Tuesday, February 15, 2005

Fegurð og bjartari dagar

Valentínusardagurinn gekk mjög vel og við höfum sjaldan fengið eins góð ummæli um matinn okkar. Meira að segja þjónarnir okkar komu og sögðu að þau hefðu aldrei heyrt annað eins. Gott og vel. Ég fékk ekkert af þeim mat. Fór heim eftir að hafa fengið súpuna sem var “Baja lekker” eins og maður segir á Africans.

Jóhanna var heima og ég ég vildi ekki að hún væri ein (út af leðurblökum og fleira). Hún vaknaði þegar ég var að detta inn í einhverja breska leiðinda vandamálamynd. Fengum okkur núðlur (guð, þakka þér fyrir manninn sem fann upp mínútunúðlur). Horfðum svo á nokkra þætti af Sex in the City. Uppáhaldið mitt. Fórum í frekar mikið stuð. Ég hafði hringt á Greyton Lodge þegar ég fór heim vegna þess að ég tók eftir því að einn glugginn var opinn og var hræddur um að Bói mynid ekki taka eftir því. Tók upp Týsku röddina mína og bað um eigandann. Frú Gulltönn svaraði og spurði hvort það væri Bói eða Villi. Bói takk. Hún fór víst út og sagði Bóa að það væri einhver einkennileg manneskaj að biðja um hann. Líklega Villi. Djísus, þarf að æfa betur Týsku röddina mína.

Við Jóhanna fórum í frekar mikið stuð og litla prinssessan með brotnu kórónuna (Árni Glóbo, takk fyrir hana) mætti. Við ákváðum að hringja aftur niður á GL (Greyton Lodge) þar sem ekkert vatn var í húsinu. Frú Gulltönn svaraði og Jóhanna notaði (veit ekki hvaða) rödd. Sagðist vera mamma hans Bóa og og héti Villa og þyrfti að tala við son sinn. Út fór Gulltönn með þau skilaboð til Bóa að mamma hans væri í símanum að spyrja um hann, Líklega væri þetta nú samt Jóhanna. Gvöð hvað við grenjuðum úr hlátri, Jóhanna og ég.

Þegar Gússý og Bói komu heim höfðu þau lennt í hremmingum með að læsa veitingstaðnum. Það er ekki einfalt get ég sagt ykkur og segir kannski meira um hvað þau hafa oft læst og lokað. Þau voru læst inni á veitingastaðnum vegna þess að Gulltönn læsti öllu þegar hún fór. Jæja þau sluppu út og gátu loksins læst og þá hóst partý hjá okkur. Við hlógum og hlógum og litla prinsessan var óþekk.

Vöknuðum öll snemma í morgun. Enda er kapphlaup út vegna þess að sá sem er seinastur út á að vaska upp og ganga frá heimilinu. Ég var seinastur í morgun, en Never mind. Margrét kom að þrífa heimilið þannig að ég þurfti ekki að vaska upp. Hún kemur þessi elska einu sinni í viku og þrífur hjá okkur.

Gerði skrifstofudjobbið mitt illa og fljótt. Tók svo tvo lélegustu stólana okkar. Þar sem svampurinn skein í gegnum slitið áklæðið og fór með þá upp í ráðstefnusal. Þar bólstraði ég þá upp á nýtt með nýju áklæði. Þvílíkur munur. Var mjög stoltur. En svo þurfum við að gera þetta sama með alla hina 50 stólana. (veit ekki hvort ég hlakka til)

Haraldur er búinn að vera að planta þykkblöðungum (kaktusum) í beð sem ekkert hefur vaxið í. Það er allt að verða svo fallegt hérna og sérstaklega maðurinn minn (þegar ég næ honum niður úr bananatrénu).

Fórum svo heim í leggju og mættum hérna um hálft sjö. Það er bara eitt borð í kvöld. Líklega hafa allikr í Greyton borðað yfir sig (þekkja ekki alveg sprengjudaginn, sem er nátúrulega dagurinn sem maður á að borða á sig gat), Vonumst til að komast snemma heim í kvöld og svo er FRÍ á morgun. Bói vill að við hjólum heim og notum svo daginn á morgun til að hjóla. Er ekki alveg viss. Gatan heim er nefnilega brattari en Fichersund og það vita allir vesturbæjingar hvað það er bratt!.

Svo er okku boðið í dinner hjá Jenny. Eigum von á smá fríi á morgun og gvöð hvað ég hlakka til..

Gleymdi að segja frá því að það var þjónafundur með Frú Gleði í dag. Hún hafði tekið eftir þvi að það var eitthvað baknag í gangi og hún vildi stoppa það. Gerði það mjög smart, þökk sé Önnu í Hlíð. Uppáhaldsstarfsmanninum hennar Frú Gleði og Bóa. (Jæja kannski Ellen Frænka sé meira í uppáhaldi, en hvernig getur maður gert upp á milli barnanna sinna)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home