Monday, November 27, 2006

Meiri staffa fréttir

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. Ég er búinn að vera á fullu að vinna í tryggingarmálunum, svo við förum vonandi að fá einhverja peninga í skaðabætur útaf skemmdunum. Vorum fullbókaðir um helgina og brjálað að gera á ressanum. Þetta gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig. Erum svo tpir með mannskap, sérstaklega þjónana. Carmen hringdi á föstudaginn grátandi. Amma hennar var fárveik og lá fyrir dauðanum, og Carmen gat ekki komið í vinnu. Leit út fyrir á tímabili að við hefðum bara einn þjón á föstudagskvöldið þegar við vorum með rúmlega 60 manns í mat. Það reddaðist á endanum og allt gekk ágætlega

Það eru búin að vera mikil leiðindi í gangi útaf vaktlistanum. Anne hafði breytt honum og það ruglaði alla og pirraði. Sumir notuðu tækifærið og breyttu sínum eigin vöktum. Jocko fékk sér einn auka frídag. Anne var að springa útaf þessu, en við sögðum henni að þetta væri soldið hættulegt, vegna þess að staffið kenndi henni um að hafa breytt vöktunum. Undirbúningur fyrir föstudagskvöldið hafði verið frekar slakur og Bói var búin að ítreka við hana trekk í trekk að sjá til þess að það væri salt og pipar, kerti og blóm á öllum borðum. Endaði með því að Bói náði að redda þessu á seinust mínútu. Ég var læstur á barnum þegar Gina kom og sagði mér að Anne hefði labbað út. Ég setti hana á barinn og fór strax á eftir Anne, hélt ég myndi ná henni á leiðinni heim, en hún var komin heim til sín þegar kom þangað. Hún sagði að Bói hefði verið á eftir henni allan daginn, með tuð og allt staffið líka útaf vöktunum og að hún væri búin að fá nóg af þessu. Vildi ekki vera Vaktstjóri lengur. Við spjölluðum smá stund og mér tókst að fá hana til að koma aftur. Við ákváðum að ræða þetta eftir helgina og sjá hvernig við getum leist þetta. Á meðan var Bói hlaupandi að tékka inn gesti, vera á barnum og að þjóna. Ég gleymdi alveg í látunum að láta hann vita. Jæja það féll allt í ljúfa löð og allt gekk vel.

Bói fór með Jocko til Caldon með bílana í viðgerð í seinustu viku. Þeir komu við hjá foreldrum Jocko og fengu kaffi. Pabbi hans Jocko varaði Bóa við að láta Jocko keyra vegna þess að hann væri ekki með bílpróf. Jocko hafði logið að okkur að hann væri með bílpróf, en hefði týnt skírteininu. Við vorum nú ekki ánægðir með þetta. Við höfum látið hann keyra annað slagið fyrir okkur, en nú er það búið. Jocko var gerð grein fyrir því að hann hefði logið að okkur og þetta væri mjög alvarlegt, vegna þess að bílarnir okkar og farþegar væru ekki tryggðir ef eitthvað kæmi fyrir, ef maður væri að keyra án þess að hafa bílpróf.

Bói er búinn að vera með flensu, eins og líklega flest ykkar. Ég hef reyndar ekki (7-9-13) fengið flensu síðan ég flutti til SA. Ég var farinn að hafa ansi miklar áhyggjur af heilsunni hans og sagði honum loksins að ef hann færi ekki til læknis, þá myndi ég handjárna hann og fara með hann sjálfur til læknis. Hann alla vegna fór og það voru teknar blóðprufur og niðurstaðan var að hann væri bara með flensu. Hann sagði lækninum að vera ekkert að hringja í hann með niðurstöður úr blóðprufunum, vegna þess að hann hefði engaqnn áhuga á að vita þær ef allt væri í lagi. Hann sagði lækninum meira að segja að hann hefði aldrei ætlað að borga 180 rönd bara til þess að fá að vita að hann væri með flensu (sem hann vissi mjög vel). Læknirinn hringdi í dag og sagði að allt væri í fína með blóðið, kólestreólið væri komið í mjög gott lag og hann væri eins og “fit as a fiddle” eins og ungur maður í góðu formi. Bói var ekki ánægður með að hann hefði eytt tímanum sínum í að hringja til að segja honum það sem hann vissi sjálfur. Djísuss hvað hann getur verið kaldhæðinn stundum.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ elskurnar, greinilega allt við það sama hjá ykkur,ég hugsa að það væri sama hvað þið tækjuð ykkur fyrir hendur í framtíðinni, þið mynduð klára það allt með sóma, þið eruð orðnir þvílíkir reynslubrunnar í mannlegum samskiptum,uppákomum og neyðartilfellum að það hálfa væri nóg, Kannski þið ættuð bara að fara næst í að vera með námskeið í þessu öllu saman. Um helgina á að taka jólajól með trukki, ég var að spá í hvað ég ætti að leggja áherslu á í jólaþrifunum, og komst að því að það væri ofninn í eldhúsinu,sem væri veikasti hlekkurinn, og þar sem ég veit ekkert leiðinlegra að þrífa eldgamla ofna með 30 ára matarsögu frá öðrum en mér, ákvað ég nú bara eiginlega að henda honum.....svei mér þá...og þá er jólahreingerningu lokið. svo skvettir maður bara smá Ajax í hornin, hengir upp jóladótið, kveikir á kertum, og er með dimmerinn á low í öllu húsinu.
Hringi fljótlega krúttin mín, ástarkveðja Hafdís

11:40 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ aftur,, ohh er alltaf að bíða eftir bloggi sniff sniff, er búin að reyna að hringja 2svar, en það hringir bara út, er búið að loka sjoppunni...Allt það fína hérna megin á hnettinum,er að fara í jólafrí í næstu viku, núna eru bara jólaboð og huggulegheit alla daga, maður nennir ekkert að fara að sofa, vil bara vera á ferðinni í heimsóknum og vinaleik. Jólaverkstæði Báru er á fullu, framleiddir hurðakransar, skreytingar o.s.v. i lange baner, stóra barnabarnið er í Köben, og eina sem Amma dreki vildi að hann kæmi með er húslaukur, hún er búin að fá kastaníurnar sínar, fundum þær í garði í Stockholm, svo hún er alsæl...Ástarluv, reyni að ná ykkur í símann...einhver hlýtur að taka upp tólið ef ég læt hringja nógu lengi...Hafdís loksins jólabarn.

8:21 am  

Post a Comment

<< Home