Kokkar og rafmagn
Búið að vera frekar rólegt að gera. Okkur er sagt að það sé venjulegt yfir hásumarið. Þá fer fólk frekar á ströndina og svo þegar veturinn kemur og það getur ekki farið á ströndina, þá fer það frekar upp til sveita. Hljómar lógískt.
Fundurinn með kokkunum gekk vel. Var á ensku og það voru teknar nokkrar áhugaverðar ákvarðanir. Þær eru núna í keppni um að búa til einn nýjan forrétt úr "Smoked Springbock Carpaccio" (Reykt fjalla dádýr) og einn nýjan kjúklingarétt. Þær eru allar mjög spenntar. Brauðið hefur verið að lagast og er vonandi að komast í Humarhús standardinn, eða jafnvel betra. Svo er komin Club samloka og Vegamóta steikarsamlokan, nammi namm, á hádegis matseðilinn. Þetta er allt að koma, held ég. Við þurfum svo að fara að líta eftir nýjum kokk til að leysa óléttuna af þegar hún fer í fæðingarorlof. Frú Gleði segist ekki geta beðið eftir að hún fer í þetta orlof. Óléttan er ekkert nema vandamál, eilíf.
Við eyddum svo einum klukkutíma saman í eldhúsinu að gera bernaise sósu. Frú frekja (Loahna) gerir þá bestu bernaise sósu sem er til, en hinar tvær eru enn að bögglast með þetta. Við Gússý lærðum að gera hana líka svo að við ættum að geta orðið liðtæk ef þær klikka aftur. Svo voru gerðar Blinis (rússneskar lummur) til að hafa með lax. Það er búið að vera vandamál, vegna þess að þetta hafa eiginlega bara verið lummur. Jæja, þetta tókst ekki alveg nógu vel, þrátt fyrir að við notuðum uppskrift úr Gestgjafanum sem birtist með áramótaveislunni sem við héldum 2000. Hún er ekki alveg nógu góð. Ef einhver hefur uppskrift af góðum Blinis sem er ekki of flókin eða einhver góð trix þá er það vel þegið.
Við Bói borðuðum heima í gærkvöld með "take away" mat frá hótelinu. Spiluðum svo Gúrku þegar stúlkurnar komu heim. Alltaf gott að eiga kvöld heima annað slagið. Bói var reyndar búinn að bjóða mér í drykk á Post House, en klikkaði á því á seinustu stundu. Hefði svosem verið gaman að komast aðeins út, en það jafnast nú ekkert á við Gúrku kvöld heima.
Í dag eru stúlkurnar í fríi og við því að vinna allan daginn fram á kvöld. reiknum ekki með því að það verði mikið að gera. Bíllinn okkar er í viðgerð. bremsurnar voru slitnar og orðnar járn í járn, þannig að við erum bílausir í nokkra daga. Það er ekki auðvelt og stúlkurnar komast því ekkert í burtu á frídeginum. Fengum reyndar lánaðan bílinn hennar frú Gleði svo við getum keyrt starfsfólkið okkar. Það var mjög rausnarlegt af þeim að lána okkur bílinn sinn.
Það er stanslaust bögg með rafmagnið hérna. Það átti að vera gefið út vottorð um rafmagnið hérna þegar við keyptum. Það var gefið út en ekki undirritað né dagsett. Við fengum því annað fyrirtæki til að gera úttekt, þar sem ýmislegt kom í ljós sem ekki er í lagi. Jæja, hitt fyrirtækið kom aftur í gær og þóttist laga allt sem var að. Sendu okkur svo bréf sem var ekkert nema skítkast og kom þar í ljós að þeir hefðu ekki lagað helminginn af því sem þeir áttu að laga. Þetta stefnir allt í leiðinda lögfræðingamál. Þeir eru reyndar komnir í málið, en þetta er flókið og kemur til með að taka tíma. Og á meðan getum við ekkert gert í rafmagnsmálum hérna, vegna þess að þá erum við búnir að gera breytingar. Þvílíkt vesen.
Það er búið að rigna hérna í nokkra daga , en nú er sólin að koma fram og stefnir í heitan dag. Reikna með því að ég fari að bólstra fleiri stóla í dag. Það er svo gott að gera eitthvað líkamlegt og skapandi í stað þess að hanga inn á skrifstofu allan liðlangan daginn.
