Saturday, February 02, 2008



Fórum í afmælið hennar Louna um daginn. Þetta var mjög óvanalegt afmæli fyrir okkur. Hún mætti ekki fyrr en allir voru komnir. Þegar allir voru sestir var sett á tónlist og inn kom hún í fylgd með systursyni sínum. Þetta var næstum eins og brúðkaup. Svo komu litlu prinsessurnar með blóm sem þau gáfu henni. Síðan voru haldnar ræður og farið með bænir. Veislustjórinn vitnaði´sí og æ í Biblíuna. Þau eru mjög trúuð. Síðan var borinn fram þessi fíni matur og svo var dansað og tjúttað. Mjög skemmtilegt afmæli!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flott mynd af frúnni og ættingjunum. Bestu kveðjur til ykkar allra úr vetrarkuldanum hér á Íslandi (mér finnst nóg komið, fyrir langa löngu). Hófý

11:29 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar, elskurnar. Nú munaði mjóu að vinkonan væri bara komin ofan í jörðu. Semsagt í stuttu máli: Ég er enn mjög veik og má ekkert vinna fyrr en í fyrsta lagi í JÚNI. Ég verð brjáluð að hanga ein heima.Ég er svo máttfarin að ég get ekki ryksugað eða gert neitt.Í dag var fyrsti dagurinn sem mér fannst að mér muni batna. Hef aldrei orðið jafn hrædd og einmana eins og fyrir hálfum mánuði. Þá var ég lögð inn a Borgarspítalann og þar hófust pyntingar sem stóðu frá morgni til kvölds. Já ég kalla þetta pyntingar. Það voru nálar, það voru skornir úr mér munnvatnskirtlar, ég var lokuð inni í segulómunartæki sem ég ætla ALDREI aftur í því ég fékk svo mikla innilokurnarkennd og svo slúttaði partýið á að það var komið með bor og boraður út beinmergur sem mér skilst að sé núna í USA í rannsókn. Þannig að ég er bara heima og í dag var fyrsti dagurinn í margar vikur sem ég keyrði bílinn og for í eina ´búð Í síðustu viku var ég svo veik að mamma- með Parkinson og með göngugrind - mætti til að passa stelpuna sína, hita handa henni kaffi og gefa henni að borða. Þá var eg með svo mikinn svima að ég gat ekki gengið. Þannig að núna er fyrrum ástsælasta útvarpskona þjóðarinnar sem fór yfirum á aðventunni 1999 komin með öryggishnapp um hálsinn og göngugrind móðurinnar staðsett hér svo fyrrum ástsælasta útvarpskona þjóðarinnar sem fór yfirum á aðventunni 1999 geti gengið um íbúðina ef svimakastið kemur aftur. Í gær fór ég til heila og taugalæknis sem setti rafmagn í ggnum mig til að testa hvort taugarnar væru bólgnar. Eftir að hafa fengið nokkur rafmagnsstuð fór ég heim - alheilbrigð. án gríns, Anna Kristine í gær og Anna Kristine í fyrradag er ekki sama manneskjan! Kannski var bara hnútur á einhverri taug sem losnaði við rafmagnslostið. Hvað veit ég? Í kvöld bauð Ásta mér í kjötbollur í káli og kartöflur og grænmeti, hollan og góðan mat, því ég er bara búin að borða "drasl" í margar vikur.Ég hef ekki krafta til að elda mat.Ásta,þessi engill, sagði mer að mæta bara alltaf kl.19 þvi það væri alltaf kvöldmatur hjá henni og hana munaði ekkert um einn i viðbót. ég lít út eins og skrímsli vegna þess að ég er með svo mikinn bjúg af steratöflunum sem ég hætti á fyrir 3 vikum en sterarnir fara ekki úr líkamanum fyrr en eftir 5-6 vikur sagði mér breskur sjúkraþjálfari sem ég var hjá í dag. nú er ég komin með krampa og dofa í handleggi og hendur og hætti ´nú sjúkrasögunni i bili. En semsagt: Það veit enginn hvað er að mér! Þrír læknar eru ósammála, ég treysti best einum þeirra sem ég hef þekkt í 25 ár. sjáum hvað setur. Hef ákveðið að vinna þetta stríð, á eftir að gera svo margt að ég get ekki dáið strax! Enda mundið þið ekki afbera það! knús og kossar frá Önnu Kristine

1:26 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar. Ég er enn ofan jarðar. Er á spana mig upp í að fara að punta mig, en kl. 17 fer fram afhending blaðamannaverðlaunanna fyrir árið 2007. Ritstjórn DV er þar tilnefnd og því verður gamla að vera á staðnum. Hins vegar er ég alveg klár á að Kastljósið muni hljóta verðlaunin þótt DV hafi verið svo milljón sinnum betra en þau. Það er snobbað svo gasalega fyrir Kastljósinu hérna. Ég bíð enn eftir að ná upp kröftum til að fara að þvo og blása á mér hárið og shæna mig upp, en ef það tekst ekki þá mæti ég ekkert. Maður fer ekki eins og fífl á Holtið, ég lít nógu illa út samt þakka ykkur fyrir! Brotnaði andlega um síðustu helgi og grét non stop í þrjá sólarhringa. Engin lyf hafa gert jafn mikið gagn og þessi tár, það get ég sagt ykkur! Allir sem lesa þetta: Mæli með að þið grátið sem allra mest þegar þið getið! Ég var mjög cool þegar síminn hringdi áðan og sagðist vera að fara að þvo eldhúsgólfið. Fattaði svo að ég get ekki lyft moppunni, hvað þá vatnsfötu fullri af vatni :( Verð að bíða til þriðjudags þegar stúlka kemur að þrífa, yndisleg frá Filippseyjum. Hefur komið einu sinni og er mjög, mjög vandvirk.
Gaman væri nú að fá eins og eitt blogg frá ykkur elskur! Knús, love you, Anna Kristine.

2:44 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló halló halló.................

Eru þið á lífi??

Það þarf að skrifa reglulega inn á þetta, bæði kjaftasögur fréttir.

Kv. Þráinn

12:28 pm  
Anonymous Anonymous said...

Er ennþá febrúar hjá ykkur?

KK
ANNA KRISTINE

7:22 pm  

Post a Comment

<< Home