Thursday, April 27, 2006

í kasti og afmælisveisla !!!!

Hér er allt búið að vera á haus. Brjálað að gera og algert met á ressanum í gær. Aldrei haft eins marga gesti og það var tvísetið á mörgum borðum. Ástandið var víst ekki gott á mörgum öðrum ressum í greyton. Gestir að slást vegna þess að maturinn kláraðist. Hér var nóg að bíta og brenna. Gestirnir fengu morgunmat klukkan 5 í morgun þannig að það var ekki mikill svefn hjá okkur. Lovísa og Gabríel sváfu hjá okkur enda fullbókað. Ráðstefnusalnum var breytt í nudd herbergi og ég veit ekki hversu margir sváfu þar í nótt. Þetta var allt fólk sem var stuðningur og hafði sofið nokkrar nætur í rútunum og fanns betra að sofa þarna á gólfinu, þrátt fyrir að það væri engin salernisaðstaða fyrir þau. Þau notuðu baðherbergin hjá gestunum sem þau voru að vinna fyrir og það var ekkert mál. Mjög þægilegur hópur. Klukkan 5 í morgun hringdi Tyspy sem var að sjá um veitingar fyrir hópinn ásamt morgunmat. Hún átti engann ost og var desperat. Sem betur fer áttum við soldið auka ost sem hún fékk lánaðan. Vonandi reddaði það henni eitthvað.

Ég tók kast á Wany í gær. Tapaði mér gersamlega. Þegar seinustu gestir voru loksins farnir og allt staffið átti að mæta klukkan fimm um morguninn daginn eftir, sá ég hann starta bílnum og færa hann að eldhúsinu. Stuttu seinna heyrði ég hann flauta, eins og hann væri að reka á eftir staffinu sem var á fullu að ganga frá og undirbúa morgunmatinn. Hálftíma seinna kom hann og bað um vasaljós. Fann ekkert sem virkaði, þrátt fyrir að rafmagnið hafði farið nokkrum sinnum um kvöldið. Ami og Wany eiga að sjá um að þau virki, en það virðist aldrei neitt þeirra vera í lagi ef þau finnast á annað borð. Ég spurði hann hvað hann ætlaði að gera við það og hann sagðist þurfa að laga ljósið á bílnum. Ég spurði hann hvenær hann hefði tekið eftir því að það virkaði ekki og hann sagðist hafa tekið eftir því seinnipartinn þegar hann fór að ná í Ami og Jacko sem höfðu verið útí skóg að ná í greinar til að gera grindverk. Hvers vegna í ósköpunum gastu ekki lagað ljósið þeagr það var bjart? Og hvers vegna ertu búinn að vera í burtu í hálftíma og af hverju þurftirðu að flauta svona eins og þú værir að reka á eftir staffinu. Þau voru öll á hlaupum og meira að segja eldhússtaffið var að aðstoða til að flýta fyrir. Don´t mess with me this time of the night og drífðu þig að aðstoða staffið að loka. Þau eiga öll að mæta klukkan 5 og þú þarft að keyra þau. Viltu gjöra svo vel að drífa þig að aðstoða þau NÚNA, sagði ég og hækkað (því miður) röddina aðeins.

Hann er ótrúlegur. Átti fund með honum í dag þar sem ég fór yfir þetta og sagði honum að ég myndi ekki biðjast afsökunar, vegna þess að fyrir mér hefði þetta litið út eins og hann hefði ekki nennt að gera við bílinn fyrr um daginn þegar það var bjart og að hann hefði bara verið að taka sér langa pásu og að ekki að styðja liðsheildina hérna. Oh, ég er búinn að fá svo ynnilega nóg af honum og reyndar Megan líka.

Hér var haldið upp á 4 ára afmæli Gabríels í dag og flest staffið kom með börnin sín. Það var sungið fyrir hann og kökur borðaðar. Allir voru leystir út með gjöfum og þetta var mjög gaman fyrir hann. Það voru nokkrir gestir hérna og allir höfðu orð á hvað þau hefðu öll verið stillt. Heyrðist varla í þeim. Þetta var mikið ævintýri fyrir Gabríel sem naut hverrar stundar.

Cape Epic (hjólreiðarkeppnin) fór héðan klukkan 7 í morgun og við fórum aðeins að skoða þegar keppnin hófst. Enginn smá fjöldi af hjólum. 1500 keppendur og alger stífla. Klukkutíma seinna sáust engin ummerki eftir að allt þetta fólk hafði verið hérna. Það eru nokkur herbergi í kvöld, Rólegt á ressanum, en svo er fullbókað um helgina, Þannig að það verður AKSJÓN.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Hef átt svo mörg afmæli (48) að manni finnst það varla taka því að gera sér dagamun. Hef ekki ennþá fengið gjöfina sem ég hef þráð mest. Einn heilan frídag! En koma tímar og koma ráð. Kannski í næstu viku. Takk líka fyrir öll kommentin, vermir alltaf. Love and leave u!

