Saturday, July 30, 2005

tár og kvíði

Sit úti hérna í sólinni sem er mjög heit og varla hægt að sjá á kjöltutölvuna. Staðurinn er fullur af fólki. Karlarnir að horfa á rugby í sjónvarpinu og kellurnar í sólinni að þamba te. Gærdagurinn var ekki aðuveldur. Fékk SMS frá Lovísu um fjöguleitið. “Var verið að tæma lestarstöðina sem ég var á” Guð hvað ég varð hræddur. Sendi SMS um hæl. “Hvar ertu? Geturðu ekki komið þér út á Stanstead flugvöll?” Hún hringid skömmu seinna. Og allt var í lagi. Hún hafði farið í rútu frá Liverpool station á einhverja aðra lestrarstöð og það til Stanstead. Leið aðeins betur vitandi það. Svo kom SMS frá henni að það væri verið að tæma Stanstead flugvöll, Hún var úti. Hringid strax og þá var verið að hleypa inn aftur. Eins og ástandið hefur verið í London var ekki gott að vita af þeim að fara þar í gegn og þurfa að fara á milli Heathrow og Stanstead. Og eyða þar að auki heilum degi í London. Við vorum báðir að drepast úr áhyggjum. Get ekki ímyndað mér hvernig Lovísu leið. Allt gekk víst vel og Lovisa og Gabríel eru komin heim á landið Bláa. Guði sé lof! Hef sjaldan haft eins miklar áhyggjur.

Það er hópur hjá okkur núna að halda upp á eitthvað.
Veit ekki hvað, drekka alla vegna vel. Munur en þessi Klikk ráðstefna sem við vorum með. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur að ég hef alveg gleymt að kynna nýja leikara í sápuóperunni : Greyton Lodge” Geri það seinna. Tekur því reyndar ekki að kynna annan, vegna þess að hún er hætt. Eða réttara sagt, við komum ekki til með að setja hana á vaktarplanið aftur. Of hæg! Hér gengur klukkan mun hraðar en í raunverulega lífinu, enda segjum við oft að við höfum lifað heila ævi síðan við komum, þannig að þá er ég 94 ára! Still going strong!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home