Bóa blogg
JÆJA. Kominn tími á að blogga duldíð ;
Hér er vetur, svona 16-20 gráður á daginn en alveg niður í mínus 1 til 2 gráður á næturnar.Vonandi setur Villi inn myndir sem ég tók í dag í garðinum af blómum sem elslka hitastigið hér að vetri jafn mikið og ég. JÁ JÁ enga öfundsýki... svona lítur nú miðvetur út í okkar heimshorni.
Daisy (önd) þurfti að fara á krísusenter eftir að Dónald reyndi bæði að nauðga henni og drepa og er núna í öryggi hjá Bradley kokkinum okkar og mér tókst m.a.s. að finna karl handa henni, og unir hún sér vel á nýja athvarfinu.Fyrstu dagana heyrðum við öskrin í henni ( hún býr í næstu götu við okkur) en eftir að karlinn kom er hún ánægð og til friðs. Dónald og Daffy er hins vegar hins ánægðustu og gerðu hreiður í búrinu sínu á mánudag.Daffý verpir einu eggi á nóttunni og eggin eru orpin 4 en ég held að hún komi til með að verpa allt upp í 12-13 egg áður en hún fer að liggja á.
Hvolpurinn er kominn með nýtt nafn “ LUCKY”, hann vex ótrúlega hratt og ég held að hann verði STÓR að lokum. Hann er þrælvel gefinn, lærir fljótt en er farinn að verða óþekkur, treystir orðið fólki en passar vel upp á að missa ekki sjónar á mér. Hann er morgunsvæfur, er samt neyddur til að opna með Villa á morgnana en hleypur svo eins og raketta sé í rassgatinu á honum heim til að lúra lengur enda eru morgnarnir hér kaldir á þessum árstíma.
Við erum búnir að fá 2 bréf frá Rögnu ásamt tímaritum og nýtt bréf frá Báru Múttu. Það lífgar óneitanlega upp á hvunndaginn að fá svona sendingar !!
Hótelreksturinn er farinn að ganga mun betur, bæði fjárhagslega og starfsmannalega séð. Sumarfríin (Vetrarfríin...) eru byrjuð. Anna byrjaði í dag og Lóna kokkur fer á sunnudag. Mórallinn er bara nokkuð góður. Starfsfólkið er búið að munda starfsmannafélag og er að plana “átíng” í Keip Távn í næsta mánuði. Þau eru nokkuð efnuð, ætla að eyða hátt í 80.000 ískr. í þessa ferð.
Ps. Bói skrifaði þetta á föstudaginn, en ég er búinn að liggja í flensu með hita og því hefur þetta fengið að bíða þangað til núna. Villi
Hér er vetur, svona 16-20 gráður á daginn en alveg niður í mínus 1 til 2 gráður á næturnar.Vonandi setur Villi inn myndir sem ég tók í dag í garðinum af blómum sem elslka hitastigið hér að vetri jafn mikið og ég. JÁ JÁ enga öfundsýki... svona lítur nú miðvetur út í okkar heimshorni.
Daisy (önd) þurfti að fara á krísusenter eftir að Dónald reyndi bæði að nauðga henni og drepa og er núna í öryggi hjá Bradley kokkinum okkar og mér tókst m.a.s. að finna karl handa henni, og unir hún sér vel á nýja athvarfinu.Fyrstu dagana heyrðum við öskrin í henni ( hún býr í næstu götu við okkur) en eftir að karlinn kom er hún ánægð og til friðs. Dónald og Daffy er hins vegar hins ánægðustu og gerðu hreiður í búrinu sínu á mánudag.Daffý verpir einu eggi á nóttunni og eggin eru orpin 4 en ég held að hún komi til með að verpa allt upp í 12-13 egg áður en hún fer að liggja á.
Hvolpurinn er kominn með nýtt nafn “ LUCKY”, hann vex ótrúlega hratt og ég held að hann verði STÓR að lokum. Hann er þrælvel gefinn, lærir fljótt en er farinn að verða óþekkur, treystir orðið fólki en passar vel upp á að missa ekki sjónar á mér. Hann er morgunsvæfur, er samt neyddur til að opna með Villa á morgnana en hleypur svo eins og raketta sé í rassgatinu á honum heim til að lúra lengur enda eru morgnarnir hér kaldir á þessum árstíma.
Við erum búnir að fá 2 bréf frá Rögnu ásamt tímaritum og nýtt bréf frá Báru Múttu. Það lífgar óneitanlega upp á hvunndaginn að fá svona sendingar !!
Hótelreksturinn er farinn að ganga mun betur, bæði fjárhagslega og starfsmannalega séð. Sumarfríin (Vetrarfríin...) eru byrjuð. Anna byrjaði í dag og Lóna kokkur fer á sunnudag. Mórallinn er bara nokkuð góður. Starfsfólkið er búið að munda starfsmannafélag og er að plana “átíng” í Keip Távn í næsta mánuði. Þau eru nokkuð efnuð, ætla að eyða hátt í 80.000 ískr. í þessa ferð.
Ps. Bói skrifaði þetta á föstudaginn, en ég er búinn að liggja í flensu með hita og því hefur þetta fengið að bíða þangað til núna. Villi
1 Comments:
Nafn breyting nú kanski bætir,
og hjarata Luckys líka kætir
Ó víst er nú von,
því ykkar son.
Í bólið hjá Bóa nú ákaft sækir.
Post a Comment
<< Home