Friday, November 10, 2006

Hæ essgunar

Búin að vera róleg vika. Við vorum með hópefli í gær sem gekk mjög vel. Reynum að hafa það einu sinni í mánuði. Byrjuðum með bæn sem Bói gerði og var um að heila þann einstakling sem væri að stela og að byggja okkur öll upp sem einstaklinga og liðsheild. Svo bundum við okkur saman (eins og Ragna gerði hérna). Themað var ást og skilningur. Við bundum okkur saman með þeim orðum að við værum að bindast vegna þess að við viljum vera saman eins og ein heild og við losuðum okkur úr böndunum með þeim orðum að við elskuðum hvort annað. Siðan voru allir spurðir “Ef ég ætti þetta hótel, hverju myndi ég breyta” (ITC er oft að hjálpa mér), Merkilegt hvað kom. Það voru mörg komment um hversu ánægt fólk var í vinnu hjá okkur.

Fólk ætlaði ekki að breyta miklu, ánægt með hversu mikla fegurð og andrúmsloft sem við höfum skapað. Kom mikið af kommentum um leiðsheildina, Charlene (eldhús) að vinna í garðinum, Bradley (kokkur) að vinna í viðhaldi, Margaret (eldhús) að vinna í þvottahúsi) Þjónar að strauja o.s.frv. Eitt fallegasta kommentið var frá Bradley, þar sem hann sagði að hann myndi gefa okkur aftur hótelið vegna þess að hve vænt öllum þætti um okkur og hvað allt gengi vel. Það voru mörg önnur falleg komment sem vermdu hjartað mikið. Greinilegt að að við höfum sterka liðsheild og ég heldar reyndar að við höfum aldrei haft eins gott staff og við höfum núna. Höfum sjaldan verið eins ánægðir með hópefli sem við höfum gert hérna.

Fórum í réttarsal í dag útaf NFH (nágrönnum frá helvíti). Vorum vel undirbúnir. Með bréf frá gest sem gisti hérna þar sem hann lýsti ofbeldinu og hávaðanum frá NFH og eins frá nágranna þeirra sem býr hinum megin við þau og eru skíthrædd við þau. Dómskerfið er nú soldið skrítið hérna. Herra Otto (NFH) er búinn að mæta 3 í réttarsalnum áður og þegar við mættum þá sagði dómarinn að þessu yrði frestað til 28 mars á næsta ári. Er ekki alveg að skilja þetta system. Var alls ekki þægilegt að hitta Otto þarna.

Anne var líka í dómstólnum vegna þess að hún barði vinkonu sína fyrir að hafa hafa verið manninum sínum. Hún kom að þeim heima hjá henni og barði vinkonuna sem kærði hana. “Jenna” (assgotans, eins og við segjum í SA). Svo voru náttúrulega fullt af erindum sem við þurftum að útrétta, eins og alltaf. Við heyrðum að Otto hefði komið til Greyton fljótlega eftir réttarhöldin og löggan hefði komið strax. Hann tæmdi húsið af öllum fötum og persónulegum hlutum, þannig að Alexis (“X konana hans”) er núna ein. Eins og það sé nú eittthvað betra. Er með “personal bodyguard”. Hún var nú að spila svo háværa tónlist í gær að ég hringdi tvisvar í lögguna útaf tónlistinni sem var að gera útaf við okkur.

Erum með brúðkaup um helgina sem er að gera okkur alveg klikkaða. Það er svo yfir skipulagt að brúðurinn að gera okkur klikkaða. Veit að allt gengur samt vel.

Takk enn og aftur fyrir öll kommentin

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar, gott að heyra frá ykkur og í Bóa í gær. Hér er allt orðið hvítt, smá föl.... Það góða við snjóinn er að þá verður bjartara (tilvitnun frá Pollyönu). Það er komið á hreint, allavega í bili að ég er ekki að koma til S-Afríku í næstu viku, fer bara til Ghana, held ég taki Pollyönu með í túrinn. Svona er flugbransinn, síbreytilegur. Annars allt þokkalegt af mér og mínum að frétta. Hringi frekar fljótlega aftur. Ástarkveðjur til allra. Hófý

10:11 am  
Anonymous Anonymous said...

Ef ekki fer fljótlega að lægja þá mun Ísland fjúka af stað, þannig að líklega koma Hófý, Hafdís, Kristján og við öll fljúgandi til ykkar. Þá verður nú kátt í höllinni. Erum á fullu að undirbúa kröfufundinn 25.nóvember, sem kom í ljós að er alþjóðlegur baráttudagur S.Þ. gegn ofbeldi á konum (frá 1998). Það er sem ég segi, það eru engar tilviljanir til.
knús og koss, Anna Kr.

2:26 pm  

Post a Comment

<< Home