Thursday, August 25, 2005

Sorrý hvað ég hef verið latur að blogga.

Sossa er mætt og lífið hefur bara verið svo skemmtilegt. Er reyndar búin að vera að bókast, ekki það skemmtilegasta, en þetta mjakast áfram. Okkur var boðið í Braai (Barbecue=grill) til Jenný í gær. Hún reyndar hafði steingleymt því þannig að við fórum þangað í “Jenny poo” (sterkir drykkir) og svo fórum við á Rosies að borða. Kominn tími til að við sýndum okkur á einhverju öðrum veitingastað en okkar eigin. Þetta var bara Volga, Jenný, Sossa og við. Var mjög skemmtilegt kvöld. Soldið blautt,l en skemmtilegt. Gleði var á vaktinni þannig að við gátum slappað alveg af með akstur, gesti og að loka. Frábært, held þetta sé í fyrsta sinn í marga mánuði sem við förum út og þurfum ekki að skreppa á veitingastaðinn okkar til að tékka, loka og keyra staffið heim.

Nýr kokkur er byrjaður, Rachel. Lofar góður, þroskuð kona sem gefur af sér góðan þokka og vantaði desperat að fá vinnu. Sjáum til hvernig það gengur. Við segjum eins og alkarnir, einn klukkutíma í eina, einn dag í einu og vonandi komust við á stigið að geta sagt eina viku, einn mánuð, eitt ár, heila ævi. Jæja, veit svosem ekki hvort það verður, en maður má nú láta sér dreyma.

Howard, nýji garðyrkumaðurinn er búinn að vera lasinn. Ami var reyndar búin að segja okkur að hann héldi að hann væri með berkla. TB, er alvarlegur sjúkdómur hérna og er að leggjast á ungt fólk. Veit einhver hernig hann smitast. Hann fór til æknis í gær og aftur í gær en mætir trúlega til vinnu á morgun. Heilsufarsvandamál starfsfólksins er vandamál. Margrét úr lið eftir heimilisofbeldi, Gilitrutt með vöðvabólgu, Gleði með astma og þunglyndi, Ami með nýrnavandamál, Dina með krabbamein (vill ekki meðhöndlun), Loana með bjúg og jafnvægisvandamál (innra eyra eitthvað) og Gina (nýji þjónninn að fara að gifta sig. Æji, blessuð börnin okkar.. Jæja essgunnar, má ekki vera að þessu. Love and leave you.

Ps. Gússý, viltu senda okkur e-mail addressuna þína.h

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hó
Þegar tökur á Greyton light sápuóperunni hefjast skal ég taka að mér að leika Gilitrutt lýst best á krankleikann sem hráir hana nenni sko engum nýrnavandamálum eða þunglyndi. Svo var ég nú einu sinni kölluð Gilitrutt af skjólstæðingi þegar ég var að vinna á BUGL, annars allt í góðu farin að finna hreyfingu hjá litla krílinu mínu
Koss og knús
Gyða

9:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskur,
Frekar þunnur dagur eftir tónleika með Kim Larsen á Nasa í gærkveldi,ógeðslega gaman, sá gamli seigur með dúndurmúsik,en nokkrir G&T + hristur wisky/"beylís" með klaka í nokkur glös, eyðilögðu annars þokkalega góða heilsu í allan dag, var þó í afmæli á Flúðum með vinnunni, en ojbara áfengi, þar til næst ,)
Nú á bara að skella sér í berjamó einhverstaðar, ekkert skemmtilegra en að vafra um með majones fötu um hlíðar og holt, leita að bláum þúfum og tína og tína, alveg sama hvað verður um þetta, gef þetta bara einhverjum, bara lyktin af lynginu og sjá hvernig fatan fyllist smátt og smátt gaman gaman,
allir í berjamó.....
heyrumst luv frá kaldalandinu fallega, Hafdís

11:53 pm  

Post a Comment

<< Home