Tuesday, February 15, 2005

Bói að blogga

Jaeja,elskurnar minar allar.Villi er buinn ad kvarta svo mikid vid mig um letina mína vid bloggid,ad ég læt verða af því núna (allir sem virkilega þekkja mig vita um tölvufóbíuna mína...o.k. og leti).Já,ekkert hefur breyst hér,alltaf sama Paradísartilfinningin.Garðurinn okkar Villa og Harolds(garðyrkjumannsins) er sífellt ad breytast til hins betra og áhugaverðara.Harold er núna búinn ad fá frelsi frá mér til ad búa til kaktusa og þykkblöðungabeð.Vid höfum verid ad stela (saman og sitt i hvoru lagi) afleggjurum og þetta er loksins ad taka á sig flotta mynd.Jóhanna var send út íbúð i dag ad versla (að beiðni fröken Frekju, Louhnu).Hún átti ad kaupa epli i eplakökuna sem er á seðlinum.Hún kom til baka og sagði kokkinum ad engin epli væri ad fá.Fyrir tilviljun var ég i eldhúsinu og var snöggur ad segja ad þetta væri nú ekki vandamál.Snaraðist út með stól og týndi fulltþroska epli plús 3 sitrónur sem voru óvenju snemma tilbúnar.Hef þar að auki verið ad týna c.a. 15-20 tómata á hverjum degi undanfarið af plöntunum sem við sáðum i oktober.ELSKA ÞETTA !!!!


Frú Gleði (Joy) bað um fund i dag med öllum þjónunum okkar.Hún var búin að heyra um baktal og einhver leiðindi.Fundurinn gekk mjög vel.Þessi kona sem er framkvæmdastjórinn okkar er algjör snilld.Hún byrjaði fundinn med upprifjun úr hópeflinu med Rögnu og lagði sídan út frá þvi.Ég þurfti nánast ekkert ad segja.Hún bakaði þetta og mikið er búin ad vera góð stemming i kvöld.

Villi byrjadi ad bólstra veitingastaða stólana i dag,(klaradi 2) rosalega eru þeir fallegir.Við Joy reddum nýja konu i vinnu i gær sem er loksin ad fara ad sauma gardinur,rumábreiður og dúka úr flottu efni sem eg keypti á Íslandi.Hun byrjar á laugardag og þetta a eftir ad breyta miklu.Elskurnar minar,allt er loksins ad ganga mun betur og vid erum orðinir mjög stoltir af hótelinu okkar.Verð ad bæta vid söegu frá í
i gær.Louhna ,kokkur gerði alveg frabæra hluti med matinn i gær(Valentinu).Einn þjóninn (Fru smjörliki) sagði mér ad allir gestirnir ættu ekki orð til yfir matnum.Eg sagdi þá við hana “Verð að segja þad sama,ég er mjög stoltur af veitingastaðnum okkar og starfsfólki”.Þá sagði hún, “Eg er lika mjög stolt af Greyton Lodge og þvi ad fá að vinna hér”.Já tárin flóðu frá mér,hafði í raun aldrei hugsað út í hvad starfsfólkið hugsaði um allt þetta vesen á okkur.En þetta er nú allt ad skila sér.Fyrir mig Villa, í ánægðum kúnnum og starfsfólki.Hjá staffinu i auknu þjófé..

Love you and leave you,Guðmundur.Djesus hvað ég er búinn ad vera lengi ad pikka thetta.Komment vel þegin,er eiginlega mest spenntur fyrir þeim,TAKK.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Guðmundurinn minn, Villi, Jóhanna, Gússý og öll hin.
Gott hjá þér að blogga aðeins.Silja mín sagði mér að hún væri svolítið lík Indjánum í því að hún þyrfti að stoppa eftir ferðalög og bíða eftir að sálin næði sér. Mér fannst þetta smart og er enn að bíða eftir minni einhvers staðar á leið frá suður afríku. Sé mest eftir að hafa ekki fengið mér oftar sjúss með þér í dýrindis garðinum. Æði að heyra hvað tónninn er góður í ykkur.
ykkar Ragna

5:02 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það er alltaf gaman að fylgjast með bloggin hjá ykkur "unglingunum í Greyton" og ekki skemmir þegar Guðmundur skrifar líka. Hver var eiginlega apótekarinn í sundlauginni þegar Guðmundur bloggaði um daginn?
Og ég tók sérstaklega eftir að Villi er byrjaður að setja upp tölvur þarna í þorpinu, það gæti nú orðið ágætis aukabúgrein þegar þið hafið ekkert annað að gera :)
Mér fannst samt ekki nógu gott að þið klikkuðuð á að sýna Rögnu upp á tabletop fjallið. Að horfa á útsýnið til allra átta og yfir borgina og svo sólsetrið þarna uppi var hátindur ferðarinnar minnar þarna og þið megið alls ekki klikka aftur á að sýna gestum þetta.
Haldið endilega áfram að blogga og endilega reyna að skella inn myndum af og til.
Kveðja
Palli
http://www.tablemountain.net

2:29 pm  
Blogger SOS.SA said...

Hæ Palli

Apótekarinn er nú bara hundleiðinleg kona sem kemur alltaf með óþekku börnin sín hingað og verslar sama og ekkert. Óþekku börnin hennar eru í því að trufla tónleikana með hávaða og látum og skemmdarstarfsemi. Enginn agi á því heimili.

Að setja upp tölvur þegar við höfum lítið að gera. Góður þessi!

Jú, auðvitað megum við ekki klikka á því að sína gestum Table Mountain. Það er einstakt og algert möst að sjá. Ragna verður bara að láta sér nægja þessa heimasíðu sem þú sendir, þangað til hún kemur næst.

Hvenær komið þið, "bæ ðe vei"? Vantar nauðsynlega einhvern sem getur lagað tölvurnar okkar hérna og fengið þær til að virka almennilega. Maður er í því að endurræsa og endurræsa og ekkert virkar. Að fara á heimabankann að borga nokkra reikninga getur tekið nokkra klukkutíma vegna þess að það er alltaf eitthvað að klikka og svo er nettengingin svo hrikalega hæg. Ég lofa því að sýna þér Table Mountain, ef þú kemur!

9:22 am  
Blogger Ása Hildur said...

Æ dúllurnar mínar frábært að lesa bloggið ykkar og fylgjast með lífinu í afríku. Endilega haldið áfram að blogga báðir. Kiss kiss og knús knús

5:41 pm  

Post a Comment

<< Home