Monday, November 28, 2005

bæjarslúður

Árshátíðin gekk mjög vel og við fengum geðveik ummæli frá þeim sem skipulögðu hana í tölvupósti í dag. Maturinn var “Wow” og Gulltönn fékk mjög gott hrós frá þeim um skipulagningu og sama fékk allt staffið okkar. Það gladdi mikið að fá svona klapp á bakið, sérstakalega þeagar maður veit að þetta hefði ekki gengið án okkar og að Bói hefði svarað fullt af tölvupóstum í nafni Gulltannar. Hún var náttúrlega ekki látin vita af því en hún sagði i morgun að þetta hefði verið fyrsta skiptið sem hún hefði verið ánægð þegar hún opnaði tölvupóstinn.

Smá bæjaslúður:
Hér var opnaður nýr veitingastaður fyrir tæplega tveimur vikum. Terrace er orðið a Pipartrénu, og hafa verið fullbókuð síðan þau opnuðu. Staffið þar er Smjörlíki sem yfirþjónn, Oliver (fyrrverandi garðyrkjumaður okkar) og í eldhúsinu er Ellen og Silvía sem voru báðar hjá okkur í eldhúsinu og voru öll rekin frá okkur, eða þannig. Fólk hefur verið með svolítið skiptar skoðanir á því hvernig gengur hjá þeim. Ekki mjög góð ummæli um matinn, en þau hafa greinilega lagað staðinn og hann er huggulegri. Þau hafa tekið svolítið viðskipti frá okkur en þetta virðist vera bóla sem hjaðnar.

Frímerkja húsið (Posthouse) er í alvarlegum málum. Enginn framkvæmdarstjóri lengur og enginn eigandi heldur. Það komu gestir til okkar í morgun sem hafa verið þar í tvær nætur, gátu ekki fengið neina drykki (misstu leyfið), gátu ekki notað sundlaugina vegna þess að hún var of skítug. Þau fóru út að borða í gærkvöldi á Rosies. Inn stormaði Keith (bókarinn þeirra sem rekur Frímerkið. Eigendurnir eru í dómstólum að rífast um það hver á hvað eftir erfiðan skilnað og staffið og gestirnir eru þeir sem líða fyrir það) henti lyklunum að herberginu þeirra á borðið þeirra og sagðist hafa leitað að þeim allt kvöldið og rauk út. Það fauk svo í þau að þau ákváðu að flytja til okkar. Hafa notað sundlaugina okkar í dag og notið þess að vera hjá okkur og fá drykki og góða þjónustu, eins og maður vill hafa þegar maður er í fríi.

David Aldern er að skipuleggja jólatónleika hjá okkur sem verða spes þann 16 des og svo er hann að skipuleggja Nat King Cole tónleika í feb/mars sem verða auglýstir sérstaklega bæði lókal og eins í Cape Town. Gæti orðið spennandi.

Verð eiginlega að segja það, Kristján, Sinful temptation (Litla ljúfa syndin) er orðin þvílíkt vinsæl hjá okkur og ummælin sem við erum að fá um þennan eftirrétt eru svakaleg. Þetta er bara ekki úr þessum heim. Sama með Laxa forréttinn sem þú komst með. Hann er þvílíkt vinsæll. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og komdu fljótt aftur.

Komst aðeins í herbergin í dag. Ami er á fullu í herbegi 15 herbergið sem Lovísa og Gabríel voru í og var eiginlega bara ágætt og fallegt eins og það var) erum að setja nýjar innstungur og nóg af þeim, ný ljós og viftu. Og svo á að mála, Inn er komið “four poster” rúm sem er mjög fallegt. Þetta á eftir að verða eitt fallegasta herbergið okkar þegar við erum búnir með það. Hef lagt ríka áherslu á það við Ami að gera allt vel og helst betur en það, vegna þess að ég vil ekki koma inn þarna aftur til að gera það upp aftur eða að uppgötva að eitthvað sé að því. Þetta er mjög spennandi og mér finnst þetta æðislega gaman þó svo að ég hafi því miður ekki haft allan þann tíma sem ég þarf til að skipuleggja þetta eða kaupa inn hluti til að gera þetta eins fallegt og hægt er, en koma tímar og koma ráð.

