Tuesday, March 01, 2005

Börnin okkar

Í gær fór allt úrskeiðis sem gat í elshúsinu hjá okkur. Frú ólétt var á vakt og það var bara eitt 4 manna borð. Strúturinn var kaldur og svínalundin hafði ekki verið hreinsuð af sinum og það vaersta var að það hafði ekki verið bakað neitt brauð. Við pöntuðum mat þegar pöntunin fór út og ætluðum að fa nýju steikarsamlokuna (Vegamóta, sem er ekki komin á seðil ennþá.) þá kom í ljós að brauðið var gamalt. Ég sleppti mér í eldhúsinu (aftur). Sagði henni að hurðin væri þarna ef hún væri ekki með hugann við það sem hún væri að gera, Spurði hana hvað hún væri að hugsa. Hún kenndi fröken frekju og Fröken svísu um að hafa ekki bakað brauð. ‘eg spurði hana þá hvaða orðspor hún sett á línuna, sitt, þeirra eða okkar. Hún endaði á að segja þegar ég spurði hana hvað hún ætti að gera, að ég ætti bara að reka hana. Sagði henni að það væri ekki okkar plan. Okkur þætti vænt um hana og vissum að hún væri frábær kokkur, en hjartað væri bara ekki stundum í matnum hjá henni. Vill ekki reka hana. Þetta endaði samt allt í góðu. Hún mætti til vinnu kvöld og ég kallaði út skvísuna líka til að tryggja að allt myndi nú ganga upp, Enda mikð í húfi, Ráðstefna í gangi með múslimuum og gyðinngum og ég veit ekki hvað. Allt þarf að vera rétt og öllum kröfum þarf að sinna.

Brauðið var bakað í dag og Fröken ólétta mætti í betra skapi og svo var Skvísan fengin inn á aukavakt til að tryggja að allt myndi nú ganga upp. Jæja, maturinn er farinn út. Tók reyndar of langan tíma frá forrétt yfir í aðalrétt, en engin svakaleg mistök. Að auki komu svo nokkrir aðrir gestir sem allt gekk pokkalega hjá.

Börnin okkar, já. Frú Gulltönn sem er ólétt líka var að fá uppsögn frá kærastanum sínum, honum Percy sem vann hjá okkur í stuttan tíma að keyra. Hann er barnsfaðir hennar af 3-4 ára gullfallegri stúlku og gerði hana svo ólétta aftur. Hún frétti í kvöld að hann væri að halda framhjá henni með konu sem rekur ensku skóla hérna og var í viðtali hjá okkur í dag vegna þess að við vilum fá hana til að kenna starfsfókinu okkar betri ensku. Jæja, hún hringdi í hann og hann sagði henni að þetta væri allt búið. Hún fór og grenja og Jóhanna huggaði hana. Hún vildi samt vinna og ekki fara heim. Við gáfum henni tíma til að jafna sig. Svo spurði Bói hana hvernig hún hefði það og þá fór greyjið að grenja aftur. Finn nú til með henni þó svo að mér hafi ekki alltaf fundist vænt um hana. Svona er þetta nú bara með börnin okkar. Það eru ennþá gestir hjá okkur og allt er að ganga pokkalega upp. Jóhanna og Gússý eru í fríi í kvöld. Við erum nátturulega að vinna alltaf eins og vanalega vegna þess að þetta er barnið okkar og við þurfum að koma því á legg og starfsfólkið okkar eru börnin okkar líka og við þurfum að ala þau upp. Hélt að ég væri búinn með foreldrahlutverkið, en svona er þetta bara.

Love and leave you

0 Comments:

Post a Comment

<< Home