Sunday, February 26, 2006

Erfið helgi

Lovísa og Gabrél eru mætt og Lovísa er þegar byrjuð að taka verkefni frá mér sem er æðislegt og mikill léttir fyrir mig. Það er nú samt ekki alltaf auðvelt að afhenda ábyrgð og verkefni en ég treysti henni og hún er svo ofboðlega ábyrg og klár. Gabríel er að skemmta sér mjög vel hérna og Waný er orðinn besti vinur hans. Gabríel er samt soldið krefjandi og getur verið erfiður þótt hann sé nú yfirleitt mjög góður. Erum að skoða núna skólana hérna til þess að hugsanlega setja hann í skóla hérna þannig að hann hitti önnur börn. Hugsa hann hefði gott af því og við Lovísa að fá smá frið, ekki hann sé nú erfiður samt, vegna þess að það er hann alls ekki. Hann er bara sætur og svooooo mikiðð krúúútt.

Þetta er búin að vera mjög annasöm helgi. Næstum fullbókuð sem er náttúrlega mjög gott, Tónleikarnir gengu vel á föstudaginn og Jenný, Pamela og Noelle mættu þannig að ég sat með þeim og svo kom Volga seinna og við snæddum saman öll. Allt í einu tók eg eftir því að það var eitthvað í gangi. Einhver óróleiki þannig að ég fór inn í eldhús og það var allt í steik þar. Einhvern veginn hafði Penný og Karen náð að klúðra öllu og gestir voru búnir að bíða næstum því í klukkutíma eftir matnum sínum. Eitt 12 manna borð var orðið mjög pirrað. Ég fór alla vegna í verkstjórn og var mjög pirraður og sár. Þetta hefur ekki gerst hérna í marga mánuði og við höfum verið að fá geðbiluð komment á matinn og þjónustuna. Líklega var kokkurinn á túr, veit ekki meir. Við rétt náðum að rúlla þessu upp og það voru allir gestir óánægðir. Það var ekki gaman að tékka þá út um morguninn vegna þess að einhvern veginn náðu þau líka að “klúðra” honum. Held reyndar að gestirnir hafi verið svo pirraðir frá kvöldinu á undan að það var bara ekki séns að redda því.

Ég átti fund með öllu eldhússtaffinu og fór yfir stöðuna, án þess þó að vera reiður. EN, eins stoltur og ég hef verið þá er þetta bara ekki ásættanlegt. Það þarf að undirbúa betur og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Lærum af þessu og látum þetta ekki gerast aftur. Kvöldið í gær gekk eins og í sögu og líka í kvöld.

Þessi helgi setti mikla þreytu í mig og það var nú ekki eins og ég mætti við því. Er samt eiginlega búinn að vera í “fríi” í dag og eiginlega ekki gert neitt. Finnst það æðislegt, en það kostar að ég þarf að vinna vel á morgun. Jagúar er að koma í seinasta skipti á morgun og ég get varla lýst því hvað ég er feginn (veit það er ekki rétt, en ég er þreyttur). Þarf að fara að finna Pollýönnu. Held hún hafi verið í “Beauty treatment” alla helgina, hún er alla vegna ekki búin að vera með mér

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hallo Villi minn gott að vita að Polly er enn hja þer,,,,su held eg að se anægð með þig,,svo duglegur,,,,er ekki buinn að hafa samband við Guðmund enn
,verð að droja mer i það.
Gott að vita af Lovisu og Gabrile hja þer.
xoxoxoxo
Joi

9:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn, sit hér með hor/hita og huggulegheit fyrir allann peninginn, oj bara...
Áttum frábæran kjötsúpudinner í gærkveldi, Anna K, Hófí kallinn þinn, þráinn og Lóa og svo Rannveig, vantaði bara þig, svo hafði amma dreki gert rjómabollur, það er jú bolludagurinn í dag...
Bráðum ferðu nú að fá kallinn þinn aftur, þennan óþolinmóða, vonandi gengur bara upp salan á þessu svo þið getið hvílt aðeins hana Pollíönu, og þið farið að snúa ykkur að einfaldara lífi á einhvern hátt, úlala, ekki væri það nú slæmt....
Ástarkveðja og farðu vel með þig krúttið mitt...
Hafdís snork....

11:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Mikið er gott að lovísa og gabriel eru komin til þín Villi minn. Svo hlýtur líka littla gaur gaman að fara í skóla í afríku ;)halltu áfram að reyna miðað við aðstæður að fara vel með þig.. gleðilegan spreingidag.. ástarkveðja Jóhanna Maggý og Þruma pæja ;)

3:20 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Hey Villi minn hvaða fordómar eru þetta

Túr........

Átti nú ekki von á þessu úr þessari áttinni.

Love siss

12:09 am  

Post a Comment

<< Home