Friday, February 25, 2005

We are family

Þetta sagði frú Gleði þegar við reyndum að fá að greiða henni fyrir lánið á bílnum þeirra. Fékk langan fyrilestur um það að við værum fjölskylda (sem við erum, það er að segja stórfjölskylda, til að móðga engann) ekki séns að borga þeim neitt fyrir. Hún þekkir okkur ekki, þau eru að koma í dinner á morgun (fyrsta sinn sem hún kemur í mat hérna að kvöldim og sér staðinn með öllum ljósunum) . Fá ekkert að borga. Ekki séns bens.

Vorum með ráðstefnu í gær sem gekk mjög vel. Allir í skýjunum. Gott að fá ánægða gesti. Reyndar fór rafmagnið af "húsinu" í gær og ég hringid í rafvirjann okkar, sem neitaði að koma nema við fengju, fyrst leyfi frá þeim sem gaf út vottorðið. ( sem hefur reyndar ekki verið gefið út enn). Hringdi í hann og þurfti að bíta í tungauna á mér til að hreyta ekki skít í hann. Hann gaf leyfi til þess að við gerðum hvað sem er við rafmagnið okkar vegna þess að hann ætlaði aldrei að koma nálægt því aftur. Jæja, veit ekki hvað gerðist eftir það vegna þess að ég fór heim að leggja mig um hádegi vegna þess að við mættum mjög snemma til að tryggja að allt gengi vel með morgunmat og tékk út hjá ráðstefnu gestunum, Meira um það seinna.

Tónleikarnir gengu mjög vel. Óvanalega fáir gestir samt, en margir gestir sem tóku þátt og voru með söng atriði. Okkur fannst þetta æðislegir tónleikar.

Og Kristaletta, bara svo það sé sagt: Egg og Beikon er ekki gert um klukkan 4 um nóttina.

Love and leave you

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar mínar allar!
Mikið hljómar þetta allt saman vel.
Lekkert hjá Joy að neita borgun. Hún er komin á stað hjá ykkur sem hún ætlar að njóta eins og hún getur, flott kona, gull af konu og heppin að fá að þekkja ykkur og þið hana. Hugsa mikið til ykkar, er reyndar hálfpartin ennþá hjá ykkur. Love and leave you Ragna

7:25 pm  
Blogger SOS.SA said...

Hæ Ragna okkar

Já við erum mjög lánsamir að hafa hana Joy. Við buðum henni og Gabriel að borða á hótelinu á laugadaginn. Þau komu í sínu fínasta pússi. Því miður var mjög lítið að gera þannig að þau voru nánast ein í matsalnum. Við settumt svo hjá þeim þegar þau voru komin í eftirréttinn og spjölluðum við þau þangað til við lokuðum. Joy hafði aldrei komið á staðinn að kvöldi til og fannst mikið til koma hvað allt var fallegt og sérstaklega öll ljósin í garðinum sem verður að ævíntýragarði á kvöldin.

Hugsum oft til þín og erum þér ævinlega þakklátir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur þegar þú varst hérna hjá okkur.
Villi og Bói

10:52 am  

Post a Comment

<< Home