Sunday, May 15, 2005

Hiski og þjófabálkur - gott veður

Hér er allt búið að vera á haus. Þvottahúsið loksins orðið tilbúið, þannig að það er einu hausverknum færra. Erum búnir að kaupa lítið tréhús sem við ætlum að koma fyrir hérna á lóðinni og nota sem geymslu og viðhaldsherbergi. Húsið kemur vonandi á föstudaginn í seinasta lagi, tilbúið og hægt að byrja að nota strax.

Víngeymslan er komin inn á skrifstofu til mín og það er bara mesta furða hvað hún er samt snyrtileg og svo er auðvitað miklu skemmtilegra að vinna það núna með allt búsið í kringum sig.

Erum að flytja núna úr húsinu á Park Street sem við vorum með á leigu. Þurfum ekki á því að halda lengur eftir að Jóhanna er flutt og Gússý farin heim. David sem er mikill stuðningsmaður okkar og syngur hérna hvenær sem hann getur og einhver er á píanóinu ætlar að hjálpa Bóa við flutninginn ásamt Oliver (garðyrkjumanninum okkar). Flytjum inn í eitt af herbergjunum hérna og ætlum að reyna að gera það eins heimilislegt og við getum. Allt eldhúsdótið okkar fer bara inn í eldhús hérna. Við erum hvort eð er alltaf hérna þannig að í raun er hótelið heimilið okkar. Við erum svosem vanir því að búa þröngt þannig að okkur hlakkar í raun til þess að flytja hingað. Erum að flytja heim! Okkur hefur aldrei fundist Park Street vera heimilið okkar. Húsið er eitthvað svo skrítið í laginu, þannig að þótt við hefðum alla hlutina okkar þar, þá virkaði það aldrei eins og við vildum.

Bílinn bilaði um daginn. Eitthvað í drifskaftinu byrjaði að slást upp í gólfið á bílnum með hávaða og titring. Verkstæðið hérna, sem er náttúrulega ekki vant því að vinna við svona bíla er búið að vera í 5 daga að finna út hvað er að. Einhver lega eða hjöruliður er farinn. Enskukunnátta mín nær ekki yfir svona tæknilega hluti þannig að ég skil þetta varla. Orginal varahlutur kostar yfir 7000 Rand sem er ógeðslega dýrt og við höfum varla efni a að kaupa. Hann ætlar að reyna að fá notaðan hlut á 1300 rand, í staðinn, en þetta er flókið vegna þess að þetta þarf að vera réttur partur sem passar í þessa týpu af BMW. Vonandi reddast þetta án of mikilla útgjalda. Fengum lánaðan bílinn hennar Joy og Gabriel þannig að við er svo sem ekkert í of miklum vandræðm.

Vorum með Kampavíns og Koníaks kynningu í gær þar sem allur matur var í því þema. Fröken Frekja notað viskubrunninn sinn og bjó til geðbilaðan matseðil. Maturinn var alveg truflaður hjá henni og við fengum geðbiluð komment án matinn frá gestum. Tvær stúlkur frá vínbirgjanum okkr gengu á milli borða og gáfu gestum kampavín og koníak með matnum.

Stundum er maður alveg í sjokki yfir því hvað Suður Afríku búar geta verið dónalegir. Hef svosem skrifað um það áður og maður er svosem farinn að venjast því. Ég var að vinna á barnum í gærkvöldi og það var par þar sem sat soldið lengi þar að spjalla við mig. Forrétturinn þeirra var kominn á borðið þeirra soldið áður en þau loksins fóru á borðið sitt. Gestur af næsta borði hjálpaði sér sjálfur og stal öðrum forréttinum frá þeim áður en þau komu á borðið. Þjóninn lét okkur ekki vita af þessu og rukkaði þau heldur ekki fyrir þennan auka forrétt. Hún er í slæmum málum núna hjá okkur.

Ferdi og bróðir hans voru að spila á píanóið og David var að syngja með þeim (buðum honum og konunni hans í mat sem þakklætisvott fyrir allan stuðninginn). Bói fór með staffið heim þegar allir voru búnir að borða til að flýta fyrir. Þá kom gestur að tékka sig inn um ellefu leitið þannig að ég þurfti að fara af barnum og tékka hann inn. Ég rétt leit inn á barinn áður en ég fylgdi honum til herbergisins. Þá sé ég að þess gestur sem stal forréttinum (vissi það reyndar ekki þá) var kominn inn fyrir barinn og var að þjóna vinum sínum. Ég var mjög reiður og fór inn fyrir barinn og tók í dömuna og skutlaði henni út af barnum. Hér er ekki “hjálpaðu þér sjálf þjónusta” og gestir fara ekki inn fyrir barinn minn og hjálpa sér sjálfir. Hún varð fox ill. Þegar hún var að fara út með manninum sínum kallaði hún á mig og sagðist ekki vera hóra. Ég sagði það aldrei, en á mínum bar hjálpa gestir sér ekki sjálfir. Það væri eiginlega þjófnaður í mínum huga. Þá sagðist hún vera að vinna hjá Cape Argus (Suður Afríski Mogginn) og að hún myndi skrifa um þetta. Þá sagði ég henni “Piss off” og með það fór þau. Ég bað síðan David um að tryggja barinn með að ég fylgdi gestinum til herbergisins. Ekki málið fannst honum. Ég þurfti að spjalla soldið við gestinn til að útskyra fyrir honum og tryggja að þetta hefði ekki komið honum í uppnám. Ekki málið fyrir hann.

