Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól

Hér er búið að vera ansi mikið að gera og verður mjög annríkt núna yfir hátíðarnar. Hér er þetta nefnilega ekki eins og heima. Hér fer fólk mikið út að borða og skemmta sér um jólin. 25 Desember er aðaldagurinn, Mjög margir fara út að borða í hádeginu með fjölskyldu og vinum. Við erum alltaf fullbókaðir þá. Louna er búin að vera í rúma viku að undirbúa matinn. Sérstaklega eftirréttina, mjög áríðandi að það séu hefðbundnir eftirréttir svos sem Mince pies, Christmas pudding, Truffle, brandy pudding svo eitthvað sé nefnt. Svo er náttúrlega fylltur kalkúnn og hamborgarahryggur í aðalrétti.

Jólagjöfin okkar til hvor annars í ár var að bjóða yngstu bekkjunum í skólanum að koma og leika sér í sundlauginn og fá svo pylsur, kók og ís. Bói fór í jólasveina búninginn og talaði við krakkan um tilgang jólanna og las sögur af íslensku jólasveinunum. Þarna voru margir krakkar sem voru með Gabríel í leikskóla þegar hann var hérna og einn af kennaranum mundi eftir honum og bað fyrir kveðju til hans. Kennarinn sagði að þetta skipti ótrúlega miklu máli fyrir börnin vegna þess að hátíðarna væru oft erfiður tími fyrir þau. Engir peningar til á heimilunum og lítill matur. Þess vegna hefðu verið miklar eftirvæntingar hjá þeim og ótrúlega gaman. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 2009 will be fine...

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól elskurnar og bestu kveðjur til allra á GL. Hringi.....
luv
Hófý

11:00 am  
Anonymous Anonymous said...

Elsku jólakarlar, gleðileg jól og farið vel með ykkur í jólalátunum.Gaman að sjá myndirnar, þarna finnst mér þið vera að gera eitthvað sem þið töluðuð um að þið vilduð gera þegar þið fóruð út, en reksturinn og allt sem því hefur fylgt tekið meira af ykkar tíma en þið áttuð kannski von á. Héðan er allt fínt að frétta, ég er auðvitað alsæl í ömmuhlutverkinu, fór að kíkja á hana í morgun, yndislega lítil dama, sem á eftir að snúa öllum í kringum sig, hún fær nafn núna 28.desember og ætla Hörður og Anna að gifta sig í leiðinni, pabbi hans Harðar er komin til landsins, það verður auðvitað haldið upp á daginn með smá kaffiboði í Glæsibænum eftir athöfn. Amma dreki er búin að skvetta Ajaxi í hornin og taka upp mestu ullarlónna,(eins og hún orðar það) eftir mikla törn í "föndri", búin þæfa og selja alveg heilan helling af blúndutreflum og ljósaseríum, þetta vatt upp á sig hjá henni og varð að heilmiklu dæmi hjá henni, alveg frábært líka að fá smá aukapening með "ellistyrknum" sem er svo vel útlátin hjá Tryggingastofnun. Jói er með vinnu fram á vor, svo veit maður ekkert hvað verður, þannig að ég afpantaði nýja jeppann og sérsmíðuðu þyrluna sem ég ætlaði að kaupa mér...Annars er allt á góðu róli, allir með vinnu, Jórunn og Haukur voru reyndar bæði að skipta um núna um áramótin, en inna sama svæðis, Sigrún Hauka varð líka amma í sumar, og hún er hjá Kaupþing áfram... Í dag er allur snjórinn farinn, lítið jólalegt, milt og gott veður, allt tilbúið og ég að reyna að setja mig í jólastuð, mér finnst svo stutt síðan á síðustu jólum að eiginega er eins og ég hafi bara ekki tekið jóladótið niður síðan í fyrra, bara enn jólin... Bið að heilsa öllum sem lesta bloggið hér hjá ykkur, ég sendi ekki nein jólakort í ár, kæruleysið algert, en sendi póst með nafninu á henni litlu Tölu, eins og hún er kölluð, 081208-2040..og mynd af okkur saman.Ástarkveðjur til ykkar allra, hafið það sem allra best og mikið sakna ég ykkar.. sniff sniff 8villt

2:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Villi og Guðmundur,
gleðilega jólarest, og bestu óskir um farsælt og gjöfult nýtt ár.
Ég er nýkomin heim úr vikufríi við Gardavatnið á Ítalíu (keyptum flugfarið fyrir bankahrun ! :-) ).
Það er búið að vera gott að slaka á þar, en nú er hvunndagurinn framundan - og hátíðahöld um nýárið. Hafið það sem allra best, kær kveðja Inga

12:10 pm  
Anonymous Anonymous said...

hó hó hó. ég og amma dreki sendum ykkur nýjárskveðjur, erum hér saddar og sælar eftir að hafa borðað brunch með Þránni Lóu og Jóa hér í Glæsibænum. Stillt og gott veður, sprengingar hljóma, kalkúnninn á leiðinni í ofninn, 2 pakkar á leiðinni, vonandi komast þeir til skila svona einhverntímann á nýju ári.... Ástarkveðja til ykkar og hafið það sem best, hringi um helgina. 8villt

2:44 pm  

Post a Comment

<< Home