Saturday, March 08, 2008

Já, já. Hér koma nýjustu fréttir

Búið að vera ansi mikið að gera, sérstaklega hjá mér með bókhald og svo er ég að vinna í því að laga heimasíðuna okkur til þess að hún komi betur upp á leitarvélum. Hefur tekið ansi mikinn tíma. Það hefur ansi mikið vera að gerast hjá okkur líka. Fórum með David og Margréti upp í Heuwelkroon sem er litaða þorpið í mat á Jam Tin, sem er veitingarstaðurinn hennar Dóru (sem vann hérna í mörg ár). Veitingarstaðurinn er í heimilinu hennar sem er mjög sérstakt. Hvað um það, um mitt kvöldið sjáum við hana fara með hundarmat í nokkrum skálum út. Spurðum hvort þetta væru allt hundarnir hennar sem þeir voru ekki. Það var einn hundur sem vakti sérstaklega athygli okkar. Hún var eins og mini útgáfa af Lucky. Þeir sem áttu hana skiptu sér ekkert af henni og gefa henni ekki einu sinni að éta. Og svo heitir hún Patsý og það vakti nú enn frekar athygli okkar (Patsý úr Absolutely faboulas, sem er uppáhaldskarakter hans Bóa) hvort við mættum ekki fá hana. Dóra kom með hana nokkrum dögum seinna og nú býr hún hérna hjá okkur með Lucky. Erum við ekki að verða Suður Afrískir, komnir með tvo hunda eins og það sé ekki nóg með einn. Þeim kemur mjög vel saman.

Hér eru miklar gestakomur framundan. Wibecke, vinkona okkar frá Noregi er búin að vera hérna í heimsókn hjá okkur í næstum viku núna. Mjög skemmtilega kona og þægileg. Vill bara slappa af og hafa það, þannig að við þurfum lítið að sinna henni, nema bara með félagskap. Svo er Sossa og Óli að koma með vinafólk sitt. Miklir orkuboltar og skemmtileg. Þau eru líka mjög duglega að sjá um sig sjálf, þannig að við þurfum ekki að sinna þeim í ferðum hingað og þangað, enda ekki mikilll tíma hjá okkur fyrir það. Svo er Stína fína (Rækjukofa frú) að koma seinna í Mars og Gummi rauði í byrjun Júní. Já það er slatti að gera í heimsóknum og félagslífi.

Hér hafa verið alvarleg rafmagnsvandmál. Eskom (Rarik), framleiðir ekki nægilega mikið rafmagn og svo eru einhver hneykslismál með að þeir séu að selja rafmagn til nágrannalanda og hafa þess vegna ekki nóg rafmagn fyrir Suður Afríku. Það hefur verið skömmtun sem er nú ekki það versta, þá að við séum rafmagnslausir tvisvar á dag í 2-3 tíma í senn. Það sem hefur verið verra er og lág spenna sem fer með öll rafmagnstæki. Elementið í sósuhitaranum fór, elementið í diskahitaranum fór, elementið í eldavélinni fór, elementið í djúpsteikingarpottinum fór, báðar þvottavélarnar okkur gáfust upp, Djísus kræst, þetta er að gera mann gráhærðan. Fer endalaus tími í að fá þessa varahluti og ný tæki svo maður tali nú ekki um fjárútlátin. Svo eru báðir bílarnir okkar að gera okkur vitlausa. Endalausar viðgerðir og þegar það er búið að laga eitt, þá bilar eitthvað annað. Erum búnir að hafa anna hvorn bílinn á verkstæði núna í rúman mánuð, endalaus bið eftir varahlutum sem dregur þetta alltaf.

Lucky greyjið, fór á dýraspítalann í fyrradag í geldingu. Löngu kominn tími á það. Eitthvað fór nú úrskeiðis í aðgerðinni. Þeir höfðu ekki sett á hann kraga þannig að hann náði að fjarlægja saumana sjálfur og fékk slæma ígerð og þurfti að fara í aðra svæfingu til þess að sauma þetta aftur. Nú er hann með kraga og á sterkum sýklalyfjum og verkjalyfjum. Virðist vera að koma til aftur. Patsý er búin að vera hálfhrædd við hann með þennan lampaskerm um hálsinn og vill ekki koma mikið nálægt honum. Nei en annars höfum við það bara fínt. Til hamingju með daginn í gær Anna mín, vona að heilsan sé eitthvað að skríða saman hjá þér. Hér er allt fullbókað eina ferðina enn og brúðkaup í garðinum og veislan hér á eftir. Erum nú ansi sjóaðir orðnir í brúðkaupum, en það er alltaf annsi mikið vesen í kringum þau. Brúðurin er yfirleitt alltaf á tánum með allt og skipuleggur allt niður í minnstu smáatriði. Þessi er skipulögð en treystir okkur og er mjög þægileg. Held þetta verði gott brúðkaup, ef við bara getum fengið staffið til þess að vera á tánum með okkur.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Og reiknisnúmerið er.....
Smile maggi ps.Gummi Rauði að koma?

6:29 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Gott að heyra loksins lífsmark frá ykkur elskurnar mínar.
Hugsa oft til ykkar en geri ekkert í að hafa samband.
Er á leið til Danmerkur að kíkja á systur. Förum þrjár, mæðgurnar og Hekla, þær ætla að sjoppa og ég að hitta stóru systur.

7:41 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir veriði,

Gaman að fá að lesa um ævintýri ykkar í Afríku. Datt inn á síðuna ykkar fyrir tilviljun og er búin að vera að grípa níður í það sem skrifað hefur verið. Vona að þið hafið það sem allra allra best og njótið lífsins eins og ykkur er lagið!

