Sunday, January 07, 2007

Farwell two thousend and shit – welcome two thousend and heaven

Farwell two thousend and shit – welcome two thousend and heaven

Þetta er nú búið að vera meiri Kleppurinn hérna. Það hafa verið stanslaus hlaup frá miðjum desember. Það hefur verið gersamlega brjálað að gera yfir jólin og nýja árið. Slógum met á nýársdag með 95 manns í hádeginu. Vísuðum frá 30-40 manns vegna þess að við áttum ekki nóga stóla eða borðbúnað. Kom í ljós að allir aðrir ressar í Greyton voru lokaðir. Bæði við og starfsfólkið okkar er að niðurlotum komið eftir þessa törn. Það er farið að hægast aðeins núna og við erum að reyna að hvíla okkur eins mikið og við getum. Erum eins og tvö skip sem mætast í myrkrinu, vegna þess að annar okkar er alltaf í pásu meðan hinn er að vinna. Eina leiðin okkar til að komast yfir þetta án þess að drepa okkur.

Greyton Lodge var valið einn af 800 bestu veitingastöðum í Suður Afríku af “Eat Out magazine” (Suður Afríski Gestgjafinn). Þetta er mikill heiður og greinilegt að orðspor okkar sem góður ressi er orðið mjög sterkt. Charlene (aðstoðarkokkur) fór til Caledon um daginn að útrétta. Kom við í 2 bönkum og bifreiðaeftirlitinu. Þegar hún sagðist vera frá Greyton Lodge, var henni sagt á öllum þessum stöðum: “Vá, það er besti veitingastaðurinn í Overberg, númer 1 !”. Við erum hrikalega stoltir. Eat Out skrifaði eftirfarandi:

“Broadly classical with a sense of occasion, unashamedly luxurious and technically impressive from start to finish. Greyton Lodge’s menu ranges from the traditional to the boldly inventive. Enthusiastic staff serves Europian food enhanced with local ingredients. Service is attentive without beeing overbearing. In summer enjoy live music every Friday afternoon in the garden. In winter, curl up in front of the log fire. Wide selection of good local wines.”

Ekkert smá flott. Svo fengum við opnu umfjöllun í “Weekender” sem er mjög vinsælt blað sem fjallar um ferðamál. Þau skrifuðu m.a. eftirfarandi:

“Back at the Lodge we sit down for dinner near a crackling fire. Everything on the menu sounds deliciousStarters are a choice of butternut soup, spanakopita filled with onions and spinach or smoked springbock carpaccio with paw-paw and ginger garlic sauce. The main courses are mouthwatering; roasted Greek lamb filled with spinach and feta cheese, tender breast of chicken (Petto di Pollo, uppskrift frá Önnu K), Tiger prawns or pan-fried kingklip (fiskur). I decided on roasted ostrich (strútur), served with mashed potatoes, vegetable and a port & raisin sauce. The taste sensations blend together and the delecatable dish is the best ostrich I’ve ever tasted. Boi comes over to suggest dessert options. “Our speciality cremé brulee , which has been on the menu for 21 years, or our Sinful temtation, our delicious cake filled with melted dark chocolate, you won’t be dissapointed”.”

Ekkert smá flott heldur. Greinilega erum við á réttri leið og vonandi hefur þetta góð áhrif á sölumálin. Hefur svosem ekkert verið að gerast í þeim málum. Nokkrar fyrirspurnir, en ekkert að koma út úr þeim.

Hér hafa verið góðir gestir, landar. Hörður og Maggi (frá Noregi) gistu hérna yfir nýárið. Höfðum því miður ekki mikinn tíma til að sinna þeim mikið, en það var gaman að hitta þá. Svo kom Ásta Olga með fjölskylduna sína og kærasta, sem ég man því miður ekkert hvað þau heita. Ásta býr í Cape Town með kærarastanum sínum sem er Suður Afrískur. Hún er með blog síðu www.mangoland.blogspot.com Hef því miður ekki haft tíma til að skoða hana ennþá, en það verður ábyggilega gaman að skella sér til Cape Town og hitta hana síðar.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku strákarnir.
Ekkert smá flott. Hjartans hamingjuóskir frá okkur í 0513 - og að sjálfsögðu gleðilegt ár. Á föstudagin er árlegt "kúnnaboð" ykkar verður sárt saknað.
Kv. Systir Sigurjón

12:44 pm  
Anonymous Anonymous said...

