Staffa slúður
Það hefur heilmikið verið að gerast í staffamálunum hér. Ýmislegt gerðist í ferðalaginu þeirra til Cape Town. Það varð einhver ágreiningur um það hvenær þau vildu fara heim og allt fór í bál og brand á milli Anne og Ginu og Jocko og Jakobus. Þau eru öll skyld þannig að þetta varð ekki gott. Anne vildi fara heim fyrr, en Gina vildi vildi vera lengur eða öfugt. Jakobus varð fúll út í Gina og hvatti son sinn (Jocko) til að slá hana til hlýðni sem hann gerði. Gina kom grátandi hingað daginn eftir. Anne kom og sagðist ekki vilja vinna með Gina. Jakobus sem bjó heima hjá Jocko og Gina á virkum dögum vildi ekki lengur búa hjá þeim. Gina og Jocko náðu sáttum mjög fljótt og voru bæði sammála um að það væri ekki gott fyrir sambandið þeirra að hafa kallinn búandi hjá þeim.
Jakobus spurði hvort hann mætti ekki sofa í bílnum sínum fyrir utan hótelið okkar. Það vildum við ekki og þá spurði hvort hann mætti ekki sofa í verkfæraskúrnum okkar. Við samþykktum það til reynslu í eina viku. Verkfæraskúrinn hefur aldrei verið eins fínn og hann er núna og Jakobus er í skýjunum yfir þessu fyrirkomulagi. Núna er bara að sjá til hvort Anne og Gina ná ekki sáttum. Við höfum reynt að setja þær á sitthvora vaktina svo þær þurfi ekki að vinna saman. Held nú að þetta sé að verða búið.
Bradley er orðinn pabbi. Guð sé lof. Hann var að gera okkur vitlausa með allskonar rugli og kæruleysi. Held hann hafi verið meira óléttur en konan hans. Það var undir lokin ekki hægt að treysta á neitt sem hann gerði og maður þurfti að smakka allt. Súpur óætar, brauðið annað hvort brennt eða hrátt, eplatertan brend að ofan og hrá að neðan, Dukkah allt einu komið með sterkt karrí bragð og ég veit ekki hvað og hvað. Maður gat orðið ekki einu sinni fengið ætan bita frá honum á þess að eitthvað væri að. Hann er núna í sumarfríi og var beðinn um að hugsa alvarlega hvort hann vildi vinna áfram með okkur og hvort hann virkilega hefði metnað til þess að vera kokkur. Vonandi verður hann hrokkinn aftur í góðan gír þegar hann kemur tilbaka.
Jakobus spurði hvort hann mætti ekki sofa í bílnum sínum fyrir utan hótelið okkar. Það vildum við ekki og þá spurði hvort hann mætti ekki sofa í verkfæraskúrnum okkar. Við samþykktum það til reynslu í eina viku. Verkfæraskúrinn hefur aldrei verið eins fínn og hann er núna og Jakobus er í skýjunum yfir þessu fyrirkomulagi. Núna er bara að sjá til hvort Anne og Gina ná ekki sáttum. Við höfum reynt að setja þær á sitthvora vaktina svo þær þurfi ekki að vinna saman. Held nú að þetta sé að verða búið.
Bradley er orðinn pabbi. Guð sé lof. Hann var að gera okkur vitlausa með allskonar rugli og kæruleysi. Held hann hafi verið meira óléttur en konan hans. Það var undir lokin ekki hægt að treysta á neitt sem hann gerði og maður þurfti að smakka allt. Súpur óætar, brauðið annað hvort brennt eða hrátt, eplatertan brend að ofan og hrá að neðan, Dukkah allt einu komið með sterkt karrí bragð og ég veit ekki hvað og hvað. Maður gat orðið ekki einu sinni fengið ætan bita frá honum á þess að eitthvað væri að. Hann er núna í sumarfríi og var beðinn um að hugsa alvarlega hvort hann vildi vinna áfram með okkur og hvort hann virkilega hefði metnað til þess að vera kokkur. Vonandi verður hann hrokkinn aftur í góðan gír þegar hann kemur tilbaka.
1 Comments:
Halló elskur! Hvenær var brúðkaupsdagurinn ykkar? Var hann ekki í dag, - meina áðan: 27.7.??? Alla vega hugsaði ég mikið til ykkar í kvöld heima hjá Möggu Pálma. Fékk ykkur bara á heilann, sagði ekkert en fór beint inn á bloggið þegar ég kom heim. Hér er allt við það sama, ég veik eins og aldrei í sumarfríi, á eftir að gera allt sem ég ætlaði að gera. Geri það bara á næsta ári. Fer til Prag í viku í lok sept með vini mínum. Ætlum virkilega að njóta lífsins. Vinurinn er ekki Geir, veit alveg að þið eruð að hugsa það á þessari stundu. Sendi ykkur knús og kossa úr loftslaginu sem er sífellt að minna meira á gamla, góða Ísland, þ.e. kalt rok :) Love you, Anna Kristine.
Post a Comment
<< Home