Monday, November 13, 2006

Brúðkaupið gekk alveg brilliant

Brúðkaupið gekk alveg brilliant

Þrátt fyrir að brúðurin hafi verið að gera okkur gersamlega vitlausa. Hún var búin að skipuleggja þetta alltof mikið og hafði áhyggjur af öllu. Við vorum í því að fullvissa hana um að við hefðum gert ég veit ekki hvað mörg brúðkaup hérna og þetta myndi allt saman ganga eins og í sögu. Þetta var 50 manna brúðkaup sem okkur finnst nú ekki vera neitt svakalega mikið og við vorum búnir að skipuleggja og undirbúa allt mjög vel. Þetta varð mjög seint kvöld. Við rákum seinustu gestina í rúmið um þrjú leitið. Svo vorum við komnir á fætur 7 um morguninn að ná í staffið og undirbúa morgunmat. Við vorum gersamlega búnir þegar þau fóru eftir hádegi. Ég fór heim og lagði mig, en Bói sleppti því að hvíla sig. Svo kom inn ráðstefna í gærkvöldi og seinust gestir tékkuðu sig inn um 2 um nóttina, vegna seinkana á flugi. Bói vakti eftir þeim. Skil nú ekki eiginlega úthaldið í honum Heilsan hans er alltaf að verða betri og betri. Reikna nú með því að hann komi til með að sofa í allan dag, eftir þessa törn. Þetta er lítil ráðstefna svo það er ekki mikil vinna við hana.

Takk fyrir öll kommentin. Gangi þér vel með þöglu mótmælastöðuna Anna K

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Guðmundur! HVÍLA sig. Þú mátt ekki ofgera þér, hlýða Önnu frænku. Blessuð brúðurin, svona fólk þekki ég svo vel, þetta með yfirskipulagninguna. Eins og ekkert verði nógu gott nema hrært sé í hlutunum, aldrei að treysta fagmönnunum! Nú er sko kalt strákar, brrrrrrrrrrrrrrrrr. En alla vega er brúðurin hamingjusöm að sjá á þessum myndum og hefur greinilega fattað í miðri veislu að ykkur væri 100% treystandi.
knús og koss, Anna Kr.

3:13 pm  

Post a Comment

<< Home