Sunday, January 18, 2009

Bóa Blogg

Jæja kæru vinir og vandamenn ;

Gleðilega árið og allt það. Ætla að reyna að pota e-m fréttum af okkur halanegrum en gæti verið að endurtaka e-ð sem Villi eru orðin í órafjarlægð sem og allt sem þeim fylgir. Hér datt allt í dúnalogn föstudag fyrir viku, í raun eins slökkt væri á takka...ekkert borð á ressanum og við vorum komnir heim fyrir níu. Alveg ótrúlegt hvað við manneskjurnar erum mikil hópdýr. Áramót hafa alltaf borið með sér mannabreytingar hér og voru þessi engin undantekning. Þvottahúskonan er hætt eftir að hafa unnið hér síðan áður en við tókum við ( sagði henni upp...alltof löt og kjaftstór). Konustrákurinn sem vann hér sem þjónn var líka látinn fara. Höldum að hann hafi verið á “tikki”, sem er sniff eiturlyf en mjög skaðlegt fyrir heilann. Að lokum hætti svo einn kokkanna ( Ruwayda ) sem er mikil synd bæði fyrir okkur og hana. Hún er glæsileg stúlka og hefði átt bjarta framtíð fyrir sér... en hún gerðist Rastafarían ( Bob Marley Jamaica) og gat ekki lengur smakkað á matnum og virtist að öðruleiti vera heilaþveginn af vitleysunni – já, það eru öfgar hjá fleirum en Gunnari í Krossinum og vini okkar honum Ósama !

Sumarið hefur verið frekar óvenjulegt veðurfarslega ( gott fyrir minn smekk ) því það hefur ringt meir en venja er á þessum árstíma og ekki verið mjög margir 40 stiga dagar, það getur þó breytst, því febrúar er að venju heitasti mánuður ársins. Fórum í Jennípú í dag , en það er alltaf yndislegt. Tókum með okkur nýbakaðar kleinur ( Ég bakaði ) og þar eð ég er eins og stendur á “línunni” eins og Sossa vinkona kallar það sötraði ég heilsute en Villi og Jenný náðu að standa undir “ Pú “ nafninu með því að sötra á sínu venjubundna hvítvíni.

Nú er Laugardagskvöld og bara 3 borð á ressanum. Er búinn að marinera í sterku sinnepi 2 steikur fyrir okkur og reikna með að geta borðað heima upp úr 9 sem bara gerist ALDREI á laugardagskvöldi. Það er ekkert að gerst í sölumálum, ekki einu sinni spurst fyrir, þannig að maður innstillir sig bara á að vera hér næstu áramót líka, enda er svo sem ekkert langt í þau.... Jæja , finnst þetta bara vera orðið dágott af tölvuhöltum bloggara að vera. Vona að allir heima haldi (geð) heilsu í erfiðleikunum og munið að kúkahúmor reddar mörgu. Verið bjartsýn, Landinn hefur alltaf risið upp aftur og bara munið að bojkotta ALLT sem á stendur “ meid in Íngland “. Niður með helvítið hann Brán , Jón Ásgeir og þotuliðið. Lifið í Lukku en ekki í sultukrukku.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elskur. Vonum það besta, við viljum öll hafa ykkur heima um næstu áramót. Eftir slöngusöguna ákvað ég að koma aldrei að heimsækja ykkur, SHITT hvað ég hefði fengið lost á staðnum. Allt gott héðan, ég er öll að hressast, þarf að fara að halda þessa upprisuhátíð mína fljótlega. Ákvað að deyja ekki því það hefði verið ómögulegt fyrir ykkur að koma ekki að fylgja mér. Hafið það gott elsku vinir. Knús og kossar frá fyrrverandi og svo framvegis. Anna Kr.

2:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ja, strákarnir okkar. Nú er þó "hamagangur á Hóli" - ný ríkisstjórn í burðarliðnum og vonandi verðu Dabba krullubaby sparkað úr Seðlabankanum. Mér líst bara töluvert vel á samstarf VG og Samfylkingar undir stj´´orn Jóhönnu sig. Fyrir utan að vera heiðarleg Lessa þá er hún ein af fáum pólitíkusum hér á landi sem maður hefur aldrei haft á tilfinningunni að væri mest og best að hygla sér og sínum. Nú er blíðan besta - svalt og bjart og snjóföl yfir öllu. Ástar- og saknaðarkveðja frá okkur gamla líðinu í 0513 - ætlum reyndar að hittast aðeins eftir vinnu á fimmtudaginn og þá skálum við "gleðilegt ár" fyrir ykkur.
Systir Sigurjón

3:09 pm  

Post a Comment

<< Home