Monday, April 14, 2008

Jæja þá

Löngu kominn tími á nýtt blogg. Takk fyrir allar kvartanirnar... hjálpa samt. Sossa og Óli ásamt Valgerði og Hjálmari voru hérna í rúma viku og við enduðum svo á því að fara til Cape Town og vera með þeim seinasta kvöldið þar. Það var æðislegt að hafa þau hérna, mikið hlegið og mikið gaman. Það var glamrað á píanóið fram eftir kvöldum og sungið og trallað. Þau gáfu okkur mikla orku. Þau gáfu fátækasta skólanum hérna ca 60 íþróttabúninga frá Knattspyrnufélagi Keflavíkur. Það var hátíðleg athöfn þegar við mættum þar og skólastjórinn kallaði strax í nokkra drengi sem voru settir í búninga fyrir myndartöku. Þvílík hamingja hjá þeim. Það eru oft litlir hlutir sem breyta svo miklu. Íþróttagallar sem eru orðnir úreltir á Íslandi eru hérna heitari en allt sem er heitt og sköpuðu mikla gleði. Komust meira að segja í blaðið hérna, enda er það ekki á hverjum degi sem fátækasta skólanum er gefið eitthvað frá fólki hinum megin á hnettinum sem er svo verðmætt fyrir þau. Takk Sossa, Óli, Hjálmar og Valgerður, þau eiga eftir að muna eftir þessu. (Ps. Charlene Kinkadi sendir kveðju til ykkar)

Við fórum svo til Suurbrak bara við tveir einir eftir að þau voru farin. Vorum í tvær nætur í litlum (jæja frekar stórum) sumarbústað sem minnir mikið á Heiðarhvamm þar sem við vorum svo oft nótt og nótt áður en við fluttum hingað. Ekkert rafmagn en samt gas þannig að við höfðum ískáp og eldavél. Svo var grillað og borðaður bara góður matur og farið snemma að sofa, enda ekkert ljós og ekki einu sinni hægt að lesa. Þetta voru æðislegir tveir dagar.

Við tókum ákvörðum um að gera þetta alla vegna einu sinni í mánuði héðan í frá.. Þurfum að gera þetta en það er ekki alltaf auðvelt þegar við erum komnir með tvo hunda. Þessi eina nótt sem við fórum til Cape Town, þá skildum við þá eftir hérna vegna þess að Anna og hennar fjölskylda gisti hérna og gátu séð um þá. Þeir strækuðu báðir á að fara heim með henni, þrátt fyrir að þau gistu í okkar herbergi “íbúð”, og sváfu við borðið okkar hérna fyrir utan hótelið um nóttina að vonast til þess að við myndum koma þá og þegar.... greyin... Við alla vegna getum tekið þá með okkur til Suurbraak þannig að það er ekkert mál. Þar er ekkert nema fuglalíf, beljur í ánni og apar í trjánum. Alger friður. Lovísa og Gabríel, Kristján og Stefán bróðir hafa komið þangað með okkur og þetta er bara paradís.

Fórum í kveðju partý til Noelle í seinustu viku. Hún er núna að flytja til Cape Town. Noelle var ein af þeim sem við kynntumst hérna í fyrstu ferðinni okkar hingað og hefur verið mjög góður vinur. Eigum eftir að sakna hennar.

Þetta var annars mjög annarík helgi hérna. Vorum með tónleika á fimmtudaginn, Steve Newman sem er vel þekktur “accoustic” gítaristi hérna sem tróð upp með nokkrum lókal tónlistarmönnum. Svo vorum með tónleika á föstudaginn eins og alltaf, Begonia sem spilar klassík á píanóið og David (Frank Sinatra wannabee) og svo til að toppa það vorum við með þriðju tónleikana á Laugardaginn. ESP band sem var frábært og spilaði jazz, bæði frumsamið og vel þekkt lög. Erum eiginlega búnir að fá nóg af tónleikum í bili. Það er alltaf svo mikil vinna í kringum þá, markaðsetning, tímasetning, miðar, endurraða öllum húsgögnum, bera stóla, hafa fleiri þjóna á vakt, fylla auka á barinn o.s.frv.

Ps. Gott að heyra að heilsan sé að skríða saman hjá þér Anna mín. Þetta er búið að vera ansi langt og hlýtur að vera svekkjandi að þeir finna ekkert, en það er nú fyrir öllu að þessu fari að lina.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mundu mig ég man þig, segir einhver staðar, en alla vega, til hamingju með þín 49 ár.
maggi

3:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

til lukku med daginn elsku villi minn, vonandi er búið að vera veisla í allan dag...luv hafdís

12:02 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskur!Sé ykkur í anda í sumarbústaðnum í hvíld.Þetta þurfið þið að gera miklu oftar!Of mikil vinna og streita getur hreinlega orðið til þess að maður hrynur einn daginn. Kötturinn sem ég er að "passa" er farinn að tala. Hann sagði ANNA um daginn... Sem betur fer mín vegna var vitni að þessu, ég var að greiða honum og þetta átti að vera ÆÆÆÆ en kom út eins og AN ....NA!!! Þarf endilega að kenna honum að segja Greyton Lodge. Já og elsku Villi, til hamingju með afmælið! Var það ekki örugglega 24.? Á sumardaginn fyrsta í rigningu og roki á Íslandi???!! Knús og kossar, ykkar Anna Kr

4:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

Bara að vekja athygli á að það er kominn maí hérna á Íslandi og ekkert blogg frá 14. apríl. Sársaukalaust af minni hálfu en...!
knús, love u. Anna Kr

12:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló essgurnar, bara að láta vita að ég sé á lífi og ekki endanlega komin út við sundin blá, kíki bara þangað dag og dag. Er ekki enn flutt heim, alveg gjörsamlega búin að fá uppí kok á iðnaðarmannaströgglinu. Alger steypa. Stuðullinn hér er að verða verri en í S-Afríku og þið þekkið hann jú vel. Var að vonast til að flytja inn um síðustu mán.mót en held ég megi þakka fyrir að komast inn fyrir jól.
Nóg með það, hvað er annars að frétta af ykkar heimshluta, komið haust með rigningum, flóðum og jafnvel engisprettuplágum. Hlakka til að kíkja til ykkar með lækkandi sól á norðurhveli.
Hringi fljótlega og Villi minn til lukku með daginn um daginn....

Bestu kveðjur til allra.
Hófý

6:38 am  
Anonymous Anonymous said...

Það er 10. MAÍ á Íslandi. En hjá ykkur?
knús Anna Kristine sem hættir nú brátt að nenna að kíkja á heimasíðuna ykkar þar sem eingöngu er að finna eldgamlar fréttir :)

11:39 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Villi við nautin erum auðvitað langfallegust alltaf, ekki búin að gleyma ykkur fer oft inn og les um ykkur sambóana, allt gott af okkur
kv gyða

3:09 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sællir strákar,við hér á Íslandi
erum farin að sækna heira ekkert frá ykkur. það væri tildæmis væri gott að fá Gumma blogg í bland við Villa blogg. það allt gott að frétt hér það er sól og blíða allir að úti að sm.....

PS. Til hamingju með 39 ár afmælið:)

Kv. Þráinn

9:28 am  

Post a Comment

<< Home