Góð helgi
Tónleikarnir á föstudaginn gegnu bara vel. Voru reyndar ekki mjög fjölmennir (40-50 manns). Allir voru mjög ánægðir og kvöldið gekk líka vel. Kom reyndar í ljós rétt fyrir miðnætti að það var búið að taka rafmagnið af húsinu þar sem við erum með ískápa og birgðargeymslu fyrir eldhúsið. Fundum enga rafmagnstöflu þannig að við enduðum á því að vekja Ami og ná í hann til að redda þessu. Kom þá í ljós að það var búið að slá út allt rafmagn af húsinu og það yfirgefið. Við komumst inn í húsið og gátum sett aftur rafmagn á ísskápana. Það var mikill léttir. Vorum farnir að sjá fyrir okkur að þurfa að færa alla ísskápana og birgðirnar niður á hótel og að öll nóttin færi í það.
Var frekar rólegt að gera á laugadaginn. Nokkrir gestir og allt gekk áfallalaust. Sunnudagshlaðborðið í gær var gott að venju og fámennt. Það kom ekki einn gestur. Held að við hættum með það núna eftir viku, þegar næsta auglýsing birtist frá okkur með nýjum "te matseðli". Gússý er búin að vera að baka og núna er kominn köku seðill. Ekkert smá flottar tertur. Við ákváðum að borða heima í gær og að spila. Ekkert jafnast á við heimalagaðann mat. Við spiluðum Gúrku að venju og er þetta í fyrsta skipti sem við höfum spilað síðan að Gunni fór. Þetta var mjög gaman.
Það er búið að vera rigning um helgina og það virðist alltaf verða mjög rólegt þegar að það rignir. Svo verðum við með kokka fund á eftir þar sem ýmislegt verður tekið fyrir. Held að maður leyfi þeim ekki að tala Africans á fundinum. Það varð alltof mikill misskilningur seinast og nenni ekki að taka þá áhættu.
Var frekar rólegt að gera á laugadaginn. Nokkrir gestir og allt gekk áfallalaust. Sunnudagshlaðborðið í gær var gott að venju og fámennt. Það kom ekki einn gestur. Held að við hættum með það núna eftir viku, þegar næsta auglýsing birtist frá okkur með nýjum "te matseðli". Gússý er búin að vera að baka og núna er kominn köku seðill. Ekkert smá flottar tertur. Við ákváðum að borða heima í gær og að spila. Ekkert jafnast á við heimalagaðann mat. Við spiluðum Gúrku að venju og er þetta í fyrsta skipti sem við höfum spilað síðan að Gunni fór. Þetta var mjög gaman.
Það er búið að vera rigning um helgina og það virðist alltaf verða mjög rólegt þegar að það rignir. Svo verðum við með kokka fund á eftir þar sem ýmislegt verður tekið fyrir. Held að maður leyfi þeim ekki að tala Africans á fundinum. Það varð alltof mikill misskilningur seinast og nenni ekki að taka þá áhættu.
3 Comments:
Núna er sálin mín að ná mér frá suður afríku, var ekkert sérstaklega hress með það þar til ég ákvað að drífa mig í blikksmiðju og byrja á standlampa.
Þykir svo skemmtilegt að fylgjast með ykkur, sakna ykkar heil ósköp, ættuð bara að vita hve mikið. Villi! þú skilar mínum örkommentum alltaf er það ekki?
Ég er eins og ég hef alltaf sagt, mjög imponeruð yfir því sem þið eruð að gera, veit að þið eruð að gera æðislega hluti, flottir.
love Ragna
Gott ad heyra ad salin tin se ad na ter. Ju, hef skilad kvedjum fra ter. Gott ad heyra ad tu sert komin a stad med lampagerdina. Aetla ad panta einn sem fyrst fra ter a hotelid okkar.
Ó gaman í gúrku alveg væri ég til í að taka nokkrar stórar gúrkur með ykkur. Ástarkveðjur frá Sléttó
Post a Comment
<< Home