Sunday, June 17, 2007

Erum við að verða óþarfir hérna?

Búið að vera rólegt að gera hérna þangað til þessa helgi sem var fullbókuð. Hér eru hlutirnir farnir að ganga svo vel (7,9,13) að við erum bara næstum óþarfir, sem er gott. Ekki verið neinar krísur í langan tíma og allt gengur mjög vel. Við erum farnir að slaka soldið á og farnir að umgangast fólk aftur. Við fórum varla útaf hótelinu í langan tíma og alltaf á vaktinni að passa upp á allt.

Við vorum að fá hund sem við skirðum Happy. Þetta er hvolpur sem fannst nær dauða en lífi í Cape Town ásamt bróður sínum. Þeir voru í 10 daga á dýraspítala með næringu í æð. Bróðirinn hafði það ekki af en Happy er allur að koma til þó hann sé skinnhoraður. Þetta er einhver blendingur og hann er mjög vel gefinn. hann er búnn að læra að hann má ekki fara inn á hótelið og er næstum hættur að urra eða gelta á starfsfólk og gesti. Hann er soldið nervös, enda átt erfiða ævi sem er nú aðeins ca 3 mánuðir. Við fílum hann í tætlur og hann okkur. Fylgir okkur eins og skuggi út um allt. Er hann ekki sætur? Annars er nú bara lítið að frétta af okkur. Þess vegna hefur bloggið verið svona lélegt hjá mér undanfarið.

4 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

HÆ hæ

Gleðilega þjóðhátíð

Þetta myndi ég nú segja að væru stórfréttir. Vonandi getið þið þá notið lífsins aðeins og kíkt á afríku og kannski skroppið heim? Kringum 20 júli mæli með því, þá kemur Stebbi og við stefnum á fjölskylduferð.

Til hamingju með hundinn.

Ástarkveðja af Sléttó

11:22 am  
Anonymous Anonymous said...

mikið gotta að sjá svona hlutlaust blogg, lífið má líka alveg vera svoleiðis, ekki alltaf svona stanslaust stuð eins og búið er að vera hjá ykkur...Er á síðustu metrunum í vinnunni fyrir sumarfrí, rólegt að gera, og bara farin að hlakka til að fljúga til DK, og vera í nostalgíu fíling með sjálfri mér í 10 daga upp í sveit, að mála og taka þátt í morgensang, aftensang og alt muligt...og ég sem dröslast með þá skömm í 40 ár að hafa verið rekinn úr kór í Hlíðaskóla hjá Guddu gaul, kannski ég fái uppreisn æru í sveitasælunni í Engelsholm slot...Framhaldssögur úr garðinum mínum, ég á 27 ofurstóra túlípana, rosaflotta, lirfuétna runna í metravís, 1 burkna að vestan, og lítið grenitré í beði, 1 blómarunna, sem veit að ekki að hann á að blómstra, og svo fullt af stórum trjám..reyndar búin að fækka um eitt 10m hátt, hana Ösp. Þetta er flutningasumarið mikla, það eru bókstaflega allir að flytja í kringum mig, er að ganga hjá fólki...farið vel með ykkur elskur, hún Hlín í Mosó biður svaka vel að heilsa, hún er búin að opna risastóra búð í nýjum kjarna, flott búð hjá henni og hún alltaf jafnelskuleg og sæt. 8villt

10:54 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ strákar og til hamingju með Happy! Sá hlýtur að vera hamingjusamur hjá ykkur. Vona að hann fái allt það besta sem á boðstólum er á veitingastaðnum. Mikið er gott að heyra að allt gangi vel. Tek undir með Ásu Hildi óskir um að þið kíkið heim. Á laugardaginn verðum við Lízella veislustjórar í brúðkaupi þar sem S-Afríkumaður giftist íslenskri, allt fer fram á ensku. Er að fá enn einn Tékkann í heimsókn. Goði er að fara í sumarbúðir, líklega í dag eða á morgun. Þá verður nú tómlegt hjá frúnni get ég sagt ykkur. Frétti að mér yrði boðið í partý þann 6.7.! Jess, bíð eftir kortinu. Hafið það gott elskurnar og reynið endilega að kíkja á okkur hér áður en við leggjum upp laupana. Knús og kossar frá fyrrverandi ástsælustu os.frv. sem fór yfirum á aðventunni 1999.

11:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Sælir, elskurnar.
Eruð þið nokkuð alveg farnir í hundana ? Spyr vegna viðvarandi bloggleysis hjá ykkur. Ekki þar fyrir, Happy er alveg gríðarlega fallegur, ábyggilega alveg hægt að eyða dögum saman í hann. Ég var í fríi í Frakklandi og Spáni á dögunum, hitti þar Wilnu Wilkinson sem bað vel að heilsa ykkur báðum. Hér á Fróni er búið að vera tiltölulega langt sýnishorn af alvöru sumri, sólskin og lítill vindur dögum oftar. Hlýtur að vera hlýnunin vegna gróðurhúsalofttegundanna.....
Úr mínum garði er best að segja sem minnst, og nú er ég að tala um garðómyndina fyrir utan húsið mitt. Hver fattaði eiginlega upp á því að það þyrfti endilega að vera gras og svoleiðis drasl í kringum hús ? Og enginn slær það nema MAÐUR, og ég er að bilast á því. Jájá..
hafið það sem allra best, drengir mínir, kær kveðja Inga

1:20 pm  

Post a Comment

<< Home