Ps. Takk Árni frændi fyrir falleg orð. Takk líka Hafdís fyrir þitt komment, held þetta sé rétt hjá þér, þetta er prógramm í ákveðinn tíma og svo tekur maður stöðuna aftur. Takk líka Inga fyrir að vera dugleg að hvetja okkur, það gleður og hvetur okkur til að halda áfram með þetta blogg. Einhvern veginn finnst manni maður vera í einhverju sambandi við fólk sem manni finnst vænt um og þekkir. Hef því miður ekki tíma til að vera í persónulegu e-mail sambandi við alla og hef ekki efni heldur á því að hringja í alla vini og vandamenn. Finnst samt vænt um kommentin og símtölin. Gleður meira en ég get sagt.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æi, ég vona að ég hafi ekki verið ein þeirra sem særði þig Villi minn. Það var alla vega ekki meiningin, það segi ég satt. Mikið er rosalega gaman að lesa bloggið. Það er ótrúlegt hvað þið eruð duglegir að lofa okkur að fylgjast með. Ég er flutt tímabundið frá Erni og Stínu. Móðir Arnar lést í síðustu viku, það var skyndilegt, og þau eru komin heim. Svo koma fleiri fjölskyldumeðlimir sem eru búsettir í útlöndum. Jarðarförin verður á laugardaginn. Það er alltaf sárt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um, alveg sama hvað fólk er orðið aldrað. Þetta sýnir manni að nú fer okkar kynslóð að taka við sem sú elsta. Bý núna á Kleppsveginum, eins og Erna vinkona orðar það svo skemmtilega: ,,Það hlaut að koma að því að þú færir inn við Sundin blá..." !!! Það er nú ekki eins og maður sé óvanur að pakka ofan í tösku á aðventunni og flytja eitthvert!!! Ó hvað ég sakna ykkar og vildi að þið væruð hér eða ég hjá ykkur. Haldið áfram að hlúa hvor að öðrum og passið ykkur á stressi og álagi. Vona að þessi nýi staður fari fljótlega á hausinn, sorry to say - eða réttar sagt, ekkert sorry to say. Knús og kossar elskurnar mínar frá Önnu Kristine.

9:59 am  
Anonymous Anonymous said...

hææji elskurnar mínar í langtbortistan.
Hér er myrkur myrkur myrkur...oj það er svo dimmt og drungalegt, enda dimmasti tíminn, enginn snjór og rigning alla daga, verður ekki verra..hálf þjóðin í vetrarþunglyndi sem brýst út í helgarferðum í musteri mammonar, þar sem hægt er að kaupa sér stundargleði í fluorbirtunni,og jibbí, nýtt vísatímabil hefst á morgun, ekki nema 18 dögum of snemma,þá er virkilega hægt að bilast yfir reikningunum er þeir berast...1 1/2 mánuður á flippi...
ég fór nefnilega aðeins í Smáralindina um helgina, eins og hálf þjóðin held ég, allt er yfirfullt af vörum, og svo fara líka allir til Mall of Amerika i Minneapolis, til Dublin eða Köben...vá..það er brjálað að gera hjá öllum í þessu...(smá hugleiðingar um tilgang(sleysi))Ísland er skrítið land..
Þið eruð greinilega alveg komnir á fullt aftur, muna að passa sig,vona að lyfin þín séu að byrja að virka vel Villi minn, og eins er ég forvitinn að vita með þetta blessaða kólesterol hjá Guðmundi, hvernig kom það út.
Er einhver á leið til ykkar í heimsókn? er eitthvað sem ykkur vantar fyrir jólin elskurnar..látið endilega vita ef ég get sent ykkur eitthvað til að auðvelda lífið og tilveruna...
Smá bull meðan ég var að bíða eftir að maturinn yrði tilbúin...
Ástarkveðja til ykkar
Hafdís

7:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar kem á bloggið ykkar nánast á degi hverjum gaman að fylgjast með ykkur.. en af okkur er allt það besta að frétta miða við aðstæður og gunni stendur sig eins og hetja ;) þruma var að slasa sig á löppinni var í göngu með hana og hún skar sig á hrauni og það þurfti að svæfa hana og sauma nokkur spor og setja umbúðir en hún er núna öll að koma til ;) sakna ykkar og vona ef allt gengur að óskum að við gunni komum í heimsókn á nýju ári..
love and leave you Jóhanna Maggý

4:17 pm  

Post a Comment

<< Home