Fundurinn með kokkunum gekk vel. Var á ensku og það voru teknar nokkrar áhugaverðar ákvarðanir. Þær eru núna í keppni um að búa til einn nýjan forrétt úr "Smoked Springbock Carpaccio" (Reykt fjalla dádýr) og einn nýjan kjúklingarétt. Þær eru allar mjög spenntar. Brauðið hefur verið að lagast og er vonandi að komast í Humarhús standardinn, eða jafnvel betra. Svo er komin Club samloka og Vegamóta steikarsamlokan, nammi namm, á hádegis matseðilinn. Þetta er allt að koma, held ég. Við þurfum svo að fara að líta eftir nýjum kokk til að leysa óléttuna af þegar hún fer í fæðingarorlof. Frú Gleði segist ekki geta beðið eftir að hún fer í þetta orlof. Óléttan er ekkert nema vandamál, eilíf.
Við eyddum svo einum klukkutíma saman í eldhúsinu að gera bernaise sósu. Frú frekja (Loahna) gerir þá bestu bernaise sósu sem er til, en hinar tvær eru enn að bögglast með þetta. Við Gússý lærðum að gera hana líka svo að við ættum að geta orðið liðtæk ef þær klikka aftur. Svo voru gerðar Blinis (rússneskar lummur) til að hafa með lax. Það er búið að vera vandamál, vegna þess að þetta hafa eiginlega bara verið lummur. Jæja, þetta tókst ekki alveg nógu vel, þrátt fyrir að við notuðum uppskrift úr Gestgjafanum sem birtist með áramótaveislunni sem við héldum 2000. Hún er ekki alveg nógu góð. Ef einhver hefur uppskrift af góðum Blinis sem er ekki of flókin eða einhver góð trix þá er það vel þegið.
Við Bói borðuðum heima í gærkvöld með "take away" mat frá hótelinu. Spiluðum svo Gúrku þegar stúlkurnar komu heim. Alltaf gott að eiga kvöld heima annað slagið. Bói var reyndar búinn að bjóða mér í drykk á Post House, en klikkaði á því á seinustu stundu. Hefði svosem verið gaman að komast aðeins út, en það jafnast nú ekkert á við Gúrku kvöld heima.
Í dag eru stúlkurnar í fríi og við því að vinna allan daginn fram á kvöld. reiknum ekki með því að það verði mikið að gera. Bíllinn okkar er í viðgerð. bremsurnar voru slitnar og orðnar járn í járn, þannig að við erum bílausir í nokkra daga. Það er ekki auðvelt og stúlkurnar komast því ekkert í burtu á frídeginum. Fengum reyndar lánaðan bílinn hennar frú Gleði svo við getum keyrt starfsfólkið okkar. Það var mjög rausnarlegt af þeim að lána okkur bílinn sinn.
Það er stanslaust bögg með rafmagnið hérna. Það átti að vera gefið út vottorð um rafmagnið hérna þegar við keyptum. Það var gefið út en ekki undirritað né dagsett. Við fengum því annað fyrirtæki til að gera úttekt, þar sem ýmislegt kom í ljós sem ekki er í lagi. Jæja, hitt fyrirtækið kom aftur í gær og þóttist laga allt sem var að. Sendu okkur svo bréf sem var ekkert nema skítkast og kom þar í ljós að þeir hefðu ekki lagað helminginn af því sem þeir áttu að laga. Þetta stefnir allt í leiðinda lögfræðingamál. Þeir eru reyndar komnir í málið, en þetta er flókið og kemur til með að taka tíma. Og á meðan getum við ekkert gert í rafmagnsmálum hérna, vegna þess að þá erum við búnir að gera breytingar. Þvílíkt vesen.
Það er búið að rigna hérna í nokkra daga , en nú er sólin að koma fram og stefnir í heitan dag. Reikna með því að ég fari að bólstra fleiri stóla í dag. Það er svo gott að gera eitthvað líkamlegt og skapandi í stað þess að hanga inn á skrifstofu allan liðlangan daginn.
2 Comments:
Það er nú greinilega full vinna að "eiga samskipti við innfædda" sérstaklega ef iðnaðarmenn eiga í hlut. Sei nó mor. En mikið finnst mér gleðilegt að sjá að sá sem skrifaði þennan pistil er gamli góði, Villi. Hef verið að fylgjast með blogginu ykkar og var farin að hafa áhyggjur af heilsufari þínu, elsku Villi.
Vona að þér hafi gengið vel með bólstrið. Kær kveðja, Inga V.
Hæ Inga mín
Það er meira en full vinna að glíma við iðnaðarmenn hérna, það er rétt hjá þér.
Takk fyrir að hafa áhyggjur af heilsunni minni. Ég sjálfur og allir í kringum mig höfðu miklar áhyggjur. Þetta var bara og mikið vinnuálag og núna er heilsan komin í gott lag aftur. Fullur af orku og gleði, Gamli Villinn er mættur!
Post a Comment
<< Home