Monday, January 05, 2009

Cape Cobra drama

Hér er búið að vera ansi mikið að gera. Mörg sein kvöld og orkan frkar lág hjá okkur báðum. Ákváðum að fá okkur smá frí og fara í hádegismat til Jenny. Við sátum þar í tvo tíma og þegar Jenny vara að fara að bera matinn loksins fram eftir ég veit ekki hversu marga drykki, ákvað ég að hringja og tékka á stöðunni á hótelinu. Carmen svaraði og var í uppnámi og sagði að löggan væri þar og það væri risa stór slanga í garðinum. Ég náttúrulega dreif mig á hótelið og það var allt í uppnámi. Fullt af bílum fyrir utan, löggan og tvær kellingar að hlaupa í burtu. Héldu að einhverjir hefði verið teknir í gíslingu, enda löggan með riffla. Allir að leita að slöngunni. Lucky hafði fundið hana fyrst þar sem hún var uppi á einu borðinu í garðinum með höfuðið uppi og hvæsandi á hundinn sem gellti á móti. Ungur drengur sem gisti hérna tók eftir þessu og lét Carmen vita sem hringdi strax á lögguna. Slangan sem var Cape Cobra og ein af hættulegri slöngum hérna, fór á miklum hraða úr einu tré í annað og endaði uppi á þakinu á herbergi 6. Jacky (ómögulegur þjónn sem ég rak svo örlítið seinna, meira um það hér á eftir) sá slönguna uppi á þakinu stóð og starði á hana án þess að láta neinn vita fyrr en ég spurði hann hvað hann væri eiginlega að gera. Þá benti hann mér á slönguna. Ég náði í stiga og upp klifruðu löggunar með rifflana. Þeir voru með rifflana í viðbragðstöðu eins og bestu glæpamynd. Náðu loksins færi og skutu, en hittu ekki í fyrstu umferð en náðu skoti í höfuðið á henni í öðru skoti. Hentu dauðu slöngunni niður á bílastæði sem var fullt af fólki og bílum (eins og á hallærisplani þegar ég var unglingur) Slangan sem var rúmur meter á lengd var ennþá að hreyfa sig. Eftir að ég var búin að hjálpa löggunum að koma niður af þakinu mundi ég allt í einu eftir því að það voru gestir í herbergi 6 og rauk til Carmen og spurði hana um gestina. Datt í hug að byssukúlan hefði farið í gegnum þakið og e.t.v drepið þau. Sem betur fer höfðu gestirnir farið í göngutúr. Konurnar tvær sem hlupu í burtu komu seinna að spyrja hvað hefði eiginlega verið í gangi og ég veit ekki hvað mikið af fólki kom að spyrja. Einn af gestunum spurði hvort það yrði einhver “special dinner” um kvöldið...... Þvílíkt drama.

Þegar allt róaðist, tók ég Jacky á tal. Hann er stelpustrákur og er búinn að vera að vinna hjá okkur sem þjónn í u.þ.b 5 vikur. Verið gersamlega ómögulegur allan tíman. Gefur ekki augnsamband, hvorki við gesti né okkur og brosir aldrei. Hann mætti einn dagin með varalit og naglalakkaður. Við báðum hann um að gjöra svo vel að þrífa varalitinn af sér. Persónulega var okkur sama, en það gæti truflað gesti. Honum var svo gefið aceton til að þrífa af sér naglalakkið og fyrirskipað að geyma það hérna. Ég alla vega þakkið honum fyrir tíman sem hann hefði unnið hérna, starfsfólkið okkar líkaði mjög vel við hann og okkur líka, en hann yrði seint góður þjónn, því miður, þetta væri orðið gott og óskaði honum alls hins besta. Fór svo aftur til Jennýar......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home