Saturday, October 01, 2005

Við eigum afmæli í dag. Við eigum afmæli í dag.......

Hæ essgunar

Hér er búið að vera brjálað að gera með bæð’i Lyfju og Baug á sama tíma. Baugs grúppan var með dansleik sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Það voru þreyttir sveinar sem röltu heim og fóru að sofa um þrjúleitið. Ég fór svo á fætur snemma í morgun til að sækja staffið. Bói og Kristján fengu að sofa aðeins lengur. Ég var orðinn svo þreyttur að ég rölti heim um 11:30 að leggja mig. Kristján og Bói fóru til Somerset West að sjoppa. Þeir voru að koma núna tilbaka um hálf fimmleitið. Rétt fyrir tónleikana sem hefjast á eftir.

Nú er næsta krísa að skella á. Eldhúsið er búið að vera í messi og verið sérlega slæmt ástand á því. Gestir hafa sem betur fer ekki orðið varir við það. Maturinn hefur verið mjög fallegur, enda er elldhússkóli Kristalettunnar á fullu. Hún var reið þegar hún vaknaði í morgun. Þvílíkt kaos í eldhúsin og búið að vera að fleygja þvílíku magni að skemmdum mat. Og svo hefur matur verið að hverfa. Rachel virðist vera að éta alla liðlangan daginn þegar hún er á vakt og hún nær að “rúnka Dinana í Rímini” þannig að hún veita varla hvað snýr upp eða niður. Gilitrutt hefur verið að læðast líka í afganga og skipulagi og samskiptum á milli kokkanna eru mjög ábótavant. Loana ætlar í 3 vikna frí eftir viku og það bara gengur ekki. Bói ætlar að tala alvarlega við hana og segja henni að hún komist ekkert í frí fyrr en hún er búin að laga kerfið í eldhúsinu og það sé farið að virka betur. Allt stefnir líka í að við herðum öryggisgæslu og fá öryggisvörð til þess að leita á staffinu þegar það kemur og þegar það fer. Það er allt of mikið að hverfa úr eldhúsinu, jafnvel þó að einhver okkar sé þarna allan tímann.

Það er mikil fátækt hérna og við hendum aldrei mat, heldur biðjum við einhvern um að henda honum. Hann fer þá yfirleitt í poka sem staffið tekur með sér heim. Segir það vera fyrir hundinn, en Hvað veit ég?. Svo hafa þau verið að taka meiri og meiri sénsa. Þetta þarf að stoppa. Þetta er eins og með börnin, stundum þarf rasskell til þess að þau skilji hvað maður meinar. Það er alla vegna okkur reynsla hérna. Eftir rasskellinna hefur allt farið í ljúfa löð og allt gengið betur og mórallinn mun betri. Okkur finnst þetta mjög óþægilegt að þurfa að grípa til svona aðgerða, en hvað getur maður gert? Þetta þarf að stoppa.

Nóg um þetta, ætlaði eiginlega ekkert að segja frá þessu vegna þess að við erum svo stoltir líka af staffinu og finnst það vera að gera marga mjög góða hluti, en það þarf stöðuga yfirlegu yfir þessu. Vorum með almennan starfsmanafund á mánudaginn, þar sem við kynntum nýtt skipurit. Gleði er orðin framkvæmdastjóri (GM), Charlene er orðin Vaktstjóri (DM), Loana orðin Yfirkokkur (HC). Þetta var gert til þess að gefa þeim ábyrgð og vald. Núna þurfa þau að sanna að þau geti valdið þessari ábyrgð. Gleði og Charlene, þurfa að vera augun okkar og eyrun og sjá til þess að hlutirnir gangi eins og við ætlumst til. Loana þarf að tuska staffið sitt til. Eldhúsið er okkar veikasti hlekkur, þó svo að þær séu líka að gera marga góða hluti. Loana getur bara ekki leyft sér að fara í frí þegar þetta er svona illa skipulagt allt saman.

