Sunday, December 30, 2007

Gleðileg jól

Hér hefur verið ansi mikið að gera síðan ég bloggaði seinast. Um miðjan desember héldum við árshátíð með staffinu og fórum til Hermanus. Fórum á ströndina og höfðum það gott þar (við Bói brunnum ansi illa, enda orðnir óvanir sólinni. Höldum okkur alltaf í skugga eins og Suður Afríku búar flestir gera). Fórum síðan í hádegismat á veitingastað og það var mikið fjör. Gáfum öllum peninga í jólagjöf og allir fóru að versla fyrir jólin. Héldum síðan heim á leið og enduðum hérna í garðinum þar sem við dönsuðum og skemmtum okkur áður en allir fóru heim. Eftir þetta er búið að vera tjúllað að gera, sérstaklega á ressanum.

Hér hafa jólin farið gersamlega framhjá okkur sökum annríkis. Það er mjög algengt hérna að fólk fari út að borða á jólunum, sérstaklega á jóladag sem er aðal málið hérna, þannig að þessi jól hafa verið eilíf hlaup hjá okkur. Margir veitingastaðanna hérna hafa lokað á þessum tillidögum og suma dagana höfum við verið eini staðurinn sem er opinn sem þýðir náttúrulega að það er mikið að gera sem er að sjálfsögðu gott fyrir bissnissinn. Við komum til með að halda upp á jólin um miðjan janúar. Förum líklega í picknik niður að á með SOS hópnum okkar (Spontanious Organized Sosializing).

Við opnuðum svo pakka á jóladag. Við gefum staffinu alltaf einhverja litla gjöf auk peninganna. Í ár skipulagði Hilca-Ann gjafaleik. Allir áttu að kaupa gjöf sem mátti ekki kosta meira en 50 rönd (500 ISK). Við drógum okkur hverjum við áttum að gefa. Ruwayda átti að gefa mér og ég átti að gefa Margréti í eldhúsinu. Fann fína skyrtu handa henni. Þetta var mjög skemmtilegt og í fyrsta skipti í nokkur ár fékk ég jólagjöf. Við Bói erum alveg hættir að gefa hvor öðrum gjafir, fæ bara koss, sem er svo sem ágætt. Sleppum alla vegna við stressið sem fylgir því að vera að hlaupa útum allt að finna gjafir.

Við erum búnir að losa okkur við andarungana. Þeir voru að gera mig tjúllaðann. Mamman öskrandi allan liðlangan dagin að reyna að halda hópinn. Svo voru þær orðnar desperat að reyna að stinga af. Veit ekki hvað ég þurfti oft að hlaupa útá götu vegna þess að einhver gestanna lokaði ekki hliðinu og þær sluppu út. Þær voru meira að segja farnar að reyna að komast í gegnum ressann og út þá leiðina. Þurfti oft á dag að stökkva út af skrifstofunni og reka þær tilbaka. Gestir hjálpuðu oft til að reka þær inn aftur. Þetta var orðin alger martröð. Við Gáfum Jenný þær og sögðum henni að við værum að skila öndunum með vöxtum. Jenný gaf Bóa þær í jólagjöf í fyrra. Það var móttöku hátíð í ellismella þorpinu þegar við komum með þær. 20-30 manns komnir til að fylgjast með þegar þeim var sleppt. Skálað í víni, haldnar ræður og ég veit ekki hvað. Ungarnir una sér vel þar alla vegna. Það er lítil tjörn þar með smá eyju sem þær geta notað sem náttstað og ættu að vera alveg öruggar þó svo að það sé ekkert hús fyrir þær.