Glæsilegt elja ykkar og dugnaður er að bera ríkulegann ávöxt!!!!
Bestu óskir um gleðilegt ár og bjarta framtíð
Kveðjur.
Stjáni

8:44 pm  
Anonymous Anonymous said...

Kæru vinir,
Gleðilegt nýtt ár, megi þetta ár verða ykkur hamingjuríkt. Frábært að sjá hvað öll vinnan sem þið hafið lagt í staðinn er greinilega að skila sér og vekja athygli, til hamingju með það. Af landinu kalda er fátt nýtt að frétta, að vanda er maður mjög tilbúinn til að leggjast í híði í svosem eins og tvo mánuði í myrkrinu, og er líka svo þreyttur eftir hátíðaátið.... En það stendur nú allt til bóta, daginn er tekið að lengja. Hafið það sem allra best, kær kveðja Inga

9:14 am  
Anonymous Anonymous said...

halló elskurnar, kuldi, kuldi og meiri kuldi á þessu skeri, þið vitið auðvita hvað það þýðir; er ekki eldhúsið mitt í S-Afríku enn á sínum stað, er að hugsa um að koma og skoða að !!! Er að bíða eftir svari með far, sýnist það líta mjög vel út. Er á leið til Boston á eftir og kem á föstudag, hef samband við ykkur um helgina eða á mánudag.... Luv ja. Hófý

12:00 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæja hóa,, rosalega líst mér vel á ef Hófý er að fara aðeins til ykkar,Hófý ef þú lest þetta, viltu hafa samband við mig áður en þú ferð út,ætla að biðja þig um að taka smá pakka með til krúttanna....
Hvar er Anna Kristín á blogginu, ekkert séð til hennar???
kv, Hafdís

12:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, Gleðilegt ár og innilegar hamingjuóskir með þessa frábæru umsögn. Kær kveðja frá fannferginu á Islandi þónokkkur snjór og frost. Kveðja Hanna úr Halanum. p.s. erum byrjuð að æfa:-)

3:37 am  
Anonymous Anonymous said...

Jæja elskurnar, bara svona til að gleðja ykkur þá mældist 28,6 stiga frost í Bárðardalnum í dag..... Er einhver til í að skipta !!!! Hófý

7:42 pm  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár öll! Það gladdi mig að Hafdís skyldi sakna mín af blogginu. Þetta er samt nýja línan hjá mér, eiginlega áramótaheit: Nú er ég hætt að vera í sambandi við fólk sem er ekki í sambandi við mig,nema ég sé hluti af póstlista! Bara nokkuð ánægð með mitt heit, enda hef ég alveg nóg að gera við að rækta þá vini mína sem rækta mig á móti. Kaldranalegt, en ævin er farin að styttast í annan endann og þegar maður fær ekki einu sinni e-mail frá fólki í útlöndum þá verður það fólk bara að láta sig hafa það að maður nennir ekki inn á vefsíðurnar þeirra nema endrum og sinnum. Þetta kallast víst forgangsröðun og svo má líka kalla þetta bara "What goes around, comes around"! og hana nú! Annars allt í þessu ljómandi fína, er að flytja eftir hálfan mánuð og verð íbúi í miðbænum, það er eitthvað sem gerir kaffihúsaröltið ennþá auðveldara. Fer í æskuhverfið mitt, Þingholtin. Vona bara að allir á þessu bloggi hafi það rosalega gott og að nýja árið færi ykkur öllum mikla gleði, enn meiri gæfu en undanfarin ár og að heilsa og hamingja blómstri. Knús og kossar frá Önnu Kristine.

2:07 pm  

Post a Comment

<< Home