúðkaup seinustu helgi og annað 65 manna í fyrradag og svo kom 25 manna hópur frá “elliheimilinu Grund” í lunch. Það hefur ekki verið mikill tími til að hvíla sig, en það er vertíð og mikil uppgrip. Allt gengur vel og vonandi heldur það áfram. Hef því miður ekki tíma til að blogga meira að sinni. Verð að halda áfram að hlaupa í 40 stiga hita með svitann lekandi af manni....... Eigið þið öll frábær jól !

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól!

Árni Sal.

1:53 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar, og gleðileg og jólin, mér hefur ekki tekist að hitta á ykkur í símann, og er þá líklega skýringin annirnar hjá ykkur. Héðan er allt þetta fína að frétta, nóa konfektið,jólaölið makkintosið og steikurnar á sínum stað í maganum, komið mislangt í ferlinum hjá manni, maður bíður bara eftir að komast í kósífötin á kvöldin, var að klára 3ju veisluna núna á þremur dögum, skötuveislu á Þorlák með ca. 20 manns,þar sem hamsatólgin rann ljúflega niður með kasúldnum fisk, hjá sumum allaveganna, aðrir létu sér nægja saltfisksalat ala Hafdís, Hele famelíen hér á aðfangadag, alveg frábært kveld með súper góðum mat, og hálfum gám af pökkum...núna í kvöld voru svo krakkarnir hans Jóa...Veisluhöldum í Árbænum lýkur svo á laugardaginn með ca. 50 manna veislu f. Jóa fjölskyldu með Bingó og Trivial...Vonandi hafið þið eitthvað geta jólast og átt góðar stundir núna elskurnar mínar, farið vel með ykkur, ´´eg mun halda áfram að reyna ná sambandi við ykkur símleiðis, þangað til Love, Hafdís

9:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg Jól!

Bestu kveðjur!

Arndís Hrund (konan hans Árna Sal)

9:09 am  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól og gott nýtt ár óskum við ykkur maggi og co í Norge

11:04 am  
Anonymous Anonymous said...

Elsku strákar
Bestu jóla- og nýjársóskir frá okkur öllum hérna í 0513.
Ég skála við ykkur í kampavíni, svona í huganum, eftir lokun.
Ástar- og saknaðarkveðja
Systir Sigurjón

1:41 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar og gleðilega rest. Vona að allir hafi það gott á ykkar bæ. Allt gott að frétta héðan, fór vestur um jólin, ætlaði að fara seinnipart 22. en komst ekki sökum veðurs.... Var að lenda frá USA og er að fara að sofa. Heyrumst á nýju ári. Ástarkveðjur til allra, luv Hófý

9:10 am  

Post a Comment

<< Home