4 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Elsku Villi minn

Sé að þreytan er búinn að taka yfir heilann á þér. Við erum ekki tvíburar það er ég sem er 48 þú varðst 47 ára eftir íslensku tímatali þann 24. apríl sl. en kannski er þetta öðruvísi í afríku og þú eldist svona hratt. Allavega ætti það þá að vera full ástæða til að koma sér til Evrópu aftur.

En allvega vildi bara rifja upp með þér að 2006 (árið í ár) - 1959 (árið sem þú fæddist, ég man það vel) = 47 sem sagt þú ert 47 ára.

Vorum að koma úr indælum göngutúr með Heklu og Viktoríu í Fossvoginum, vorið er loks komið og stutt í íslenska sumarið.

Ástarkveðjur Ása Hildur

10:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vildi bara vekja athygli á því að maður eldist nefnilega ansi hratt þegar maður er síþreyttur. Ég hélt til dæmis að ég væri sex árum eldri en Bubbi Morthens á afmælisdaginn minn og sagði vinkonum mínum það. Þær sögðu,nei hann er að verða fimmtugur.. Og þá sagði ég: Já og ég er 56 ára í dag.
Varð reyndar 53 þannig að ég hafði bætt við þremur árum! viljiði skila afmæliskveðjum til elsku Garbríels frá mér. Margir kossar og mörg knús, Anna Kristine

10:38 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heil og sæl Öll sömul og til hamingu allir sem áttu afmæli..
Guðrún á Hvanneyri hér... þvílíkur rússíbani sem þessi hótelrekstur er... Annars hljómar líf hjá öllum öðrum meira spennandi en hjá mér þessa dagana.. ég hef verið í mánuð núna að skrifa BS ritgerðina mína, inn í sama húsinu í hallærislegu innifötunum mínum og er alveg að mygla á sjálfri mér og ritgerðinni..

Robyn, Pétur og Melkorka komu í heimsókn til okkar hingað á Hvanneyri um daginn með Heather sem er kanadísk og var að vinna með okkur á Glym. Mikið var gaman að sjá litlu sætu Melkorku.. alger rús.. Við fórum í fjósið, heimsóttum Bónus sem er gælusvín (200 kg) og tókum smá rúnt um Hvanneyri...
Jæjja best að halda áfram skrifunum.. Gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur úr slagviðri og vori á Hvanneyri
Guðrún Bjarnadótir

1:33 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskur, veit að það er langt síðan ég hefi skrifað ykkur, stundum byrjað en hætt við, hef ekki fundið taktinn...finnst ég auðvita verða að vera duldið skemmtileg því ekki hljóma allir dagar mjög skemmtilegir hjá ykkur, svo óþarfi er að bæta á með einhverju leiðindaröfli... ekki að sé eitthvað leiðinlegt..bara smá rigningardepurð held ég.Annars er ég að reyna að rífa mig upp á rasshárunum til að fara að rifja upp gamla keramiktakta..búin að safna að mér efnivið og fleiru..kannski maður fari að gera eitthvað annað en að vinna sofa eta og .....;hver veit.
Allamalla hvað ætlið þið lengi að halda þetta út.. þið vitið auðvitað að ekki breytið þið heilli heimsálfu,þó þið yrðuð þarna í hundrað ár, eruð þið að gera þetta fyrir ykkur eða einhverja aðra? varla gangið þið með grillur um að breyta þjóðfélaginu, efla siðgæðisvitund?vinnuvitund?hmmmm með fullri virðingu, held ekki að það sé ykkar hlutverk,komið bara heim og vinnið fyrir rauða krossinn, og við getum hist á Jómfrúnni á sunnudögum og hlegið að bulli og skemmtilegheitum... æji hvað ég sakna ykkar, látið mig bara vita hvenær ég á að hringja í Reykjanesið í Vestfjarðardjúpi og athuga með staðarhaldarastöðuna....
Nóg í bili, var að sötra rauðvín hjá Sólveigu vinkonu í Hafnarfirði, og er duldið laus (höndin)á fingrasetningunni...
Ætla að eyða deginum á morgun að pússa gönguskóna mína til að fara í 1.maí kröfugöngu...(not-því miður)nei ég verð víst að kyngja því að vera orðin sub-houswife sem hugsa meira um garðinn minn svo ég lendi ekki í skömm á móti nágrönnum mínum, en rifja upp nallann og fánaburð...Nóg frá Reykjavík á laugardagskveldi, nú er bara að fara að kíkja í sunnudagsmoggannn og vita hvort eitthvað nammi sé til í nammiskúffunni...
elsku Villi til hamingju med afmælið þitt um daginn,,,bið kærlega að heilsa...ástarkveðja Hafdís

10:41 pm  

Post a Comment

<< Home