Monday, October 30, 2006

Smá slúður

Á laugardaginn um sex leitið mætti frú Alexis Otto (NFH= Nágranni frá helvíti). Hún kom inn um hliðið á garðinum og ég sat einn úti. Ég stóð upp strax og sagði stopp, hingað og ekki lengra. Hún sagðist vera að koma til þess að gera frið með okkur og ég sagði henni að hún væri ekki velkomin. Sem betur fer heyrði Anne þetta og kallaði í Bóa sem kom hlaupandi út eftir að hafa beðið hana að hringja í lögguna.. Hann kom með logandi kerti út ( við höfum sett logandi kerti út í garð á hverju einasta kvöldi til að blessa þau), setti það á sinn stað, ýtti mér inn, hundsaði hana, og byrjaði að loka öllum dyrum.

Hún lét sig hverfa, sem betur fer. Löggan mætti stuttu seinna og tók skýrslu af okkur og fór svo yfir til þeirra, Við heyrðum bara öskrin frá þeim á lögguna, sem voru langt í frá að vera kurteis. Í dag kom svo Gabríel (sem er lögga og er giftur Gleði) og sagði okkur að herra Otto hefði verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald seinasta Lagardag, fyrir Kókaínneyslu, Heyrðum svo í fréttunum í dag að eitthvað hafði gerst á Barnards (nýjasta samkeppnisaðilanum). Orðrómuir segir sð þar hafi verið gerð rassía og fundist mikið af Kókaínu (ekki hafa þetta eftir mér).

Þetta gerist víst á Laugardaginn, sama dag og frúin kom hingað. Gabríel sagði okkur að hún væri komin með lífvörð og Herra Otto væri ekki velkominn nálægt húsinu þeirra (og okkar í leiðinni) Frú Alexis Otto er vít komin með lífvörð og var með lásasmið í dag að skipta um lása á húsinu.

Ekki nóg með það. Á laugardaginn var uppákoma á Barnards. Það var rósahelgi í Greyton (Bói vann frumlegustu skreytinguna – global þema – hann notaði bómull (ís) sem hann hafði sáð grasfræjum í) ljósaseríu (norðurljósin) mosa, steina og blóm sem gætu hugsanlega hafa verið íslensk. Mjög flott! Charlene í eldhúsinu aðstoðaði hann svona rétt eins og Bára mútta gerði alltaf á Íslalandinu bláa. Þegar rósardrottningin kom í skrúðgöngunni (Dóttir eins kokksins á Barnards), fór allt staffið þar út að fylgjast með, Ernest (sem var þjónn hérna þegar við tókum við og er núna Manager þarna.), var víst orðinn fullur og hótaði öllum ef þau hypjuðu sig ekki inn þá væri það skriflega viðvörun á alla. Allt staffið labbaði út (nema Megan, sem vann hérna líka) Þvílík krísa. Svo var eitthvað í fréttunum um Peter Barnard í dag sem við náðum aldrei, Vonadi ekki um Kókaínið í Greyton!.

Erum að fara til Volga á morgun þannig að þið heyrið ekkert frá okkur í smá tíma. Velkomin Herdís á bloggið og takk fyrir kommentin Anna Kr, Hafdís, Lovísa J, Ása, Hófý, Stjáni (á Jommunni), Sigrún og hin sem ég hef gleymt að nefna.. Luv and lív jú.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló halló elsku strákar mínir.. mikið er gott að vita að þið séuð að fara í sma frí saman til volga ;) hugsa til ykkar mikið kanínu ungarnir mínir ahaha
sakna ykkar voðalega mikið undanfarið og er búin að hugsa mjög sterkt til ykkar vona að þið hafið fundið fyrir því !!
RISA KNÚSAR OG KOSSAR úr kuldanum á klakanum xxxx
Jóga spóga (Jóhanna Maggý hottinn totti) ;)

12:23 am  
Anonymous Anonymous said...

Jóhanna er ekki að segja alveg satt. Það er ekkert kalt hérna... hm hm hm. Nú er kominn nóvember og jólin löngu komin í : Ikea, Rúmfatalagerinn, Bónus, Jólamarkaðinn etc etc. Vá, gott að þau skuli ekki fara framhjá okkur þessi blessuðu jól, við getum keypt glingur eins og brjáluð í næstum tvo mánuði! Vonandi eruð þið núna steinsofandi og hafið það gott í fríinu. Knús úr hitasvækjunni,Anna Kristine.

11:17 am  
Anonymous Anonymous said...

Þá er ég bara kuldaskræfa!!

9:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir,
Gaman að sjá blogg frá ykkur báðum. Og það er alltaf jafn líflegt samfélagið í kringum ykkur, sei nó mor. Ég er nýkomin frá Amsterdam og Haag, þar var ITC President's Weekend, ég hitti reyndar enga af vinkonum þínum frá Suður-Afríku, Villi minn. En það var auðvitað gríðarlega gaman, og fínt að fá time out í Amsterdam í kaupbæti. Nú, svo er nýafstaðið þing Norðurlandaráðs, þar sem okkar Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi Færeyinga harðlega fyrir tregðu þeirra í mannréttindamálum, þeir nefnilega vilja ekki hafa samkynhneigða með í þeim hópi sem ekki á að mismuna. Og þeirra maður var hinn harðasti á því, að Færeyjar væru besta samfélagið á Norðurlöndum, því þar eru skilnaðir svo fátíðir, og allir fara reglulega í kirkju. Það þýðir víst að allir séu hræðilega hamingjusamir. Jahá, það er gaman að vera til, sérstaklega í Færeyjum. Hafið það gott, elskurnar, kveðja Inga

9:15 am  
Anonymous Anonymous said...

Nei, nei, engin kuldaskræfa skrifar í þetta blogg, þú hefur örugglega bara verið að fá smá hita! Og þetta með Færeyjar er nú alveg yndislegt. Allt svo gasalega gott þar. Já, bara allir í kirkju og segjum halelúja og amen og krossum okkur og jesúum ef við sjáum samkynhneigða. Mamma mía.Ekki eru vandamálin nú mikið hjá blessuðum Færeyingunum ef þeir hafa tíma til að velta sér upp úr þessu. Rannveig Guðmunds stóð sig frábærlega.Þeir dauðsjá ábyggilega eftir að hafa boðið henni, hafa ekkert áttað sig á að sumar konur eru klárar... !!! Vona að bloggleysi ykkar þýði að þið hafið framlengt fríið hjá Volga og séuð bara þar í algjörri hvíld, spjalli og nettu glasi. Hér er eitthvað voðalega skrýtið veður, en þýðir ekki að ´fást um það. Knús og margir kossar, Anna Kristine hin kattlausa.

10:57 pm  

Post a Comment

<< Home