Kær kveðja frá Íslandi
Soffia Dögg
(nemi Guðmunds úr Garðyrkjuskólanum)
www.barnanet.is/oskabarn

10:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

jæja kallarnir mínir, hér koma smá fréttir, sem eru nú samt ekki neinar smáfréttir. Það er flutt inn kona ein í Glæsibæinn, hún heitir Gógó, og er skírð í höfuðið á Gógó frænku, systir hennar mömmu sem dó fyrir alltof mörgum árum, en hún var eins og aukamamma fyrir mig. En þessi Gógó er öllu nýtískulegri, enda vel nettengd þar sem hennar veruleki er á netinu, og hefur hún aukanafnir .is, og það er hægt að skoða hana á gogo.is.
Páskadagur runnin upp, logn stillt og fallegt veður, Jói úti í fótbolta með Sólveigu, uppþvottavélin malar eftir brunch með góðum hóp af fólki, amma dreki, Hera og co, tilvonandi brúðhjón ársin-Hörður og Anna, Þráinn, Lóa Búi og Lára Þöll, ásamt Jónu vinkonu með eina nýfermda dóttir og einn nývaknaðan yngsta strák, 2 metra longintes. Við borðuðum saman allt frá hrærðum eggjum til gæsalifrakæfu af bestu sort, sterkt kaffi og gott súkkulaði...Allt fínt að frétta af öllum, allir við ágæta heilsu fyrir utan þetta venjuleg, ég hef reyndar algjörlega staðið af mér allar gubbur, hálsbólgur, flensur kvef og annað, þó flestir í kringum mig hafi verið að tína þetta upp hingað og þangað. Mútta kom eins og bronsuð frá Kanarí, úthvíld og hress, ég held hún sé alveg til í fara aftur, nú er bara að senda hana til ykkar í 2 mánuði yfir mesta vetrartímann hérna, djöfull held ég að hún myndi njóta þess, vantar ykkur ekki einhvern í eldhúsið alltaf...vinna fyrir kost og logi. Löbbuðum niðður í miðbæ á föstudaginn langa, okkur til mikillar furðu var allt opið allir skemmtistaðir og kaffihús, og fullt af fólki á ferðinni í annars útkrotuðum miðbæ, hann er að verða algjört slumm, tóm húsnæði, niðurrif, gubb og drasl, oj bara, held að borgarstjóraflóran fína ætti að fara skammast sín að gera eitthvað að viti, hvort sem þeir eru fráfarandi núverandi eða óskhyggju borgarstjórar.... Jæja kallar veit ekki hvort þið hafið fengið páskaegg, en vonandi getið þið smjattað eitthvað á súkkulaði þessa dagana, og umfram allt haft það gott, blíðar heilsur kæru vinir 8villt.

2:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar. Hélt nú bara það liði yfir mig þegar ég sá að þið munduð afmælisdaginn minn! Takk fyrir kveðjurnar. Er smá að skríða saman en alls ekki nóg. Skrifa í prívat e-maili meira um það. Nú hef ég verið veik í rúma fjóra mánuði og svarið er: "Við vitum bara ekkert hvað er að þér!" Mjög svo uppbyggjandi. Fannst æði að þið skylduð taka Patsý að ykkur, ég elska hana líka úr Ab Fab. Er farin að sakna þess verulega að vera ekki þátttakandi í lífinu hér fyrir utan þótt það fari vel um mig heima! knús og kossar, verið duglegri að blogga, bara stutt blogg þannig að maður fylgist með. Love you always, ykkar Anna Kristine

11:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

Nú þið eru þá á lífi, það er gott
að heyra:). Það er mjög góð hjá þér heimasíða Villi.Er ekki allt gott að frétta hjá ykkur?
Hér allt gott frétta, við erum að ferma Rannveigu á Laugardagin kemur
það verður 50 manna veisla haldin í
sal út í bæ. Nú á að njóta þess að ferma, það er ganga inn og út aftur. og ekki gera neitt bara njóta. kv. Þráinn

1:10 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar! Nýjustu fréttir frá ykkur eru síðan 8. mars en hér á Íslandi er kominn 5. apríl. Mér sýnist bara hreinlega að það sé komið vor, að minnsta kosti eru krókusarnir hér í garðinum eitthvað að reyna að láta sjá sig. Sambýlismaður minn, kötturinn Goði er búinn að vera úti síðan níu i morgun, rétt komið inn til að borða og svo aftur út og það þykir mér sanna að það sé loksins komið vor. Sjálf vann ég það þrekvirki að skúra eldhúsgólf og baðgólf alein og fara með litlu léttu ryksuguna á motturnar. Þetta eru merkilegar fréttir skal ég segja ykkur því ég hef varla getað undið tusku síðan í nóvember. Þetta er allt að koma sýnist mér. Knús og kossar og í guðanna bænum bloggið meira!!!! Love you always, ykkar Anna Kristine.

5:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir elskur.. mikið svakalega er nýja síðan flott hjá ykkur, yndislegar myndir og stemning, ér er að hugsa um að flytja til ykkar, sitja bara og borða jarðaber, hagræða púðum, sitja í skugganaum á gömlum bekk, skoða fugla og panta mér eitthvað ógeðslega gott að borða á hverjum degi...úlala...
En í dag er líka yndislegur dagur á klakanum, blankalogn, 5 stiga frost, blár himinn, við mútta fórum smá Laugavegstúr, fullt af fólki. Heyrumst seinna krútt.8villt

6:08 pm  

Post a Comment

<< Home