Sunday, January 30, 2005

Sunndagur og afmæli

Við snæddum heima í gær í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Þegar seinustu gestirnir fóru drifum við okkur heim og Bói grillaði kjúkling og sykurbrúnaði kartöflu og með þessu höfðum við kokteilsósu og maís. Þetta var geggjað. Besti matur sem ég hef fengið í langan tíma, enda heimagerður. Þetta var gott kvöld þar við snæddum með íslensku valkyrjunum hérna. Fórum snemma að sofa samt.

Í dag skín sólin og þetta er mjög fallegur dagur. Við erum með sunnudaga hlaðborðið og vonumst til að fá slatta af gestum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höfum auglýst hann. Greyton Sentinel kom út í gær (fréttablaðið sem kemur út einu sinni í mánuði). Þar var fullt af myndum af tónleikunum í garðinum. Vorum mjög stolt.

Svo er þetta stóri dagurinn hennar Jenny. Hún er sextug í dag og hefur boðið okkur í teiti. Við förum í seinna fallinu þegar hlaðborðið er búið þannig að við komum svolítið seint en komu samt. Hlökkum mikið til.

Nýr þjónn að byrja í dag. Hef ekki enn náð nafninu hennar. Kannski er það bara komið upp í vana hjá manni að vera ekki að læra nöfn þeirra vegna þess að maður veit ekki hvort það tekur því. Hún leggst nú samt vel í okkur. Segjum meira af henni seinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home