Áramótin verða annarík líka, þrátt fyrir að við séum ekki fullbókaðir. Við ákváðum að verðleggja okkur soldið í hærri kantinum. Fjórir aðrir staðir eru líka opnir á gamlárskvöld þannig að það er hart barist um kúnnana. Við erum þess vegna með færri gesti en vanalega á gamlárskvöld, en okkur er alveg sama. Getum þá bara sinnt gestunum okkar betur. Bói er búin að kaupa fullt af allskonar sprengjum, kínverjum og fleiru og kemur til með að hrekkja gesti allt kvöldið til að halda uppi stemmingu og svo verðum við með flugeldasýningu um miðnætti.

Þakka ykkur öllum sem hafa sent “comment” og takk fyrir jólakveðjurnar. Vonandi hafið þið öll átt góð jól. Við óskum ykkur allra frábærs nýs árs um leið og við þökkum fyrir hið liðna.

Ps. Hver er e-mail addressan þín Anna Kristine?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ, Skúli hérna.
Ég ætlaði bara að segja þér að ég kommenteraði á skreitinguna.

7:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

sælir elsku gaurar...smá kveðja úr veðurbrjálæðinu á Íslandi, ég held að veðurguðirnir hafi skellt þessu á til að þvinga Íslendinga til að vera heima hjá sér og slaka á, í stað þess að æða núna á útsölur, sem voru að byrja, ekki það ég held nú samt að bæði Kringlan og Smáralindin hafi örugglega verið fullar af fólki sem skellti sér á ofurjeppunum sínum í gegnum stöðuvötn og gjörsamlega brjálað rok. Jólin hér byrjuðu eiginlega hjá mér eftir jólin, þá fannst mér ég geta slakað á, Elísabet hans Jóa var að útskrifast sem stúdent og við héldum veislu fyrir hana þann 20.des, svo var auðvitað skötuveislan, og svo jóladagur með 14 manns, en svo var yndislegt hjá ömmu dreka á annan í jólum, rækjur í tartalettum, hangiket m. hvítri sósu, og kaffibúðinginn hennar á eftir...þá komu jólin. Nú er bara verið að vinna sig í gegnum jólabækurnar, Jói er reyndar duglegri en ég þessa dagana í því.Ég fann eina lengju í viðbót af grænu gardínunum, láttu mig vita hvenær Bylgja ætlar að koma hinum til þín svo þessar fái að fljóta með. Svo var búið að lofa mér mynd af fjólubláa herberginu...sem ég ætla að sofa einhverntímann í....Jæja, er eitthvað svo andlaus núna, skrifa eitthvað skemmtilegt seinna...Ástarkveðjur Hafdís

12:14 am  
Anonymous Anonymous said...

Elsku strákar
Gleðilegar hátíðir og hafið það alltaf sem best. Takk fyrir liðna tíð.
Kveðja
Systir Sigurjón

10:46 am  
Anonymous Anonymous said...

Ég er hér að kenna Þránni hvernig á að skrifa ykkur, bíðið spenntir, hann nær þessu fyrir næstu jól

9:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló elskur og gleðilegt nýár. Takk kærlega fyrir yndisleg skilaboð á símsvaranum. Ég reyndi að sms-a til baka, en líklega hefur þetta verið heimasími en ekki gsm. Hér hefur lítið breyst, ég er ennþá veik og ekkert finnst. Hef nú skorað á einn lækni að gerast "DR HOUSE", sem eru amerískir læknaþættir um lækni sem gefst aldrei upp á leitinni að sjúkdómum. Vinur minn tók áskoruninni og nú er ég í massívum rannsóknum. Var sett á einhver sýkalyf og við það lækkaði hitinn að minnsta kosti þannig að ég get nú komist klakklaust inn í eldhús án þess að líði yfir mig. Gríðarleg framför!!! Mamma var hér í fimm daga, veiktist alvarlega en var send heim á aðfangadag - heim til mín, sem var með 39.7!!!! Takk fyrir það. Svo var ég lögð inn aftur á laugardaginn var, reyndar hent út eftir 6 tíma, en það þýddi að mamma fór heim til sín og er nú með heimahjúkrun, heitan mat og alla aðstoð. Veit ekkert hvernig lífið og vinnan fer hjá mér, þetta verður allt að koma í ljós og þýðir lítið annað en taka bara einn dag í einu. Já netfangið mitt: annakm@mi.is
og endilega skrifa eitthvað voðalega persónulegt til mín elskurnar. Vona að nýja árið verði ykkur gott, að þið fáið fullt af peningum, kúnnum, hvíld og friði, að þið yfirkeyrið ykkur ekki og að heilsan og hamingjan verði númer eitt. Love you, ykkar vinkona Anna Kristine