Takk Ragna, Árni, Soffía, Jói og öll hin fyrir afmæliskveðjurnar. Hlýjaði Bóa um hjartaræturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Segist ekki eiga nein afmæli lengur. Við erum svo að fara að halda upp á ársafmæli okkar sem eigendur af GL og 20 ára afmæli GL á sama tíma. Það verður líka formlega opnun á nýrri málverka sýningu á Galleríinu okkar. Genadendal Brass Band kemur og treður upp og það verður boðið upp á pinnamat og vín. GL kórinn (staffið okkar) ætlar að troða upp líka og taka alla vegna eitt lag. Hlakka eiginlega mest til þess að heyra í þeim. Vitum ekki hvað margir koma eða yfirleitt hvort einhverjir koma. Pamela Duff sem er ritstjóri bæjar blaðsins birti ekki auglýsingu frá okkur í seinasta tímaritinu sínu. Kom ekki heldur með 20 blöðin sem við kaupum alltaf af henni og setjum í herbergin. Mjög skemmtilegt blað með fréttum af því sem er að gerast í þessum litla bæ. Höfum reynt ítrekað að ná í hana, farið oft á skrifstofuna hennar til að hitta hana, en hún er aldfrei við og svarar aldrei í síma. Við höfum eiginlega smá grun um að hún sé að setja okkur í straff fyrir eitthvað sem vi vitum ekki hvað er. Hún var skólastjóri (og víst mjög ströng) í kvennaskóla og svo var hún bæjarstjóri hérna og stjórnaði öll eins og hún gerði í skólanum. Virðist vera sem hún sé að gera það sama með blaðið sitt. HÚN NOTAÐI REGLUSTIKUNA Á OKKUR, barði okkur með henni. Vorum að hugsa jafnvel um að hætta alveg að auglýsa í þessu blaði vegna framkomu hennar. Hún lofaði okkur opnu viðtali þegar við tókum við, en ekkert hefur gerst, meðan að allir sem hafa verið að taka yfir fyrirtæki hafa fengið mjög góða ummfjöllun. Latum ekki þetta kéllingagerpi stjórna okkur.

Komst ekki inn á bloggið í gær. Í dag er afmæli okkar, eitt ár síðan við tókum við og 20 ára afmæli Greyton Lodge. Sólin skín og við erum á fullu að undibúa. Bói fór á markaðinn í morgun og hélt ræðu þar fyrir alla bæjarbúa og bauð þeim í afmælið. Vonandi virkar þetta betur en auglýsingin sem var aldrei birt. Má ekki vera að þessu. Love and leave you.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bestu hamingjuoskir með staðinn ykkar strakar,þetta er frabært hja ykkur,
trui ekki að hjartað i Guðmundi se að kolna, mitt verður heitara með arunum
50 næst,mitt gamla merarhjarta,,,,,,
xoxoxoxo Joi

9:26 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn. Eg kíki alltaf reglulega við, gaman að lesa :) Gamla settið frá CT kom og var hjá okkur í ágúst, leyst bara vel á kalda Ísland.
Bestu kveðjur frá okkur
Imba, Neil og Sóley Björk fótbrotna
www.soleybjork.barnaland.is

9:57 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku strákar mínir
Til hamingju með afmælið(in). Þetta er nú annars meira böggið að þurfa að hafa staff alltaf hreint. En mér sýnist að þig séuð alveg ótrúlega góðir í að halda utan um það, það er svo ótrúlegt hvað einföldu hlutirnir í lífinu eru alltaf flóknir...
Var að koma frá Sigga og Kalla, þeir buðu mér í kaffi og Cointreu, alltaf svo gott að staldra við hjá þeim ( skyldi það vera af því að þeir eru í svo góðri fjölskyldu, plús litla systir ?, hvað veit maður). Hér á kalda Íslandi er sko kominn vetur, búið að vera aldeilis ótrúlega kalt. Maður þarf á öllu sínu hugmyndaflugi að halda til að halda við jákvæðninni. Var á starfsdegi í dag hjá Símanum, voða gaman, þar hélt Jóhann Ingi Gunnarsson m.a. fyrirlestur um hvernig á að bregðast við breytingum, kom enn einu sinni inn á þann einfalda sannleika, að það er ekki spurning um hvað kemur uppá í lífinu, spurningin er, hvernig bregst maður við því sem uppá kemur. Og, svarið er, jú, við getum valið að vera jákvæð. Þarf ekki að segja ykkur það, þið eruð að framkvæma þetta á hverjum degi. Semsagt, þið eruð aldeilis frábærir. Vona að staffið ykkar geri sér grein fyrir því, að það er sko ekki sama hjá hverjum maður vinnur. Ekki sjálfgefið í Suður-Afríku að vinnuveitandinn láti sér annt um fólkið sitt eins og þið gerið, það er næsta víst.
Góða nótt, elskurnar,
kær kveðja
Inga

12:13 am  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með fyrsta árið elskurnar. Og Guðmundur til hamingju með afmælið um daginn og Stjáni svo þú fáir kveðju líka til hamingju með eitthvað þú mátt ráða?
Haustkveðja
Gyða

2:32 pm  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju með afmælið:)

10:04 pm  

Post a Comment

<< Home