Monday, March 21, 2005

Frídagur

Búin að vera mikið að gera um helgina sem er gott. Við Bói vorum í fríi í gær og loksins tókst mér að draga hann út úr hótelinu og út úr Greyton. Fórum til Sommerset West að versla. Vantaði hitt og þetta í eldhúsið vegna þess að þær panta ekki nóg eða gleyma að panta. Fylltum alla vegna skottið af grænmeti og fleiru.

Fórum síðan til Gordon Bay þar sem við skoðuðum bæjinn og fengum okkur pizzu og bjór. Það er nú alltaf hápúnktur þegar maður fær eitthvað annað að borða en það sem er á matseðli hérna. Falleg strönd þarna sem Gússý og Jóhanna fara oft á þegar þær eiga frí. Okkur eiginlega bara hundleiddist þarna og langaði bara heim á hótelið okkar. Svona er þetta þegar maður er með ungabarn (hótelið er jú barnið okkar) með alla mögulega og ómögulega barnasjúkdóma. Mér tókst nú samt að snúa upp á handlegginn á Bóa og draga hann til Caledon. Þar er par sem keypti gamalt hótel á svipuðum tíma og við eru búin að vera að gera upp og hafa lennt í mjög svipuðum málum og við, með endurbætur, við gerðir, leka vandamál, rafmagnsvandamál, vatnsvandamál, starfsmannavandamál, bankavandamál og ég get haldið áfram svona endalaust. Það var alla vegna mjög gaman að hitta þau. Komust að því að þau eiga fullt af gömlum Oregon Pine gólffjölum sem þau vilja losna við og okkur bráðvantar nokkrar fjalir til að gera við gólfið í Galleríinu hjá okkur., áður en einhver dettur niður um gólfið. Við alla vegna komum til með að kaupa af þeim nokkrar fjalir og látum svo Ami gera við gólfið. Hann er kraftaverkamaður og getur næstum því lagað hvað sem er.

Komum svo á hótelið okkar um 6 leitið og áður en maður vissi var maður kominn á fullt í vinnu. Svona er þetta bara hérna. Það þarf að sinna barninu ef allt á að ganga vel. Hófí (flugfreyja og æskuvinkona Bóa) kemur á morgun. Hún ætlar að vera hjá okkur í 3 vikur. Vonandi getum við notað hana eitthvað í eldhúsinu. Hún er nefnilega meistarkokkur. Hlökkum mikið til og ætlum að gera okkur dag úr því á morgun og fara með hana upp á Table Mountain í Cape Town. Megum ekki klikka á því eins og með Rögnu. Það er nefnilega algert möst að fara þangað.

Ps. Kúlan á Jóhönnu hefur hjaðnað mikið og hún er eiginlega bara orðin góð.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku strákar
Allt virðist ganga betur og það er frábært. Héðan er allt gott að frétta. Það er ennþá allt vitlaust í þessum helv... húsnæðislánum. Ég hitti Gerði á Þrúðvang fyrir stuttu og hún sagði mér að hún og Hrefna ætluðu að heimsækja ykkur fljótlega. Ég er byrjaður að safna.
Ástar- og saknaðar kveðja
Sjonni Munda

4:10 pm  

Post a Comment

<< Home