Thursday, July 10, 2008

Ég er á leiðinni..........

Nú er heldur betur farið að styttast í að við Louna komum heim. Við leggjum af stað á mánudaginn og lendum seint á þriðjudagskvöldinu heima. Komum til með að eiga heilan dag í Londun sem við notum í útsýnisferð. Verðum eins og alvöru túristar og skoðum allt. Ekki að mig langi, en það verður mikil upplifun fyrir lounu sem hefur aldrei ferðast erlendis og ekki einu sinni á ævinni komið í flugvél. Hún er að springa af tilhlökkun og kvíða. Segist varla geta sofið. Bói er búinn að gera lista fyrir hana yfir hvað hún á að taka með sér svo hún sé nú ekki með 14 “outfit” með sér. Það eru til þvottavélar á klakanum!

Hér hefur gengið ágætlega að hafa lokað þrjú kvöld í viku. Höfum nú samt verið sveiganlegir og ef við höfum haft gesti hjá okkur, eða bara haft á tilfinningunni að það yrði eitthvað að gera þá höfum við opnað. Við fórum með allt staffið í smá ferðalag. Fórum til Oewerzicht sem er bara nokkra km fyrir utan Greyton. Áttum góða kvöldstund með grilli og svo gistum við nóttina. Mjög gaman, myndin hér að neðan var tekin þar. Þetta var óvænt uppákoma sem Bói og Petro D höfðu ákveðið. Það var bundið fyrir augun á henni og hún var klædd upp í íslenskan fatnað.

Við vorum með starfsmannasjóð sem við höfum borgað í og staffið kaus sér nefnd sem átti að skipuleggja eitthvað ferðalag. Gekk ágætlega þangað til núna. Sumir vildu bara fá greitt út og höfðu engan áhuga eða komust ekki einhverra hluta vegna. Nefndi endaði á að skipuleggja ferð í verslunarmiðstöð þar sem þau ætluðu að eyða deginum. Sumir ætluðu að fara að heimsækja fjölskyldu eða vini og þetta stefndi allt í að þetta væri ekkert sem þau myndu gera saman, heldur öll í sitt hvoru lagi. Það var aldrei tilgangurinn með þessum sjóði. Eftir miklar pælingar ákváðum við að leggja niður lýðræðið og koma á einræði. Þ.e.a.s við ákveðum héðan í frá hvað á að gera og hvert á að fara og borgum fyrir 2-3 ferðir á ári úr eigin vasa og sjóðurinn lagður niður. Það datt allt í dúnalogn og allir voru sáttir. Merkilegt! Það var svo mikið nöldur og vesen út af þessum sjóð og þau gátu aldrei verið sammála um hvað ætti að gera. Núna er þeim bara tilkynnt og ef eihverjir vilja ekki koma með eða komast ekki, þá er það bara þeirra mál.

Jæja essgunar, sé ykkur í næstu viku. Við komum til með að gista hjá Kristjáni (Humarhúsinu) þannig að þið getið ná í mig í gegnum hann. Ég set inn símanúmerið mitt seinna ef ég finn íslenska sim kortið okkar.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að hitta ykkur, er með símakortið ykkar.

Kv. til allra
Hófý

11:04 am  

Post a Comment

<< Home