1:54 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælar stelpur,

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll
gömlu árinnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn.
Hér er allt gott að frétta af okkur
á klakanum, allir bara hressir og
kátir og eru að bíða eftir sumrinu...
Ég sé að það nóg að gera hjá ykkur!
Sem er bara gott þá leiðist ykkur ekki á meðan:).

Kveðja, Þráinn

Guð ég náði þessu fyrir Páska.

9:24 am  
Anonymous Anonymous said...

Þráinn toppar kommentin: Guð ég náði þessu fyrir Páska!!!!!!!Minn húmor,algjörlega. Allt gott héðan. Held ég sé bráðum búin að hitta hvern einasta lækni á þessu landi, a.m.k. einn í hverju sérsviði, svo mikið er víst. Er að verða dálítið leið á þessum læknaferðum en á morgun hitti ég Dr. House og hlakka mikið til. á að hitta hana kl. 11 en hugsa að ég drífi mig nú bara heim til hennar um áttaleytið í fyrramálið með kaffi á brúsa svo hún vakni nú örugglega og geti sinnt mér. Alveg dæmigert að ég varð hitalaus í gær og fyrradag EFTIR að hún hafði sagt mér að skrá niður "hitatölur". Mér bara stórlétti í morgun þegar ég sá að ég var aftur komin með hita!!! Haldiði að þetta sé heilbrigt! Verið nú duglegri að blogga, það er kominn 17.janúar og þið hafið ekkert bloggað síðan á gamla árinu þakka ykkur fyrir. Hér er allt á "kafi í snjó" eins og Reykvíkingar kalla það, ég fyrir mitt leyti þoli ekki snjó, er með fóbíu fyrir að moka af bílnum og skransa í einhverjum snjóhjólförum. Maður er nú samt að reyna að vera voða jákvæður og það er eins gott að Dr. House bregðist ekki vonum mínum, finni út hvað hefur verið að hrjá mig og lækni mig. Ég hef setið gjörsamlega hugmyndalaus hér í stól í 2 mánuði, ekki haft eirð í mér að horfa á sjónvarp og þar sem sjóntruflanir og oft á tíðum sjónleysi (í alvöru, sé allt svart þá í smá tíma) hafa fylgt þessu hef ég ekki getað lesið. En bráðum batnar mér, ligga ligga lá og þá má borgin vara sig. Þá á frúin eftir að flippa þvílíkt út að það hálfa væri nóg. Er að fá lánaðan geggjaðan spegil hjá Jóa vini mínum, sífellt að reyna að gera enn meira Önnulegt hér. Get keypt mér íbúð eftir ca. mánuð en er ekki viss um að ég hafi áhuga á því eins og bankarnir standa núna. Kaupi frekar í Prag, litla sæta íbúð... Líst ykkur ekki öllum vel á það? Kveð að sinni, nú er einhver gasalega flott einkaþota að hefja sig til flugs og þá er best að ég fari bara og leggi mig eins og gamla fólkið. Love you always, ykkar vinkona Anna Kristine.
PS: Hafdís! Ég sagði nú bara: Detta mér nú allar... þegar ég las e-mailið frá þér. Vertu duglegri að skrifa, það er svo gasalega gaman að fá svona fréttir og ég skal skrifa þér á móti (nú erum við búnar að gera alla á blogginu forvitna he he he!)

4:03 pm  

Post a Comment

<< Home