Börnin okkar og Öjbarasta
Þetta varð seint kvöld, þar sem við þurftum að undibúa allt fyrir morgunmatinn daginn eftir og ekki vorum við viss um það hvort við hefðum þessa tvo kokka lengur. Þurftum líka að ræða það vel og lengi hvað skyldi gera. Það var eiginlega efst á blaði hjá okkur að túlka þetta sem uppsogn og vera tilbúin með uppsagnarbréf fyrir þær ef þær skyldu nú láta sjá sig daginn eftir.
Vaknaði svo fyrir allar aldir og dreif mig niður á hótel til að undbúa morgunmatinn fyrir gestina. Það voru ein tíu herbergi og svo komu einhverjir utanaðkomandi í morgunmat einnig, þannig að það var mikið að gera hjá okkur Gabriel hafði fengið fyrirmæli um að sækja Óléttuna. Skvísan labbar alltaf í vinnuna þannig að hún er ekki sótt. Gússý, Jóhanna og Bói fóru að undirbúa sunnudaga hlaðborðið til að vera nú viss um að allt myndi ganga upp. Um tíu leitið komu þær svo báðar labbandi í vinnuna. Skísan (Ellen Frænka) átti að mæta 10 en Óléttan (Karen átti að mæta um 7. Ég bað þær um að bíða fyrir utan eftir að við værum tilbúnir til að ræða við.
Hlutirnir litu nú svolítið öðru vísi út þegar við vöknuðum en við vildum vera undirbúnir undir allta. Frú Gleði hafði komið um níu leitið og ég ráðfærði mig við hana um hvað ætti að gera. Hún tók á sig ábyrgðina af því að hafa ekki komið þessum ákvörðunum til skila og mælti með því að við gæfum þeim skriflega viðvörun.
Við kölluðum svo Óléttuna á fund fyrst. Báðum hana að útskýra hvað hefði gerst. Hún sagði að þetta hefði allt byrjað með myntunni /rosmary. Ég sagði henni að við hefðum rætt það í gær og það mál var afgreitt. Það hefði verið skortur á tjáskiptum sem hefðu orsakað þetta. Bói sagði henni þá að þetta væri nú ekki alveg rétt þar sem allir hefðu tekið eftir því að hún var niðurdregin þegar hún kom til vinnu og virkaði mjög hæg. Þess vegna hefði Gússý beðið hana að aðstoða Skvísuna sem skyldi vera við eldavélina. Við gáfum henni skriflega viðvörun fyrir að hafa farið heim án leyfis og í raun litum við á það sem uppsögn af hennar hálfu, og þess vegna ekki vitað hvort hún ætlaði að koma til vinnu eða ekki. Það er rúmur klukkutími fyrir hana að labba heim og ef hún labbaði heim án þess að fá leyfi þá gæti hún allt eins labbað í vinnuna líka. Síðan skrifuðu allir undir þessa viðvörun. Þá fór hún að gráta og sagði að sér liði illa. Hefði dottið og liði ekki vel. Tilfinningarnar fóru alveg með hana. Bói bað hana um að fara upp í trúarhornið og hugsa málin aðeins og að jafna sig. Hann skyldi svo koma aftur og ræða við hana.
Svo var Skvísan kölluð inn. Hún kom með sömu skýringu. Bói sagði henni það sama og Óléttunni. Jafnframt að þetta væri ekki alveg rétt vegna þess að hún hefði verið í fýlu alla vaktina og smitað út frá sér til allra annarra í kringum sig. Hún fékk líka skriflega viðvörun. Hún var mjög leið, en dreif sig inn í eldhús og vann þar á tvöföldum hraða ljóssins til að gera sunnudaga hlaðborðið tilbúið. Vá. Bói fór síðan upp í trúarhorn að spjalla við Óléttuna. Hann gata talað hana til að fara inn í eldhús og aðstoða við sunnudaga hlaðborðið og svo gæti hún farið til læknis. Hún fór inn og saman tókst þeim með okkar allra aðstoð að græja sunnudagahlaðborðið sem hefur aldrei verið glæsilegra.
