Thursday, July 31, 2008

Erum lent

Mikið var þetta nú æðisleg ferð heim. Louna er í skýjunum ennþá og ég er ekki viss hvort hún sé lent alveg. Hún bauð okkur í heimkomu partý til sín í gærkvöldi. Þar fengu allir gjafir og ég er viss um að allt þorpið hennar er komið með smink og varaliti til næsta áratugar. Hún gekk um með bala þar sem allir gátu fengið sér eitthvað smink. Takk elsku Anna fyrir að hafa reddað henni þessu og skilaðu þakklæti til heildsölunnar. Verð nú eiginlega að þakka Ásu systir sérstaklega fyrir hvað þú varst dugleg að fara með hana útum allt, Önnu Þ fyrir að hafa reddað öllu sminkinu og bjóða henni heim að elda sem birtist vonandi í Gestgjafanum, Önnu K fyrir að koma henni í sjónvarpið (tölum ekki meia um það), Dóru fyrir að redda hárinu á henni, Eddu Gardine fyrir að bjóða henni heim að snæða og í partý, Kalla kokk fyrir að bjóða okkur heim og fara með hana í göngutúr og síst en ekki minnst Kristalettunni fyrir gestrisni og höfingjaskap í öllu svo ég tali nú ekki um alla aðra sem buðu okkur heim og hittu okkur hér og þar. Og kærar þakkir allir sem gáfu henni gjafir og peninga. Nei nú verð ég að hætta, annars fer ég að gráta.

Nú er daglega lífið tekið við aftur. Veðrið er fínt, en náttúrlega ekki eins hlýtt og heima. Eyddi deginum í gær að taka til á barnum. Það var komið soldið rugl á hann en ekkert alvarlegt. Þau hafa staðið sig mjög vel hérna meðan ég var í burtu og sama sem ekkert uppsafnað sem beið mín.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim elskurnar. Gott að ferðin var góð þótt tvennt af því sem ég planaði fyrir Lounu hafi klikkað. Get þó að minnsta kosti kennt einhverjum öðrum en sjálfri mér um!!!!Það var frábært að hitta ykkur og trúi því EKKI að það líði 2-3 ár fram að næsta fundi. O nei, leggið það ekki á mig. Sendi ykkur kossa og knús úr hitasvækjunni í Reykjavík (hver hefði nú trúað þessu). Klikkið á Hótel Geysi kemur Hafdísi vel, lofum ykkur að fylgjast með því. Elska ykkur alltaf, knús og kossar Anna Kristine FÁÚÞSFYÁA1999

8:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þráinn! Hvar ertu??? Við verðum öll að vera dugleg að blogga, það vorum við sem bjuggum til skyldublogg hjá Villa :)

Halló Þráinn!

8:16 pm  
Anonymous Anonymous said...

takk fyrir síðast, yndislegt kveld og gaman að hittast. Núna er maður bara í skítagallanum og í stígvélunum að dytta að húsinu, hitt og þetta sem komin var tími á, en ekki hafði fundist tími í okkar bókhaldi...Á morgun stendur til að fella tré og saga greinar, til að hleypa sólarljósinu aðeins á baklóðina, reyndar ætlum við að ráðast aðeins á garð nágrannans, hans tré eru nefnilega ansi mörg inn í okkar garði og blokka fyrir allt...reynið að sjá fyrir ykkur Jóa sveifla sér í tránum allt að 10 metra háum og ég fyrir neðan að senda á hann skipanir...annars er bara allt í rólegheitum, sorgin barði reyndar að dyrum, besta vinkona Jórunnar systir lést skyndilega í fyrradag, ólýsanlega sorglegt og erfitt. Rólegt yfir Reykjavíkinni, allir á felli/tjald/hús/tjöldunum sínum út um allar trissur, en við nenntum ómögulega út úr bænum, ætlum að verja helginni í að gera Glæsibæinn glæsilegri. Ástarkveðja til ykkar frá okkur öllum og Hafþóra Högna sendir kveðjur.

5:55 pm  

Post a Comment

<< Home