Monday, February 28, 2005

Öjbarasta aftur

Er greinilega orðinn alltof latur að blogga. Verð að taka mig á.

Vorum í fríi í gær. Reyndar er Bói búinn að vera lasinn, með einhverja flensu, ógleði og þreytuverki. Hann var að fara heim áðan að leggja sig. Við tókum því reyndar samt mjög rólega í gær. Bói náttúrlega vaknaði fyrir allar aldir og fór niður á hótel til að redda einhverju reikningsmáli frá gestum sem gengu ekki frá reikning eftir dinnerinn sinn og þjónarnir höfðu gleymt að taka niður í hvaða herbergi þeir voru. Já það eru alltaf einhverjar smá krísur. Ég svaf lengi og glápti svo á sjónvarp þegar ég vaknaði. Bói kom svo heim með morgunmat handa mér og við gláptum meira á sjónvarp. Svo þurftum við að fara niður á hótel vegna þess að saumakonan var að vinna og þurfti að fá leiðbeiningar fyrir gardinur sem hún er að sauma. Gaman að sjá hvað þetta er allt að breytast og verða fallegra, fyrir lítinn pening.

Jæja, svo var seinasta sunnudgahlaðborðið sem er hápúnktur vikunnar hjá okkur. Einn gestur og hann kom bara vegna þess að það var vatnslaust heima hjá honum (og reyndar á hótelinu líka) Þeir eru á fullu að reyna að laga vatnsmálin hjá okkur, en gleyma því miður að láta okkur vita þegar þeir taka vatnið af. Gilitrutt gat lítið þvegið í gær vegna þess að það var ekkert vatn og eldhúsið var í smá krísu útaf vatnsleysinu, en það reddaðist nú allt saman. Svo komu nokkrir þjóðverjarar að auki, elska hlaðborð. Þetta er alla vegna seinasta hlaðborðið okkar í bili, enda greinilega ekki að ganga í liðið hérna. Tökum það kannski aftur upp í vetur.

Við hjóluðum svo til Brian í drinkypoo. Sátum þar í góða stund. Jenny kom svo þannig að þetta var mjög góð stund. Hjóluðum svo heim, borðuðum gamlar leyfar. Pöntuðum svo restar af hlaðborðinu sem Jóhanna og Gússý komu með um níuleitið. Bói leið ekki vel, var mjög þreyttur og með ógleði. Þannig að við fórum snemma að sofa. Gússý vakti okkur upp um 3 leitið um nóttina. Þá var leðurblaka inn í herberginu hennar. Öjjjjjjjbbbbaaaarrrraaaasttttta. Hún flaug um í hringi í kringum ljósið. Gvöð hvað þessi kvikindi eru viðbjóðsleg. Vitum reyndar ekki hvort þau gera eitthvað, en það er nú ekkert sérlega notalegt að hafa þetta fljúgandi yfir sér. Ég fór inn í herbergið vopnaður handklæði, Gússý kom inn með video velina til að ná þessu á mynd. Endaði með því að ég gat opnað gluggan hjá henni og rekið hana út. Tók langan tíma að jafna sig eftir þetta og ég ætlaði aldrei að sofna aftur.

Í fyrradag var svo risa kónguló inn í svefnherberginu hennar Jóhönnu. Tók hana vopnaður handklæði og hennti handklæðinu út. Jóhanna hafði verið fyrr um daginn í sólbaði og allt í einu fann hún eitthvað á brjóstinu sínu. Þar var þá komin eðla sem lét fara vel um sig á brjóstinu á Jóhönnu. Hún náði að henda henni af sér. Maður er nú farinn að venjast þessum kvikindum, en þetta er nú ekki notalegt. Núna er það orðið að venju að tékka á öllu og leita að þessum kvikindum áður en maður fer að sofa.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Villi minn!
Gaman að fylgjast með hjá ykkur,sé að í mörg horn er að líta.Ég er komin úr kuldanum á Kanarý og sé á öllu að best er að búa á Islandi,þar má vera kalt,og engar stórar kóngulær eða leðublökur ojbara, sem þarf að berjast við, Var á 1717 í gærkveldi og alltaf hringja einhverjir af okkar gömlu símavinum, Gangi ykkur vel
kveðja Esther

8:57 am  
Anonymous Anonymous said...

Villi, þú lekker í meindýradugnaði.
Skilaðu góðum batakveðjum frá mér til Guðmundar.
Ragna

4:21 pm  
Anonymous Anonymous said...

Djiss.. hvað ég vildi fá að sjá myndbandið þar sem þú berst hetjulega við leðurblökuna :)

Kv.
Hrund

1:49 pm  
Blogger SOS.SA said...

Hæ Ester

Á Kanarí er fullt af kakkalökkum og þeir eru ógeðslegir. Sem betur fer eru þeir ekki hérna.

11:07 am  
Blogger SOS.SA said...

Veit ekki hvort ég get sett myndbandið inn. Tölvukunnáttan er ekki alveg nógu góð ennþá hjá mér í þessu bloggi. Skilaðu kveðju til allra vina minna sem vinna á 1717.

11:08 am  

Post a Comment

<< Home