Við höfum séð svona framkomu áður hérna. Vorum með 30 manna afmæli hérna um daginn þar sem var hlaðborð. Jafnframt voru gestir í hádegismat úti í garði. Gestur sem var að borða úti í garði fór upp á hlaðborðið og stal sér köku. Þetta er alveg ótrúlegt lið. Kannski er þetta svona alstaðar í veitingabransanum, en þetta er nýtt fyrir okkur. Þetta afmælisboð sem var um daginn var óvart rukkað fyrir 75 rand á haus í staðinn fyrir 90 rand, eins og samið hafði verið um. Mistök hjá einum þjóninum. Það var hringt í konuna sem hafði pantað og borgað og útskýrt fyrir henni og beðið um að hún kæmi og gerði upp mismuninn. Hún sagðist vera í uppnámi yfir þessu og fanns ljóminn af veislunni vera farinn. Eftir langt samtal við hana þar sem þetta var útskýrt sagðist hún hafa tekið eftir þessu og fannst hún hafa dottið í lukkupottinn. Henni fannst það bara alveg sjálfsagt að hún myndi hagnast á þessum mistökum. Við spurðum hana þá hvort við ættum að láta þjóninn sem gerði mistökin greiða þetta. Þetta snérist um heiðarleika og við hefðum gert það sama ef hún hefði verið rukkuð um of mikið. Jæja, hún borgaði loksins og við buðum henni að koma með manninum sínum í drykk við tækifæri í boði hússins. Held hún hafi farið sátt með það. Ég veit ekki með ykkur, en ef við sjáum að það vantar eitthvað á reikninginn, þá bendum við á það. Þetta snýst um heiðarleika.

Í dag er sólin hátt á lofti og lítur út fyrir að þetta verði heitur dagur. Yndislegt, það er búið að vera frekar kallt hérna seinustu daga. Ég var skjálfandi úr kulda í gær. Þar sem húsin eru sama sem ekkert kynnt hérna þá getur orðið mjög kallt inni þegar maður þarf að vinna á skrifstofunni. Var kannski þreyta líka sem spilaði inn í. Ég alla vegna fór heim upp úr hádegi í gær og kveikti upp í arninum til að hita húsið. Við vorum með alla arnana í gangi í gærkvöld á veitingastaðum. Það eru þrír arnar þannig að þar var hlýtt og notarlegt hérna í gærkvöldi með bara kertaljós. Staðurinn er mjög notalegur og rómantískur á kvöldin, sérstaklega þegar það er verið að spila á píanóið. Það gerir svo flotta stemmingu.

Er að vinna á fullu í heimasíðunni okkar. www.greytonlodge.com Hún er svo úrelt að staðurinn þekkist varla lengur eftir allar breytingarnar sem viðhöfum gert. Svo er hún með allt of miklum texta og eiginlega bara ruglingsleg eins og hún er núna. Vonast til að geta klárað hana í vikunni sem er að koma. Svo er það bókhaldið, djísus það er allt í steik. Ein tölvan gaf upp öndina og við höfðum skráð í hana alla reikningana og vorum náttúrlega ekki með neitt backup af þeim upplýsingum, þannig að Gleði og Gulltönn eru búnar að vera á fullu í rúma viku að skrá þetta aftur. Ekki tókst að ráða bókara þrátt fyrir miklar tilraunir. Þurfum því að fara með allt bókhaldið upp til Swellendam þar sem endurskoðandinn okkar ætlar að græja þetta. Erum langt á eftir með VSK, launatengd gjöld og fleira og fleira. Þurfum líka að hitta lögfræðinginn okkar. Það eru enn ófrágengin ýmis mál við fólkið sem við keyptum af. Helv#$% skítapakk og þjófabálkur. Þetta er allt í lögfræðingum og lítil von til þess að þau efni skriflega samninga. Jæja, þetta er dýrðardagur í Greyton og ég ætla að njóta hans á jákvæðan hátt. Legg til að þið gerið það sama. Óh, meðan ég man. Það birtist líklega viðtal við okkur í Mogganum núna um helgina eða í vikunni. Endilega tékkið á því.

Smá viðbót

Erum loksins fluttir (að mestu leiti) inn í herbergi 20. Yndisleg tilfinning og svo notarlegt. Svipað að stærð og verbúðin okkar á Íslandi en virkar samt svo milu stærra. Erum með svefnherbergi, stofu og borðstofu, allt í sama ríminu. Erum mjög hamingjusamir með að vera fluttir hingað. Jóhanna og Gunni eru mætt hingað og ætla að eyða kvöldinu með okkur. Hlökkum til góðs kvölds með þeim. Svo fer Gunni til Íslands á morgun.
Love and leave you!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home