Sunday, April 19, 2009

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á að blogga

Vorum með tónleika í gær, Daniéle Pascal sem syngur a´la “Edit Piaff” lög. Hún er mjög þekkt í Suður Afríku og víðar. Voru hreint frábærir tónleikar. Izak viðgerðarmaðurinn mætti ekki enn eina ferðina, þannig að ég þurfti að bera stóla, borð og sólhlífar út í garð. Var algerlega úrvinda eftir allan þennan burð. Garðyrkju maðurinn labbaði út í seinustu viku og þvottakonan sagði upp líka. Við erum semsagt komnir niður í 10 starfsmenn sem við ætlum bara að láta duga. Bói kemur til með að sjá um þvottahúsið með aðstoð frá eldhússtaffinu og hann við komum báðir til með að sjá um garðinn með aðstoð frá Izak, það er að segja þegar hann er ekki fullur heima. Hann mætti reyndar fullur um daginn. Var sendur heim með viðvörun. Vil helst ekki missa hann vegna þess að þegar hann er edrú og mætir er hann frábær starfsmaður.

Anna (verkstjórinn) og Maríus (Bílstjórinn) voru bæði handtekin um daginn fyrir að rækta hass í garðinum hjá sér. Þurftu að dúsa í fangelsi tvær nætur um helgi þegar mikið var að gera hjá okkur. Bói gerði allt sem hægt var til að leysa hana út. Fékk meira að segja lækninn hérna til að skrifa vottorð, en allt kom fyrir ekki. Þegar hann fór svo að ná í hana, hittir hann Tracy (nágranni sem kemur oft hingað), en þá var verið að leysa hana úr haldi. Hún hafðir verið handtekin fyrir óeirðir. Hún býr við hliðina á “ríkinu” og á laugradögum er mikið af fólki að drekka fyrir utan ríkið með hávaða, drykkjulæti og mýgur svo í garðin hjá henni. Hún fór greinilega yfir strikið þar og var handtekin. Virðuleg kona með stórt byggingarfyrirtæki hér í bæ. Ja hérna, hefur löggan ekkert betra að gera hérna en að handtaka virðulegt fólk?

Hér labbaði inn enn einn íslendingurinn um daginn. Sigurlín, jógakennari í Hafnafirði. Hún er hér í löngu fríi með vinum sínum sem búa í Cape Town. Alltaf gaman að hitta landa. Við erum búnir að vera ansi duglegir að hitta SOS (Spontainious Organizing Socializing) klúbbinn sem er líka hluti af CRAFT (Can’t remember a fucking thing), sem eru Jenny, Brian, Marise og Neil ásamt nokkrum öðrum sem mæta þegar þau muna. Við sendum nú bara yfirleitt SMS og boðum til SOS fundar með stuttum fyrirvara, enda vitum við aldrei hvenær við getum tekið okkur smá frí til að sinna félagslífinu. Svo bara hittumst sem komumst einhverstaðar í mat eða drykki. Seinast bauð Bói öllum í mat hjá Jenny. Hún var með alltof mikinn mat í ískápnum sem hún þurfti að losna við. Svo var bara grillað og haft gaman.

Flottar myndir sem þú sendir Maggi. Sérstaklega bumbu myndirnar. Erum allir orðnir vel miðaldra og til hamingju strákar með hálfa áratuginn. Ég ætla ekki að halda upp á það. Förum í staðinn í burtu í smá frí. Ætlum upp til DeRust að heimsækja hana Volgu okkar. Hún hefur nú ekki haft það sérlega gott. Það réðst hundur á hana og beit hana ansi illa í handlegginn og hún var á spítala í nokkra daga. Svo datt hún og kjálkabraut sig og þurfti aftur að leggjast inn á spítala. Nokkrum dögum eftir að hún kom út datt hún aftur og tábrotnaði. Allt er það þegar þrennt er. Vonandi verður nú friður hjá henni fyrir fleiri áföllum.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

12:35 pm  
Anonymous hafdis said...

Gleðilegt íslenskt sumar elsku strákar... hér var hvítt yfir í Árbænum í morgun, og allir laukar og blóm í kuldahnipri. Nú er bara rigning,kalt og ég er farin út í blómakjólnum mínum, og ætla á opnunarsýningu LHÍ á Kjarvalsstöðum með ömmu Dreka og hitta þar mini fjölskylduna úr Vesturbænum. Allt á fullu alla daga, og kosningar um helgina, úlalalalla, spennandi helgi.Ég LOFA að hringja bráðlega...fæ stóra samviskubitið yfir að bjalla aldrei, en þið skuluð vita það að ég hugsa til ykkar á hverjum degi, og vona svo sannarlega að geta setið með ykkur í tjaldvagni í Stykkishólmi um næstu áramót....
Ástarkveðja 8villt.

12:19 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með 50 árin. Kveðja frá okkur í Norge. maggi

11:02 am  
Anonymous Anonymous said...

tiæ hamingju með afmælið elsku Villi
kv Gunna Rósa

1:19 pm  
Anonymous Anonymous said...

Er þá ekki karl-uglan orðin fimmtugur. Hjartans hamingjuóskir frá okkur í 0513
og saknaðarkveðjur úr sumardagsblíðu þ.e. 2¨hita og það er þó sól, svo ekki getur mað grejnað mikið.
Þurý og systir Sigurjón

1:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

OK, ég skammast mín ekkert smá. GLEYMDI ég fimmtugsafmælinu þínu elsku besti Villi minn? Ef ég væri þú myndi ég strika mig út af vinalistanum og það strax. En anyway, þá verð ég að segja Til hamingju núna þótt það sé alltof seint, ég veit það. Hér á Freyjó gengur allt eiginlega mjög illa, loksins búið að finna út hvað er að mér og það er ekki gott. Knús til ykkar, Anna Kristine

11:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

Gott að sjá að þú ert hættur að blogga, þá hlítur öll dramatík að vera búinn og bara mígandi hamingja í gangi hjá ykkur...Vona það en þú getur kannski líka skrifað um þessa hamingju og leift okkur að lesa um hana. Það er svo gaman að fylgjast með strákonum í Afríku. Kveðja frá Noregi maggi

11:35 am  
Anonymous Guðrún Johnssss said...

Mínir kæru Afrísku englar, mikið var gaman að tala við ykkur um helgina. Ég sendi ykkur ljós og kaupendur svo ég fái ykkur í sveitina mína.

Risaknús frá Grúnó City ; )
kv. Guðrún Johnsssssssssssss

Farið svo að blogga það er svo gaman að fylgjast með ykkur......

3:51 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, drengir mínir,
hvar í veröldinni eruð þið niður komnir ?
Enn í Suður-Afríku ? Á Íslandi ? Ma - maður bara spyr sig :-)
Kær kveðja, Inga

2:18 pm  

Post a Comment

<< Home