Skvísan kom svo til mín upp í garð þar sem ég sat með bjórinn minn og Jagermeistarann, Já, það tilheyrir sunnudögunum (Jómfrúarstemming. Setti meira segja Borgardætur á og lifði mig inn í tónleika fyrir utan Jómfrúna) jæja, hún vildi fá að tala við mig og Bóa. Kallaði í hann þar sem hann hékk upp í einhverju bananatrénu (hann er endalaust einhvers staðar í garðinum að uppgötva nýjar plöntur, breyta beðum, sá og ég veit ekki hvað). Hann fékk smá kvíða tilfinningu þegar hann sá Skvísuna bíðandi eftir að hann kæmi. Hún sagði að hún væri mjög leið með gærkvöldið og (svo kunni hún ekki meiri ensku, þannig að framhaldið var á African) Hún baðst fyrirgefningar (og svo datt enskan inn aftur) og lofað að þetta myndi aldrei koma fyrir aftur. Ja, hérna. Get ekki líst því hvað þetta gladdi mig. Ég fann ELDHÚSHLEKKINA losna (þvílíkur léttir) og fann til mikillar væntumþykju í garð skvísunnar. Það virðist vera eins og maður þurfi að koma fram við starfsfólkið okkar eins og börn og reyndar erum við farnir að tala um börnin okkar. Ef maður agar þau aðeins til þegar þau eru óþekk, þá verða þau góð á eftir. Mikil speki í þessu!
Það komu tvö borð í hlaðborðið og þar af var annað borðið eihverjir frægir kokkar frá Cape Town. Það voru allir í skýjunum yfir matnum og þjónustinni og staðnum. Kvöldið gekk svo vel og það var slatti að gera. Við fórum svo tiltölulega snemma að sofa.
Bói vakti mig um 3 leitið um nóttina og sagði að það væri eitthvað að fljúga um í herberginu okkar. Sagðist hafa heyr vængjaslátt og alls konar einkennileg hljóð. Ég heyrði nú ekki vængjasláttinn en heyrði eitthvað þrusk í einu horninu. Tók skordýrayeut og sprejaði allt herbergið. Var viss um að þetta væri einhver padda. Fórum síðan fram og vorum þar í góða stund með að versta lyktin af skordýraeitrinu væri að fara. Ég fór síðan inn á undan Bóa og lagðist útaf og var alveg að sofna þegar þruskið byrjaði aftur. Þá var mér ekki sama. Kýkti undir rúm, á bak við gardínur og ofan í kassa. Tók svo óhreinatau körfuna okkar og fór með hana fram á gang. Hellti öllu tauinu úr henni og hvað haldið þið að hafi komið þar í ljós. Gvöð, hvað ég varð hræddur. Öskraði á Bóa, hjálp, hjálp. Þarna var þá lítil leðurblaka. Öjbarasta. Leðurblaka í svefnherberginu okkar. Ýmislegt hefur maður nú séð. Einu sinni fann Bói lítinn sporðdreka undir fatahrúgu. Náði að drepa hann þegar hann var með halann á lofti. Jæja, ég henti bol ofan á leðurblökuna og þá kom Bói. Ég treysti mér ekki til að koma nálægt þessu kvikindi. Oftast hefur það nú verið öfugt, en við erum jú í Afríku og maður er farinn að venjast alls konar kvikindum. Bói henti handklæði ofan á og tók hana út og við hentum leðurblökunni út í myrkið. Tók langan tíma að jafna sig á þessu og við ætluðum aldrei að sofna.
Já, meðan ég man. Happy Valentines day, eða góðan Valentínusar dag eins og maður segir víst á góðri íslensku. Við erum með sérstakan Valentínusar kvöldmat á lægsta verðinu í bænum. Vorum reyndar svo sein að útbúa þennan matseðil að það náðist ekkert að kynna hann. Það spyrst samt fljótt út í þessum litla bæ og svo bara krossar maður fingurnar og vonar það besta.
Vaknaði svo fyrir allar aldir og dreif mig niður á hótel til að undbúa morgunmatinn fyrir gestina. Það voru ein tíu herbergi og svo komu einhverjir utanaðkomandi í morgunmat einnig, þannig að það var mikið að gera hjá okkur Gabriel hafði fengið fyrirmæli um að sækja Óléttuna. Skvísan labbar alltaf í vinnuna þannig að hún er ekki sótt. Gússý, Jóhanna og Bói fóru að undirbúa sunnudaga hlaðborðið til að vera nú viss um að allt myndi ganga upp. Um tíu leitið komu þær svo báðar labbandi í vinnuna. Skísan (Ellen Frænka) átti að mæta 10 en Óléttan (Karen átti að mæta um 7. Ég bað þær um að bíða fyrir utan eftir að við værum tilbúnir til að ræða við.
