Saturday, February 12, 2005

Enn einn dýrðardagurinn

Það var mikið að gera á tónleikunum í gær. Mjög vel sóttir og margir nýjir listamenn að reyna sig. Það var náttúrlega Paul og Begonía fyrst. Hún er pólsk og spilar á píanó (sem er orðið frekar falskt) og hann spilar á klarinett. Hún er mjög reyndur píanisti en Paul er amatör. Dettur stundum úr takt, en heldur samt alltaf stemmingunni og það er hann sem að smala öðru fólki til að taka þátt. Síðan var það Dave og Dave (annar er stjúppabbi fyrrverandi eigandans) svo kom mamma fyrrverandi eigands og söng. Og að lokum kom Michelle Hallow sem er listaspíra sem rekur verslun hérna ásamt gallerí með sínum olíu verkum. Þetta var mjög fjölbreyttir tónleikar og það er bara orðið algert möst að mæta, sýna sig og sjá aðra. Annars er maður ekki maður með mönnum.

Svo var sneysafullt á veitingastaðnum okkur í gærkvöldi. Meira að segja tvísetið við nokkur borð. Allt gekk vonum framar. Mikið verðum maður nú stoltur þegar hlutirnir ganga svona vel. Við Bói fórum heim snemma og settum á gamla upptöku af Stöð 2 sem Ása systir hefur einhvern tíman fyrir löngu síðan tekið upp alla dagskrána fyrir okkur. Veit ekki alveg hvað var svona spennandi við þessa dagskrá, en það var alla vegna einhver hryllingsmynd (Dead River) sem Bói mundi eftir að hafa séð í bíó á Akureyri þegar hann var 12 ára í skólaferðalagi. Mikil spenna og hryllingur. Entumst ekki út alla myndina og fórum snemma að sofa. Getum alltaf séð restina seinna. Við erum ábyggilega með einar 20 video spólur með heilu kvölddagskránum á. Getum dáðst af þulunum á RUV og Gvöð hvað okkur hlakkar til.

Vöknuðum snemma í morgun og það er heitur dagur í dag. Komið langt yfir 30 gráður. Febrúar er víst heitasti mánuðurinn hérna. Var fullur af orku og byrjaði loksins á því að útbúa veggspjald fyrir Tourist Information hérna í Greyton. Við tókum veggspjaldið sem var þar vegna þess að það var svo ljótt og svo báðum við þau um að mæla ekki með staðnum okkar. Þau hafa nú samt komið hingað og hafa séð allar þessar miklu breytingar. Við erum alla vegna komnir þangað að við getum alla vegna farið að biðja þau um að mæla með okkur. Því er ég búinn að vera í allan dag að útbúa þetta. Þá nátturlega klikkar prentarinn. Djö.... drasl. Stal prentaranum hennar frú Gleði úr mótttökunni og er búinn að vera núna í rúma klukkutíma að reyna að tengja hann. Gvöð hvað ég sakna þess að geta ekki hringt í Palla bróðir og beðið hann um að koma og redda þessu eins og hann gerði alltaf heima. Palli, hvernær kemurðu annars?

Þá kom allt í einu kall úr eldhúsinu. Það var ekki til Pork Tenderloin. Aðeins fjórir skammtar og þetta er vinsælasti rétturinn okkar. Oh, eina ferðina enn, þegar maður loksins heldur að hlutirnir séu farnir að ganga. Jæja, Guðrún frá Hvanneyri, Þá það...... Erum búin að vera að hringja út um allt að reyna að fá þetta og það er bara hvergi. Getum fengið Pork Filet í Hermanus (rúmur klukkutíma akstur). Jóhanna bauðst til að fara og kaupa þetta, sem betur fer. Þeim finnst nú svolítið gaman stelpunum að fara í bæjarferð! Skil það vel. Það er talsvert af gestum hjá okkur núna yfir helgina þannig að það þarf að redda þessu.

Veit ekki alveg hvað ég geri restina af deginum. Verð gráhærður ef ég reyni að setja upp þennan prentara aftur. Kannski ég fá mér bara í glas. Nei ég segji nú bara svona, og þó?

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli, hún Lovísa
Hún á afmæli í dag.

Til hamingju elsku Lovísa mín. Njóttu dagsins. Við söknum þín og treystum því að þú sért dugleg að leggja fyrir svo þú getir komið í heimsókn til pabba þíns og stjúpa. Love and leave you.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk takk! Ég elska ykkur og sakna ykkar. Kv. Lovísa :9

5:52 pm  

Post a Comment

<< Home