Sunday, October 29, 2006

Villa blogg

Hæ essgunar

Búinn að vera slappur að blogga upp á síðkastið. Feginn að Bói hefur verið duglegri en en ég. Hér hefur bara verið mikið að gera síðan ég kom. Brúðkaup, afmælispartý, ráðstefnur og ég veit ekki hvað. Núna um helgina er Rósa helgi. Mikið að gestum og rósakeppni (því miður unnum við ekki) Bói var með skreytingu í themanu sem var “Global” þannig að hann gerði skreytingu sem var með íslensku thema. Ætlaði að nota lúpínu, en því miður var hún rétt búin að blómstra hérna. Þannig það það var notaður mosi, steinar. Bómull með grasfræjum (Ís) sem var farið að spíra og ljósasería (norðurljósin). Og einhver blóm sem hugsanlega gætu verið íslensk. Mjög flott skreiting sem Charlene hjálpaði honum með.

Bói er enn mikð að kljást við sorgina og það er ekki auðvelt. Hann er samt enn við sama heygarðshornið. Alltaf að stríða staffinu, mér og á fullu að sinna gestum og skapa fegurð hérna. Hér er búið að vera mála aðalbyggingu og við komum til með að halda áfram að mála og gera þetta fallegra. Því miður höfum við ekki getað lagað sundlaugina eftir flóðin ennþá. 4 sérfræðingar frá Cape Town hafa komið og skoðað hana og bara sagt NEI. Viljum ekki koma nálægt þessu. Endum líklega í því að gera þetta sjálfir.

Við höfum verið duglegir í því að taka okkur frídaga, sérstaklega ég. Og það hefur hjálpað mikið þó svo að maður hafi ekki gert neitt þessa daga nema vera sófus. Volga vinkona er flutt þannig að okkur finnst við vera soldið einir hérna ákkúrat núna, það breytist vonandi. Við ætlum að taka okkar fyrsta frí saman á þriðjudaginn. Ætlum að keyra upp til De Rust að hitta Volga og gista hjá henni í tvær nætur. Erum búnir að vera á fullu að planera þannig að allt gangi nú vel þegar við erum í burtu. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en lofa að vera duglegri að skrifa reglulega. Takk öll fyrir kommentin, heldur þessu gangandi!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar, gott að heyra frá ykkur, hélt þið væruð fluttir á ströndina og farnir að chilla. Allt gott að frétta héðan úr kuldanum heldur kalt fyrir minn smekk. Það á kanski eftir að rætast spádómurinn hans Bóa um að ég komi til S-Afríku í nóvember. Var sett upp á leiguverkefni frá UK til Jóhannesarborgar, og auðvita mjög stutt stop.... Læt ykkur fylgjast með.
Endilega skilið ástarkveðjur til Volgu frá mér, hugsa oft til hennar, vona að heilsan sé þokkaleg hjá henni.
Jæja elskurnar verð í bandi fljótlega. Ástarkveðjur til allra. Hófý

7:59 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað ég var fegin að lesa að þið ætlið að taka ykkur tveggja nótta frí! Kominn tími til. Elsku Guðmundur, það tekur langan tíma að vinna úr sorginni. Kíkið á www.visir.is, farið inn á Stöð 2, kallið fram Ísland í bítið í morgun og þar Kristín Ingvadóttir og Ágúst Ólafur. Þá sjáið þið hvað ykkar er að bralla núna! Búin að henda mér út í djúpu laugina án kúts, rétt enn eina ferðina. Ætlaði að fá mér kisu á fimmtudaginn en við bonduðum ekki ég og þessi elska þannig að nú er hann væntanlega á kisuhimni. Hafið það gott og njótið ykkar. knús og kossar,Anna Kr.

10:42 am  
Blogger Ása Hildur said...

Gott að heyra í þér elsku bróðir. Loksins. Takk fyrir að hringja á afmælinu mínu, verst að þú náðir bara í talhólfið en ég er búin að hlusta 3 sinnum á það. Takk fyrir.
Hvernig gangur með adsl ið fer ekki að verða msn fært almennilega svo við getur talað almennilega saman eða skype? Héðan er allt gott að frétta, héldum uppá alla afmælisdagana í gær og það var bara léleg mæting en góð stund samt. Líst vel á að þið takið ykkur 2 nátta frí saman, Þyrftuð að gera það vikulega minnst.
Ástarkveðjur Ása Hildur

11:17 am  

Post a Comment

<< Home