Monday, August 11, 2008

Nágrannar frá helvíti

Fórum í vikunni til Caledon í dómstólinn, í fjórða skipti útaf nágrönnum frá helvíti. Já, það er ekki enn búið að dæma hann. Núna mætti hann loksins. Við biðum í drullukulda úti í porti tvo og hálfan tíma áður en við vorum kallaðir inn bara til að heyra að þessu sé frestað eina ferðina enn. Það virðist sem það sé búið að safna nokkrum málum saman á hann, vegna þess að það var fjöldinn allur af fólki þarna í vitnaleiðslu yfir honum. Biðin úti ekki þægileg vegna þess að þetta er lítið port og það var ekki þægilegt að sitja nálægt honum. Han var með eitthvað steratröll með sér sem var með tattóveraðan skalla. Steratröllið starði á okkur og elti okkur þegar við fórum út fyrir í smók. Bóa leist ekki á blikuna og var búinn að ímynda sér allt mögulegt eins og að væri búið að skera á dekkin á bílnum okkar, þeir myndu elta okkur þegar við keyrðum heim og þvinga okkur útaf veginum, kveikja í hótelinu og ég veit ekki hvað. Mér leist nú ekkert heldur á blikuna en reyndi bara að vera rólegur og láta þetta steratröll ekki hafa nein áhrif á mig. Svo náttúrulega gerðist ekki neitt. Þetta er samt áhyggjuefni vegna hótananna sem hann hafði við mig fyrir tveim árum síðan, sagðist hafa sambönd í undirheimunum og hann myndi sjá til þess að það yrði gengið frá okkur o.s.frv.

Hér er farið að hlýna og vorið er að skella á. Bói réð nýja garðyrkjumann sem byrjaði á föstudaginn. Hann kemur bara til með að vinna 2 daga, þannig að eitthvað komum við til með að þurfa að vinna í garðinum sem er bara fínt. Fyrsta skrefið til að rjúfa félagslega einangrun okkar var stigið í vikunni. Buðum Jenný og Lindu í mat. Vorum með baunasúpu og vöfflur. Bara einfaldan heimalagaðan mat. Þetta var mjög notalegt. Höfum ekki hitt Lindu í langan tíma, enda sagðist hún vera í svipuðum málum og við. Búin að vera mjög antisósjal allt seinasta ár eins og við, en væri núna að rjúfa þessa félagslegu einangrun sína. Þatta var mjög notarlegt kvöld hjá okkur og við ætlum að gera þetta alla vegna einu sinni í viku. Það er fullt af fólki hérna sem við höfum bara gott af að umgangast aðeins meira.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

´Burtu með alla nágranna frá helvíti,vonandi klárast þetta sem fyrst..Gott að þið eruð að vinna á félagsfælninni áður en ég kem því að mín er á fullu í þessari vinnu hér heima og kem félagsvæn til ykkar og þá verður bara gaman að hitta ,finna og sjá allt þetta fólk og ég tala nú um ekki að umgangast hvort annað, gaman!!! ég hlakka svo til að fá að vera með ykkur í þessu umhverfi sem er svo framandi i love it. verð í sambandi.þykir bara vænt um ykkur
þetta er prufucomment

11:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þetta virkaði held ég látið mig vita takk

11:59 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ert þetta þú Fjóla mín?

6:46 am  

Post a Comment

<< Home