Hlutirnir litu nú svolítið öðru vísi út þegar við vöknuðum en við vildum vera undirbúnir undir allta. Frú Gleði hafði komið um níu leitið og ég ráðfærði mig við hana um hvað ætti að gera. Hún tók á sig ábyrgðina af því að hafa ekki komið þessum ákvörðunum til skila og mælti með því að við gæfum þeim skriflega viðvörun.
Við kölluðum svo Óléttuna á fund fyrst. Báðum hana að útskýra hvað hefði gerst. Hún sagði að þetta hefði allt byrjað með myntunni /rosmary. Ég sagði henni að við hefðum rætt það í gær og það mál var afgreitt. Það hefði verið skortur á tjáskiptum sem hefðu orsakað þetta. Bói sagði henni þá að þetta væri nú ekki alveg rétt þar sem allir hefðu tekið eftir því að hún var niðurdregin þegar hún kom til vinnu og virkaði mjög hæg. Þess vegna hefði Gússý beðið hana að aðstoða Skvísuna sem skyldi vera við eldavélina. Við gáfum henni skriflega viðvörun fyrir að hafa farið heim án leyfis og í raun litum við á það sem uppsögn af hennar hálfu, og þess vegna ekki vitað hvort hún ætlaði að koma til vinnu eða ekki. Það er rúmur klukkutími fyrir hana að labba heim og ef hún labbaði heim án þess að fá leyfi þá gæti hún allt eins labbað í vinnuna líka. Síðan skrifuðu allir undir þessa viðvörun. Þá fór hún að gráta og sagði að sér liði illa. Hefði dottið og liði ekki vel. Tilfinningarnar fóru alveg með hana. Bói bað hana um að fara upp í trúarhornið og hugsa málin aðeins og að jafna sig. Hann skyldi svo koma aftur og ræða við hana.
Svo var Skvísan kölluð inn. Hún kom með sömu skýringu. Bói sagði henni það sama og Óléttunni. Jafnframt að þetta væri ekki alveg rétt vegna þess að hún hefði verið í fýlu alla vaktina og smitað út frá sér til allra annarra í kringum sig. Hún fékk líka skriflega viðvörun. Hún var mjög leið, en dreif sig inn í eldhús og vann þar á tvöföldum hraða ljóssins til að gera sunnudaga hlaðborðið tilbúið. Vá. Bói fór síðan upp í trúarhorn að spjalla við Óléttuna. Hann gata talað hana til að fara inn í eldhús og aðstoða við sunnudaga hlaðborðið og svo gæti hún farið til læknis. Hún fór inn og saman tókst þeim með okkar allra aðstoð að græja sunnudagahlaðborðið sem hefur aldrei verið glæsilegra.
Skvísan kom svo til mín upp í garð þar sem ég sat með bjórinn minn og Jagermeistarann, Já, það tilheyrir sunnudögunum (Jómfrúarstemming. Setti meira segja Borgardætur á og lifði mig inn í tónleika fyrir utan Jómfrúna) jæja, hún vildi fá að tala við mig og Bóa. Kallaði í hann þar sem hann hékk upp í einhverju bananatrénu (hann er endalaust einhvers staðar í garðinum að uppgötva nýjar plöntur, breyta beðum, sá og ég veit ekki hvað). Hann fékk smá kvíða tilfinningu þegar hann sá Skvísuna bíðandi eftir að hann kæmi. Hún sagði að hún væri mjög leið með gærkvöldið og (svo kunni hún ekki meiri ensku, þannig að framhaldið var á African) Hún baðst fyrirgefningar (og svo datt enskan inn aftur) og lofað að þetta myndi aldrei koma fyrir aftur. Ja, hérna. Get ekki líst því hvað þetta gladdi mig. Ég fann ELDHÚSHLEKKINA losna (þvílíkur léttir) og fann til mikillar væntumþykju í garð skvísunnar. Það virðist vera eins og maður þurfi að koma fram við starfsfólkið okkar eins og börn og reyndar erum við farnir að tala um börnin okkar. Ef maður agar þau aðeins til þegar þau eru óþekk, þá verða þau góð á eftir. Mikil speki í þessu!
