Sunday, November 16, 2008

Flóð, enn eina ferðina

Við tæmdum sundlaugina eina ferðina enn á mánudaginn og ætluðum að fara að mála hana. Byrjaði að rigna á þriðjudaginn eins og helt væri úr fötu. Það hélt áfram á miðvikudaginn og þá fórum við að grafa skurði fyrir vatnið til að komast í burtu. Bjuggum til varnargarða líka til að fyrirbyggja að vatnið kæmist inn. Við vorum upp alla nóttina með Maríus og Riaan að reyna að koma í veg fyrir skemmdir. Var ekki gaman. Allt á floti og lekar útum allt. Við neyddumst til að loka veitingarstaðnum, nei flytja hann í Galleríið og það var fullur ressi og mikið að gera þótt að fólk kæmist varla inn vegna þess að það var Á fyrir framan hótelið. Hér voru meira en 40 manns í þorpinu sem þurftu að yfirgefa heimilin sín. Við fórum með mat og drykki til þeirra vegna þess að þau höfðu ekkert. Fjögurra manna fjölskyldu var bjargað með þyrlu. Maðurinn kom í dag að biðja um ölmusu og fékk mat hjá okkur sem ætti að duga þeim í 3-4 daga.

Við áttum að vera með stóran hóp hérna á föstudeginum í gistingu og mat, en þau aflýstu. Sem betur fer eiginlega vegna þess að það var allt á floti hérna og sum herbergin ekki í lagi eftir leka og rafmagnsvandamál. Er búið að koma öllu í lag svona að mestu leiti, en við erum uppgefnir. Sundlaugin er orðin full aftur, svo mikið rigndi.

Búið að vera alvarlegt ástand víða hérna um svæðið. Mikil flóð og miklar skemmdir. Vegir og brýr farnar og mörgum hefur verið bjargað með bátum og þyrlum. Hús hafa skolast í burtu og almennt svakalegt ástand.

Sólin kom fram á föstudaginn og það við fórum strax í að pumpa vatni útúr garðinum og að koma öllu í eðliegt horf. Búið að vera talsvert að gera alla helgina og ég held að ég fari núna bara heim að hvíla mig. Blessi ykkur öll.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló Villi

Þú gætir verið að lýsa ástandinu heima á Fróni, hraðspilað. Allt í tjóni sem enginn veit hvar endar eða hvernig er best að afstýra. Eini munurinn er sá að þið rukuð strax út með skóflur og afstýrðuð því með dugnaði og fyrirhyggju að skaðinn á hótelinu yrði ekki óbætanlegur. Við hér erum að vona að einhverjir séu á skóflunum og að þeir viti hvar á að moka og hvert á að beina straumnum svo við á skerinu förum ekki öll á bólakaf. Betl og þyrlubjörgun þekkist hér líka..... Sólin mun líka skína skært hér eins og hjá ykkur og vona menn nú að við finnum olíuauð.... væri það ekki frábært? Við verðum bara að trúa því.
Ég minni á að það eru bara svona 20 ár í elliheimilið og endalausa spiladaga, Villi. Sýnist þér kannski vera eitthvað gott elliheimili þarna í S-Afríku sem við ættum að fara að spá í? Við þurfum gott spilaborð og stóla og góðan service í mat og drykk. Það væri fínt að geta oft spilað úti undir beru lofti og flott útsýni væri bónus. það verður að vera mjúkt undir botninum á manni á nóttunni og nóg af þjónustufólki því við munum engu nenna sjálf.

12:03 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það er komin yndisleg lítil dama í heiminn og ég þar af leiðandi búin að fá nýjan titil, og sjaldan verið eins stolt af nokkru... Hún er dökk á brún og brá, 15 merkur og 50 centimetrar, gullfalleg að sjálfsögðu. Mikil hamingja í gangi og ljós sem fylgir ... Ástarkveðja 8villt

8:37 am  

Post a Comment

<< Home