Friday, February 18, 2005

Imba, Neil og Sóley Björk

Frídagurinn okkar á miðvikudaginn var mjög góður. Bói svaf út í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Við röltum svo niður á hótel og eiginlega leiddist okkur. Vissum ekki alveg hvað við áttum að gera af okkur. Enduðum á að fara upp að sundlaug og njóta sólar og vatnsins í lauginni. Það var mjög gott. Allt í einu var okkur tilkynnt að það væru komir Íslendingar í heimsókn. Við fórum og kynntum okkur. Þetta var þá Imba (Ingibjörg úr Kópavoginum, vann á Þjóðminjasafnu) með manninum sínum sem er Suður Afrískur og heitir Neil Smith (vinnur sem grafískur hönnuður á einhverri auglýsingarstofu heima), með dóttur sína sem heitir Sóley. Yndisleg eins árs stelpa.

Við sátum með þeim í góða stund. Þau höfðu verið að heimsækja fólkið hans Neil og farið svo Garden Route leiðina og í Riviersonderend sáu þau íslenskan fána hjá lækninum. Ákváðu að banka upp á og athuga hvernig stæði á þessum fána (við höfðum séð hann áður og bankað en engin heima). Kom þá í ljós að læknirinn var mikill áhugamaður um norrænu löndin og átti alla norrænu fánana. Hann benti þeim á að það væru íslendingar með Greyton Lodge og mælti með því að þau kæmu hingað.

Þau enduðu með að gista nóttina hjá okkur. Alltaf gaman að hitta landa. Merkilegt var að hún kannaðist við Gabríel Temitayo af barnalandi.is Er víst mikill áhugamaður um barnaland og er þar með síðu yfir dóttir sína, Soleybjörk. Heimurinn er lítill!. Við gátum því miður ekki borðað með þeim þar sem okkur var boðið í dinner hjá Jenny.

Það var var mjög gott að borða hjá Jenny. Allt er reyndar gott sem er ekki á matseðlinum hjá okkur. Orðnir frekar leiðir á matnum hérna, þó hann sé mjög góður. Noelle og Brian voru þarna líka. Þetta var ekki seint kvöld þannig að við vorum komnir heim um ellefu leitið.

Dagurinn í gær var góður. Mikil líkamleg vinna. Það er svo gott að komast út af þessari skrifstofu sem er að drepa mig. Bólstraði 4 stóla í gær. Mjög stoltur af því. Bói málaði tvo rúm sem eru nú notuð sem borð í garðinum og við sundlaugina hjá okkur. Starfsfólkið okkar var mjög hissa á því að við værum að vinna svona líkamlega vinnu. Eru kannski að fatta alltaf betur og betur að við erum að vinna með þeim. Við gerðum svo nýjan matseðil fyrir (special after the concert menu in the garden) Gestirnir hafa nefnilega alltaf farið strax eftir tónleikana og fara þá eitthvað þar sem hægt er að fá ódýran og einfaldan mat. Við verðum ákkúrat með það. Spennandi að sjá hvernig það gengur. Tónleikarnir eru á eftir. Eigum nú ekki von á góðri mætingu þar sem það er rigning. Ótrúlegt hvað það rignir oft hérna á föstudögum.

Í gær kom svo líka sölumaður frá vín heildsalanum okkar og gaf okkur svuntur á alla þjónana, tappatogara og ýmislegt annað gott sem á eftir að koma að góðum notum. Og svo fáum við 12 nýjar sólhlífar í garðinn. Ekki veitir af!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home