Það komu tvö borð í hlaðborðið og þar af var annað borðið eihverjir frægir kokkar frá Cape Town. Það voru allir í skýjunum yfir matnum og þjónustinni og staðnum. Kvöldið gekk svo vel og það var slatti að gera. Við fórum svo tiltölulega snemma að sofa.
Bói vakti mig um 3 leitið um nóttina og sagði að það væri eitthvað að fljúga um í herberginu okkar. Sagðist hafa heyr vængjaslátt og alls konar einkennileg hljóð. Ég heyrði nú ekki vængjasláttinn en heyrði eitthvað þrusk í einu horninu. Tók skordýrayeut og sprejaði allt herbergið. Var viss um að þetta væri einhver padda. Fórum síðan fram og vorum þar í góða stund með að versta lyktin af skordýraeitrinu væri að fara. Ég fór síðan inn á undan Bóa og lagðist útaf og var alveg að sofna þegar þruskið byrjaði aftur. Þá var mér ekki sama. Kýkti undir rúm, á bak við gardínur og ofan í kassa. Tók svo óhreinatau körfuna okkar og fór með hana fram á gang. Hellti öllu tauinu úr henni og hvað haldið þið að hafi komið þar í ljós. Gvöð, hvað ég varð hræddur. Öskraði á Bóa, hjálp, hjálp. Þarna var þá lítil leðurblaka. Öjbarasta. Leðurblaka í svefnherberginu okkar. Ýmislegt hefur maður nú séð. Einu sinni fann Bói lítinn sporðdreka undir fatahrúgu. Náði að drepa hann þegar hann var með halann á lofti. Jæja, ég henti bol ofan á leðurblökuna og þá kom Bói. Ég treysti mér ekki til að koma nálægt þessu kvikindi. Oftast hefur það nú verið öfugt, en við erum jú í Afríku og maður er farinn að venjast alls konar kvikindum. Bói henti handklæði ofan á og tók hana út og við hentum leðurblökunni út í myrkið. Tók langan tíma að jafna sig á þessu og við ætluðum aldrei að sofna.
Já, meðan ég man. Happy Valentines day, eða góðan Valentínusar dag eins og maður segir víst á góðri íslensku. Við erum með sérstakan Valentínusar kvöldmat á lægsta verðinu í bænum. Vorum reyndar svo sein að útbúa þennan matseðil að það náðist ekkert að kynna hann. Það spyrst samt fljótt út í þessum litla bæ og svo bara krossar maður fingurnar og vonar það besta.
2 Comments:
Til hamingju með ástardaginn sömuleiðis elskurnar. Ekkert smá sem gengur á hjá ykkur. Mannstu Villi það sem við töluðum um um að gefa power. Það getur nú verið ansi auðvelt að líða eins og maður hafi ekki snefil af því þegar um börnin manns er að ræða, en samt er það allt þarna. Þið hafið ekkert smápower í þessari stöðu sem þið eruð í hvort sem ykkur líkar betur eða ver. Ég treysti ykkur líka ansi vel til að nota það á sem bestan máta. Djísus rosalegt með leðurblökuna. Hvað sagði Gússý? Er með hugan hjá ykkur. Viltu faðma Guðmund, Jóhönnu og Gússý frá mér.
Langar stundum til að geta farið upp á 5 til að tala um það sem ég er að hugsa um ykkur í s.a. klikkað? Frú Gleði sæt. Skilaðu kveðju frá mér til allra.
ykkar Ragna
Þetta með powerið er ansi vandrataður vegur. Er samt á fullu að reyna að gefa það á föðurlegan hátt. Held að foreldrahlutverkið sé besta samlíkingin. Stundum þarf maður að vera strangur og svo þarf maður að vera góður, stundum að skamma og stundum að leiðbeina og alltaf fullur af föðurlegri umhyggju. Hvað sagði Gússý? Öjjjjbarasta. Held nú samt að allir hafi sofið vel í nótt og ekki haft of miklar áhyggjur.
Skil vel þetta með að vilja fara upp á fimmtu hæð. Vildi óska að þú gætir komið annað slagið, þó svo að það væri ekki nema bara í eitt eða tvö rauðvínsglös og að ræða málin eins og við gerðum svo oft.
Post a Comment
<< Home